Botnssúlurnar allar fimm
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- Jun 13
- 4 min read
Updated: Jun 19
Tindferð nr. 334 laugardaginn 31. maí 2025

Vísa frá Sjöfn Kristins í lok ferðar:
Við fórum á fimm toppa fjalla
og fyrir því fundum við varla
En Leggjabrjótur langur er
og leiðinlegur, það finnst mér
Örn bauð upp á endurtekningu á stórkostlega ævintýrinu sem við áttum á Botnssúlunum öllum fimm þann 31. maí vegna fjölda áskorana og líklega komust nánast allir sem óskað höfðu eftir þessari ferð síðustu ár...

Blíðskaparveður... hagstæð veðurtíð fram að ferð... og veðurspáin með ágætum... þetta var borðleggjandi en þjálfarar höfðu nú samt... vegna þrýstings frá Báru reynt að blása til brottfarar á Eiríksjökul með fjallarútu en þar náðist ekki næg þátttaka svo úr varð að við héldum áætlun og Örn fór Botnssúlurnar....

Fimm gestir með í för... en annars þaulvanir Toppfarar sem hafa mætt vel í vetur lang flestir...og allir í góðum málum í þessari ferð þó þreytan segði til sín þegar á leið...

Lánið með veðrið og skyggnið var með eindæmum því það átti að vera all hressilegar skúraleiðingar þennan dag og það rættist... en þær fóru einfaldlega ekki yfir Botnssúlurnar... en voru eins og sjá mátti ofan af Háusúlu síðar um daginn yfir Eiríksjökli svo líklega átti þessi ferð að verða að veruleika en ekki jökull Borgarfjarðar...

Syðsta súla var fyrsta súlan... upp hrygginn en ekki dalinn... mjög skemmtileg leið og heilmikið klöngur...

Magnaður fjallasalur sem okkur þykir ótrúlega vænt um... farið hér ótal ferðir hver annarri ógleymanlegri og glæsilegri...

Hvílík ævintýri að baki á þessum fjallstindum...

Gestirnir í í þessari ferð stóðu sig frábærlega... því þetta var alvöru ganga... erfiðari en Hvannadalshnúkur... og jafnvel erfiðari en Ofurgöngurnar okkar sumar hverjar... en það má vel deila um það og gaman að spá í hvað hverjum og einum finnst um það enda einstaklingsbundið hvernig mönnum líður í hverri ferð...

Það var langt í frá sjálfgefið að fá þetta skyggni... þetta veður... þetta færi... þessa göngufélaga...

Smári er magnaður nýliði... bara mætir og lætur vaða... einmitt þannig verður maður góður fjallgöngumaður og getur leyft sér allt... eins og þessar Botnssúlur...

Steinar og fleiri að æfa sig fyrir Ofurgönguna um Strútsstíg... það verður fimmta ofurgangan... og ótrúlegt að vera enn að bæta í það safn... en þær göngur eru perlur þjálfara sem vilja allt gera til að endast sem lengst í þeim næstu árin...

Þeir sem ganga á fjöll árum saman allt árið um kring... mega leyfa sér meira en þeir sem eingöngu ganga yfir sumartímann... svona ofurganga um Botnssúlurnar allar fimm heitir að leyfa sér...

Syðsta súla hér útbreidd að hæsta tindi... hún er hæst Botnssúlnanna og mældist 1.093 m hár þennan dag...

Fyrsta Botnssúlan af fimm... og eins og í fyrri ferð... allt í góðu ennþá og enginn orðinn þreyttur...
Alls 16 manns mættir sem er með mesta móti í tindferðunum þessi misserin...
Kristín gestur, Frímann gestur, Ragnheiður gestur, Friðrik gestur, Sigrún Lóa gestur, Steinar R., Guðjón, Jaana, Sjörn Kr., Sighvatur, Aníta, Helga Rún, Inga, Smári, Jón Odds og Örn tók mynd... og Bára var á fimleikasýningu hjá barnabarni en hefði samt verið með ef hnén hefðu leyft það... en þau skulu spöruð fyrir það sem er framundan... Strútsstíg þar fremstan í flokki...

Á eftir Syðstu súlu var það Miðsúla... brattasta súlan af öllum fimm og sú sem fæstir ganga á...

Snillingar og eðalfólk... Inga... Guðjón og Aníta... við erum svo lánsöm með göngufélaga...

Sjá snjómagnið í lok maí...

Örn ákvað að fara upp miðja vegu á Miðsúlu... ekki upp geilina sem var farið 2020... né hrygginn sem var farinn í fyrra og 2011...

Þetta var niðurgönguleiðin árið 2012 og hentar ágætlega... en mjög bratt og engar myndir fanga hann nægilega vel... þetta er krefjandi leið og ekki fyrir alla...

En allir stóðu sig vel og hjálpuðust að... jöklabroddar eða keðjubroddar ofar og tvö ákváðu að bíða af sér Miðsúluna vegna þess...

Sigurinn... er engum líkur... að koma upp á Miðsúlu er einstakt... hér höfum við fagnað fjórum sinnum áður... í hverri magnaðri göngunni á fætur annarri... ótrúlegt...

Sjá fyrri ferðir á Botnssúlurnar: Botnssúlurnar | Toppfarar

Súla tvö... Miðúla... ansi vel af sér vikið !

Niður aftur í sama erfiða klöngrinu og lausgrýtinu...

Háasúla var númer þrjú í röðinni...

Leiðin frá Miðsúlu að Háusúlu er mjög skemmtileg og svipmikil....

Heilmikill snjór í þessari snjókistu ennþá...

Háasúla er næst bröttust af öllum fimm Botnssúlunum og reynir ágætlega á lofthræðslu síðasta kaflann...

En þetta sóttist vel... allir ákveðnir í að klára þessa súlu...

Klöngrið upp Háusúlu fangast heldur ekki nægilega vel á myndum...

Bratt og lausgrýtt og mjög berskjaldað... en vel fært í yfirvegun og vandvirkni...

Snillingar í þessari ferð og ekkert annað !

Sjá skúraleiðingarnar allt í kring... en aldrei misstum við skyggnið né útsýnið... það var mikil gæfa...

Súla þrjú af fimm... sigurinn ansi sætur...

Örn tók engar myndir á milli Háusúlu og Norðursúlu svo hér er fjórða súlan, Norðursúla... með Hvalfell og Hvalvatn í baksýn...

Og Vestursúla var síðasta súlan... magnað að ná þessu ! ... en héðan fór Örn lengri krók niður en árið 2012 til að lenda ekki í klettabeltinu á niðurleið...

Farið að húma að í lok göngu... klukkan um sjö á síðustu súlunni og þá var eftir að koma sér niður á Leggjabrjót og ganga hann hálfan til baka í bílana... og í raun rúmlega hálfa Leggjabrjótsleiðina... sem segir allt um hvílíkt afrek þetta er...

Komin í bílana upp úr níu um kvöldið... alls 26,4 km en sumir mældu þetta upp í 29 km... á 14:12 klst. með alls 1.915 m hækkun og hæst farið í 1.093 m hæð.
Aðdáunarvert með meiru ! Til hamingju þið sem fóruð ! Frábært að hafa náð þessu og nú geta þeir sem höfðu beðið um þetta síðustu ár andað léttar og horfa hér með til Botnssúlnanna öðrum augum en áður... það gerist nefnilega eftir að hafa gengið þær allar fimm í einni ferð...
Gps-slóðin frá 2012 á wikiloc - betra að fara aðeins vestar niður af Vestursúlu til að forðast brattann (eins og gert var í ferðinni núna, árið 2025):
Myndband af ferðinni hér: Botnssúlurnar allar fimm í annað sinn 310525
Comments