top of page

Brennifell, Hestdalsöxl og Hlíðarbrúnir... tindar 12, 13 og 14 í Skarðsheiði #Skarðsheiðardraumurinn

Þriðjudagsæfing 24. ágúst 2022


Það er spurning hversu mikið er hægt að telja af "tindum" á Skarðsheiðinni en við viljum endilega hafa allt með sem kallast getur tindur eða ákveðinn áfangastaður að ganga á og toppa þegar gengið er um Skarðsheiðina... og þess vegna ákváðum við að ganga á lægri hjallana sem rísa í suðaustanverðri Skarðsheiðinni á sama hátt og Snókur of félagar gera í suðvesturhlutanum, Okið gerir í norðvesturhlutanum og Mórauðakinn í norðausturhlutanum... en þessi eru þó minna "tindaleg" enda enda þau á -fell, -öxl og -brúnir...


Þegar komið var á Draghálsinn þar sem gangan hófst var fínasta veður, hlýtt, lygnt og þurrt... ansi ólíkt rokinu sem var í bænum og á leiðinni austur...


En riddarapeysurnar stálu algerlega senunni þetta kvöld... Jaana var að koma í sinni nýprjónuðu peysu sem var svo falleg... og í ljós kom að bæði Karen og Linda voru í peysum í svipuðum litum... það var ekki annað hægt en taka mynd af þeim þremur...


Vel gert Jaana og stelpur ! Magnaðar peysur með meiru :-)


... og þar sem svo margir voru í vínrauðum búnaði var ráð að taka mynd af vínrauðagenginu þetta kvöld... ótrúlega fallegt !


Restin af hópnum var eiginlega allur blár... svo við tókum mynd af bláa genginu líka... en hefðum átt að fara frá þessum bílum... :-)


Lagt var af stað 18:13 út í óvissuna því þjálfarar vissu ekkert hvernig leiðin yrði og hvort við fyndujn yfirleitt eitthvað til að "toppa"...


Berjamó tafði mikið för... sem var bara yndislegt... þetta var létta og yndisleg ganga og gott að slaka bara og njóta...


Haustið er að læðast inn ansi pent þetta misserið... það veit sem er að við þurfum mjúka lendingu eftir þetta sumar...


Hvílík fegurð á þessum árstíma...


Við gengum upp á Brennifellið í byrjun en ekki á hæsta punkt þar og því varð það síðasti tindur kvöldsins... sjá hér niður á Skorradalsvatnið...


Dragafell hinum megin og Draghálsinn á milli... við eigum ennþá eftir að ganga á Dragafellið...


Hestdalsöxl var fyrsti áfangastaður kvöldsins... þessi bunga hér framundan... meira varð það ekki... við gengum upp með Hestdal og Hestdalsá sem við þveruðum NB á skrautlegan hátt í janúar á þessu ári sællar minningar á Hádegishyrnu og Mórauðahnúk...


... en ofan af Hestdalsöxl var víðsýnt og það fór fljótlega að halla niður að Glammastaðamúla þaðan en þó var hægt að fara eitthvað ofar vestur eftir en þá vorum við farin að fjarlægjast merkinguna á Hestdalsöxl á korti svo það var spurning nákvæmlega þessi öxl er... en við sættumst á þennan stað og mældum hann 497 m háan...


Ofan af Hestdalsöxlinni gengum við niður á Hlíðarbrúnirnar sem marka mikið landslagið á þessum slóðum... hæsti punktur þar framundan hér...


Hlíðarbrúnirnar mældust 426 m háar...


Hér fengum við okkur nesti og nutum útsýnisins til Söðulfells og Geitabjörg ef marka má kortin í gps... en þarna niðri var bústaður Bjarna Toppfara sem hann benti okkur á... óskaplega fallegur staður... þessi fell eru komin á þriðjudagsæfingalistann árið 2022...


Virkilega fallegir litir hjá Jöönu... hana langar að prjóna aðra riddarapeysu með rennilás... Báru þjálfara langar það líka... best að kaupa garn og byrja að prjóna á akstrinum á leið á Uxatinda næstu helgi !


Jóhanna D., Ágústa H., Bjarni, Karen, Jaana, Silla, Elísa, Gerður Jens., Ragnheiður, Arna H., Linda, Inga Guðrún, Rakel, Örn, Þórkatla, Siggi, Björgólfur, Kolbeinn, Gréta og Guðmundur Jón en Bára tók mynd og Batman og Skuggi voru bestu vinir...

Frá Hlíðarbrúnum stefndum við á hæsta tind í Brennifelli í bakaleiðinni...


Mýrarrauðinn mikill í lækjunum þarna...


Haustið farið að minna á sig...


Á þessum síðasta kafla kom smá rigning og við skelltum okkur í hlífðarföt en þetta varð að engu fljótlega...


Hvílík fegurð í þessum haustlitum...


Alls kyns litahugmyndir fyrir riddarapeysur...


H'er hafði grjótið safnast niður í ræmur í sandinum...

Þetta heitir örugglega eitthvað, þetta náttúrufyrirbæri... magnað að sjá þetta...


Minnti á tjaldtæðið í Hrafntinnuskeri og fleiri stöðum á hálendinu þar sem grjótið þarf að festa tjöldin...


Haustbreiðan hér neðan við Hádegishyrnu...


Brennifellið mældist 427 m hátt og var ágætis klöngur...


Mýrlendið var þennan síðasta kafla til baka eins og í byrjun... æj, svo sumarlegt að þurfa að stökkva milli þúfna og passa að blotna ekki....


Litirnir svo fallegir um allt..


Myrkrið skall á nánast um leið og við fórum í bílana... það er að koma höfuðljósatími því miður...


Alls 7,7 km á 2:50 - 2:55 klst. upp í 497 m hæst með alls 362 m hækkun úr 221 m hæð.


Stöðuna á Skarðsheiðardraumnum má sjá hér: Skarðsheiðardraumurinn 2021 | Toppfarar (fjallgongur.is)


Takk fyrir yndiskvöld með meiru elskurnar, við vorum sannarlega heppin með veður !

65 views0 comments

留言


bottom of page