top of page

Brjálað stuð í brjáluðu veðri á Helgafelli Hafnfirðinga... í roki, rigningu og myrkri... vel gert !

Þriðjudagsæfing 26. október 2021.

Veðurspá og veðurútlit var sérlega slæmt síðasta þriðjudag í október og við vorum heppin að þá var Helgafell í Hafnarfirði á dagskrá... reyndar óhefðbundna leið um riddarann og hraungatið að sunnan... og við hættum snarlega við þá leið á bílastæðinu við misjafnar undirtektir reyndar og ákváðum að meta aðstæður við fjallsrætur... og þar var staðan augljós... við gætum þakkað fyrir að ná heilu og höldnu hefðbundna leið upp þetta vinsæla fjall...


Það var auðvitað lán í óláni að veðrið var slæmt því það þýddi að við vorum ein í heiminum á fjallinu... annar hefði fjöldi manns verið þarna gangandi um allt... svo þetta var í stakasta lagi... og það var reyndar mun lygnara á fjallinu en á láglendinu á leiðinni að því... bæði á útleið og bakaleið... sem var furðulegt... en var okkur í hag... því þá datt okkur aldrei í hug að snúa við...


Áð öðru hvoru á leiðinni og hópurinn þéttur í vaxandi myrkrinu á uppleið... sumir orðnir rennblautir áður en tindinum var náð... en aðrir í góðum málum... í þessari göngu reyndi á búnaðinn sem aldrei fyrr hvað varðar bleytu og vind...


Vindurinn og rigningin náðist á mynd hér... símar þjálfara þola bleytu og kulda ágætlega... til þess framleiddir enda ekkert vit í öðru á svona kvöld þar sem allt varð blautt um leið og eitthvað fór út úr erminni... vettlingnum... vasanum...


Sumarfæri... hlýtt... góður hópur... þetta gekk mjög vel og við gengum upp sem einn maður...


Alls mættir 13 manns... tvær mættu kl. 17:00 við fjallsrætur sem er brottfarartíminn okkar þegar við keyrum út úr bænum að fjallsrótum... hann er nefnilega 17:30 ef við hittumst við fjallsrætur nálægt höfuðborginni eins og þetta kvöld... en þær Ása og Oddný fengu frábæra göngu saman tvær... stefndu á hraungatið en mátu aðstæður réttilega ekki fýsilegar fyrir þá leið í þessu veðri og gengu því hringinn í kringum fjallið sem er bæði frábær leið og frábær æfing... flott hjá þeim ! Þórkatla sneri við á bílastæðinu þar sem veðrið lamdi á okkur sem aldrei fyrr... og Magga Páls sneri fljótlega við þar sem hún datt á hnéð og meiddi sig nokkuð... og Inga Guðrún mætti seinna og náði okkur rétt undir tindinum... svo við enduðum 13 manns á tindi Helgafellsins í roki, rigningu og myrkri... ekki slæm frammistaða það !


Bára, Björgólfur, Elísa, Inga Guðrún, Kolbeinn, Siggi, Sjöfn Kr., Súsanna, Svala, Tómas, Þorleifur, Þorsteinn og Örn og Batman var eini hundurinn...


Þar af var Þorsteinn af mæta í sína fyrstu göngu með hópnum en hann skráði sig í klúbbinn í sumar og á sannarlega erindi, lék sér að þessu þrátt fyrir sérlega erfiðar aðstæður :-)


Alls 6 km á 1:41 klst. upp í 404 m hæð með 323 m hækkun úr 150 m upphafshæð.


Hörkugóð búnaðarprófun og frábær æfing í krefjandi veðri og myrkri... maður sér aldrei eftir því að láta sig hafa það... og verður sterkari með hverri svona göngu ! :-)

28 views0 comments
bottom of page