top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Bláihryggur í Grænsdal í lygilegri litadýrð og formfegurð

Æfing nr. 754 þriðjudaginn 9. maí 2023.


ree

Mikil bleytutíð einkennir vorið 2023 og hver þriðjudagurinn á fætur öðrum hefur verið og varð áfram eftir þessa göngu í rigningu og jafnvel roki... en þetta kvöld fengum við þurrt veður og logn alla gönguna... þrátt fyrir að það rigndi stöðugt í bænum... og alla leiðina keyrandi úr bænum... og keyrandi heim eftir göngu...


ree

Í þetta sinnið ætluðum við að kanna nýja leið um Grænsdal... og helst þræða okkur eftir þessum bláa hrygg sem við uppgötvuðum í fyrra á göngu um dalinn á Fjárskjólshnúk... og var fegurð þessa hryggjar sláandi... svo við nefndum hann "Bláahrygg" í samræmi við "Grænahrygg" sem er búinn að vera í tísku núna nokkur ár í röð...


ree

Við þurftum því að byrja á því að vaða Grænsdalsána og koma okkur yfir austan megin við hana í dalnum en þeim megin var slóði sem við vissum ekki um en er rökréttur fyrir þá umferð gangandi sem koma frá Gufudal... og líklega eru þetta aðallega erlendir ferðamenn sem hér hafa farið án þess að við vitum svo sem betur um það...


ree

Hvítur refur eða minkur varð á vegi okkar... hann skaust upp þessa kletta... forviða yfir þessari skyndilegu umferð gangandi fólks... og smalahundurinn Batman reyndi að elta hann upp hlíðarnar... en var kallaður til baka... enda átti hann ekkert í þennan skjóthreyfa ref...


ree

Mjög gaman að fara nýja leið hér um... rjúkandi hverir um allt...


ree

... og litadýrð sem á fáa sinn líka í hverju skrefi í þessum dal...


ree

Nú lagðist þoka yfir svæðið og við syrgðum það mjög... þetta var allt of fallegt landslag til að við fengjum ekki notið þess... ótrúlegt þessi veðurtíð þetta vorið... en þá ber að minna sig á forfeðurnar sem urðu að lifa við svona tíð í torfkofunum við slæman kost... það er hreinlega ekki hægt að kvarta í ljósi sögunnar...


ree

Stígurinn góði náði að hverunum sem við skoðuðum í fyrra og komum þá neðan frá að og austan með... mjög gaman að tengja þessar leiðir saman...


ree

Hér var svo fallegt í fyrra... en nú var þoka... sérkennilegt...


ree

Blái leirhverinn...


ree

Svona var hann 12. september í fyrra... þá var sól og svo sólsetur... ekki alveg sama veðrið og núna...


ree

Og nú lögðum við af stað niður eftir Bláahrygg... í stað þess að þræða okkur um hverasvæðið neðan hans eins og í fyrra þar sem Kolbeinn brenndi sig illa á ökklanum í einum hvernum... agalegt slys sem tók af honum nokkrar vikur á fjöllum...


ree

Brattur hryggur og einstakt að sjá niður beggja vegna...


ree

Grænsdalur... hann er réttnefndum... bláir, gulir og rauðir litir um allt en sá græni er einkennandi...


ree

Við vissum ekki hvort þessi hryggur væri göngufær... en sáum að það höfðu fleiri en við dottið í hug að þræða sig eftir honum svona til að byrja með...


ree

Þetta byrjaði vel en svo varð þetta tæpara...


ree

Brattar skriður og lausar í sér... við mælum ekki með þessari leið nema í blautum jarðvegi... hér er ekki gott að fara um í þurru því grjótið er mjög laust í sér og lítið hald á köflum...


ree

Þessi leið reif vel í flesta... sumir nutu þessa í botn og vilja meira af svona klöngri... á meðan aðrir taka á stóra sínum en láta sig samt hafa það í krafti hópsins enda þess virði til að upplifa svona leiðir...


ree

Tæpt hér og það gat verið erfitt að stoppa á sumum stöðum ef hópurinn á undan tafðist... hér hefði verið betra að vera með stafi...


ree

Litið til baka... ekki spennandi í þurrum jarðvegi...


ree

Mjög skemmtilegur kaflinn hér...


ree

Þurftum að krækja okkur meðfram björgunum og aðeins undir þau...


ree

Síðasti erfiði kaflinn svo hér í lausagrjóti en þetta hafðist allt með yfirvegun og sjálfstrausti og hjálparhönd frá félögunum eins og þurfti... það munar öllu að hafa gott fólk í kringum sig...


ree

Síðari hluti hryggjarins hér vinstra megin framundan... hann var saklaus yfirferðar og það erfiða var að baki...


ree

Notaleg áning hér við græna lækinn... þar sem Kolbeinn kældi sig eftir brunann í fyrra... okkur þykir svo vænt um hann Kolbein og þetta ólán hafði mikil áhrif á okkur... og var góð áminning um hversu varasamt svona hverasvæði er... mikill hiti leynist undir leir og þúfum og vert að fara varlega...


ree

Hryggurinn sem við þræddum okkur um hér hægra megin... magnað að hafa náð þessu... við vorum himinlifandi !


ree

Eftir nestið héldum við út á innri hrygginn...


ree

Hann var vel fær og auðveldur uppgöngu...


ree

Dásamlegt eftir hitt klöngrið...


ree

Með Bláahrygginn okkar að baki á þeim innri... snillingar að gera þetta og snillingar að hafa vit á því að hafa gaman af svona brölti :-)


ree

Við kláruðum auðvitað út allan Bláahrygginn til norðurs inn dalinn...


ree

Dýjamosinn og græni liturinn um allt...


ree

Innar tóku aðrir litríkir hryggir við sem skreyta innri hlutann á Grænsdal... við áttum ekki til orð yfir fegurðina á þessu svæði... þrátt fyrir að hafa gengið hér reglulega öll þessi ár... þetta ere lyglegt landslag... takk fyrir litadýrðina í náttúru Íslands sem getur stundum verið svo lygileg að maður trúir nánast ekki því sem fyrir augu ber #Þriðjudagsþakklæti


ree

Niður dalinn og yfir ána því nú var tími til að snúa við og fara hefðbundna slóð til baka út Grænsdalinn...


ree

Ekkert mál að stikla yfir... við þurfum að gera þetta oftar svo vandræðagangurinn fari þegar svona ár verða á vegi okkar... þetta er ekkert mál... lykilatriði er að vera vel skóaður því uppháir leðurskór þola nokkur stig ofan í vatn án þess að maður blotni á meðan utanvegahlaupaskórnir sem margir eru í núna blotna um leið... en þeir eru léttir og þægilegir og því svo freistandi að vera í þeim í svona léttum göngum...


ree

Græni liturinn... hvílíkir töfrar...


ree

Nú gengum við meðfram ánni niður eftir og áfram hélt fegurðin að hljóma um allt í kringum okkur...


ree

Komin að ytri Bláahrygg... þar sem við snæddum stuttu áður í göngunni... lygilega fallegur staður...


ree

Hvílíki litir... form... áferð...


ree

Mjög falleg leið og mjög gaman að fara hana öfugt við fyrri ferðir öll þessi ár... þurfum að gera það oftar... það gefur aðra upplifun og annað sjónarhorn af svona fallegri leið...

ree

Litið til baka og upp með innri Bláahrygg... ja... hann er eiginlega rauður... ætti hann að fá sitt eigið nafn ? Nei, hættu nú alveg... hann er blár hinum megin og samræmist vel þeim ytri og brattari... verum nú ekki að flækja hlutina ennþá meira...


ree

Við tókum eftir því að Bláihryggurinn okkar var rjúkandi heitur í miðjum hlíðum... það var sláandi að sjá...


ree

Sjá hér... það rauk úr miðri hlíðinni... hitinn er þarna inni í hryggnum...


ree

Innri Bláihryggur að baki Gylfa...


ree

Hverasvæðið þarna efst og Sokkatindur hægar megin... magnað að koma hér aftur eftir gönguna í september og upplifa aðrar hliðar á þessu fallega svæði...


ree

Við gengum út dalinn í grænum litum að mestu...


ree

Þúfurnar ofan við ána höfðu sögu að segja...


ree

... og við stöldruðum við og hlustuðum...


ree

Bullandi leirhverir um allt... ótrúlegt svæði...


ree

Stígurinn vestan megin í dalnum er vel troðinn og mikið genginn greinilega...


ree

Grænsdalsáin græn að lit...


ree

Við enduðum við bílana með nokkra rigningardropa... og það hellirigndi á heimleið... ótrúlegt hversu vel þetta slapp og hvað við fengum gott skyggni í þessu þungbúna veðrið þrátt fyrir allt... framan vonum og við vorum þakklát en þessi ganga átti eftir að standa upp úr vorið 2023 þar sem hver þriðjudagurinn á fætur öðrum var genginn í rigningu og litlu skyggni...


Alls 7,0 km á 2:25 klst. upp í 208 m hæð með alls 296 m hækkun úr 86 m upphafshæð. Stórskostlegt landslag og kvöld sem hefði ekki getað verið betra... takk fyrir okkur !

 
 
 

Comments


bottom of page