top of page

Búrfellsgjá í öllum veðrum

Æfing nr. 803 þriðjudaginn 7. maí 2024



Þjálfarar breyttu æfingu kvöldsins í stutta og greiðfæra Búrfellsgjána í stað 3ja tinda leið ofan Hveragerðis vegna körfuboltaleiks sonar síns... og þrátt fyrir rigningu og éljagang á milli þess sem sólin skein og þrátt fyrir þessa léttu leið... og þrátt fyrir að brottför væri kl. 17:00 en ekki 17:30... þá mættu alls 18 manns og tóku skínandi góða æfingu sem skilaði okkur aftur í bílana upp undir sjöleytið svo þeir sem vildu sjá Söngvakeppni sjónvarpsstöðva gátu drifið sig heim og þeir sem vildu ganga meira gátu gert það með sólina hátt á lofti.


Gengin var hefðbundin leið á stígnum og farin öfur hringleið um gígbarminn og gaf æfingin okkur 5,9 km á 1:23 klst. upp í 149 m hæð með 133 m hækkun úr 83 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr ferðinni hér og nafnalisti undir hópmyndinni:






Mættir voru 18 manns:


Aníta, Bára, Brynjar, Dina, Guðjón, Guðmundur Jón, Jóhanna Fríða, Katrín Kj., Kolbeinn, Linda, Sigríður Arna, Sjöfn Kr., Stefán G., Steingrímur, Þórkatla og Örn en Skarphéðinn var að mæta á sína fyrstu þriðjudagsgöngu en hann skráði sig í klúbbinn eftir snilldarferðina um Hróbjargastaðafjall og félaga norðan Hrútaborgar síðasta miðvikudag 1. maí...







Dásamlegt kvöld sem byrjaði á rigningu... bauð upp á éljagang og vind á miðri leið uppi á gígbarminum og endaði í sól og blíðu... ekta Ísland !

12 views0 comments
bottom of page