Æfing nr. 759 þriðjudaginn 13. júní 2023.
Loksins... kom gott veður á þriðjudegi... nú eða bara hvaða dag sem er... þetta sumarið... og það var eins gott og það getur verið... logn, hlýtt og heiðskírt...
Og við vorum í rétta landslaginu þennan dag... með vötn, fjallseggjar og litríka dali allt í kring...
Að þessu sinni fórum við öfugan hring miðað við áður... í gegnum neðsta hlutann af Sogunum í átt að Spákonuvatni....
Grænadyngja hér í kvöldsólinni...
Með þessari öfugu leið fundum við þennan gula fallega hrygg hér niður í Sogin...
Sogin í allri sinni dýrð... sólin ennþá skínandi á þau... en við gengum þau í skugga síðar um kvöldið... og þurfum að ná þeim í sólargeislum einn daginn greinilega...
Guli hryggurinn var smávegis tæpur á kafla en annars vel fær...
Mjög skemmtilega leið sem reyndi á þá sem glíma við lofthræðslu... og það skipti máli að vera með stafi... en mikilvægast var að vera í bröltformi... sem kemur með því að mæta reglulega og ganga í alls kyns landslagi... en ekki bara á stígum og um öruggar leiðir...
Út gilið hér...
Mjög flott leið hér út...
Spákonuvatn var vatn tvö þennan dag...
... og nú fórum við loksins hring í kringum það...
Vorum enga stund hér í kring... tökum þennan hring aftur síðar...
Smá klettur við vesturfjörur Spákonuvatns...
Tært vatnið...
Trölladyngja og Grænadyngja í fjarska...
Niður hér... smávegis tjörn búin að slíta sig frá vatninu... sjá gígana fjær og svo Meradalahnúka og félaga enn fjær þar sem gosið var á Reykjanesi...
Við stefndum á skriðuna þarna upp skarðið...
Hvílíkur friður...
Keilir í fjarska bak við Spákonuvatn...
Frábær mæting... loksins þegar það koma gott veður... en það reynir á úr hverju menn eru gerðir þegar mætt er í rokinu og rigningunni... snjókomunni og kuldanum...svona veður eru yndi í auðveldleikanum sínum... sem er svo dýrmætt að fá... inni á milli allra hinna sem skerpa vel á og herða okkur og styrkja...
Mættir voru: Ásdís, Aníta, Bára, Birgir, Brynjar, Dina, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Halldóra Þ., Haukur, Johan, Katrín Kj., Lilla, Lilja Sesselja, Linda, Magga Páls., Oddný, Ólöf Ósk, Ragnheiður, Sigríður Arna, Siggi, Silla, Sjöfn Kr., Þorleifur, Þórkatla, Örn og Öyvind og Batman og Kolka skoppuðu með...
Sogin svo falleg séð ofan frá...
Nú var brölt upp á Grænavatnseggjarnar...
... með stórkostlegu útsýni yfir Spákonuvatnið, Trölladyngju og Grænudyngju...
Nesti í grænni lautu... uppi á fjalli... í logni og hita og kvöldsól... á næstum því bjartasta degi ársins...
Eggjarnar framundan...
Skemmtilegt brölt...
... hollt og gott...
Við þurfum að ganga á þessa gíga einn daginn...
Jarðsig hér og þar... eins og á fleiri stöðum á Reykjanesi eftir að jarðhræringarnar hófust 2021...
Holur og sprungur...
Sláandi að sjá þetta...
Mjög spennandi landslagið hér neðan við... við verðum að skoða þessa gígaröð betur einn daginn...
Grænavatn... ofan af eggjunum...
Klifurkettirnir fóru hér niður... en þjálfarar tóku hópinn betri leið sem hentaði öllum... en við höfum farið hér niður hægra megin líka niður... og þjálfarar sáu eftir því að hafa ekki farið hana... við megum ekki gefa eftir og hætta að fara klöngurleiðirnar... þá hættum við að gera farið þær...
Magnað að koma hér að vatninu...
Mikill friður hér... eins og við Spákonuvatn...
Mjög gaman að fara hér um fjöruborðið... Þórkatla nýrkomin heim af Jakobsveginum þar sem hún gekk í 32 daga rúmlega 800 kílómetra... gekk hér á bjarg í fjörunni og féll illa við... en slapp með skrekkinn...
Þessi græni litur hásumarsins... er heilandi og dásamlegur...
Litið til baka á Grænavatnseggjarnar...
Upp aftur á hinar eggjarnar... Djúpavatnseggjar eins og við nefndum þær til að hafa eitthvurt nafn á hryggnum sem liggur milli Grænavatns og Djúpavatns...
Ekki síðri fjallshryggur en hinar eggjarnar...
Grænavatn í kvöldsólinni...
Djúpavatn með veiðihúsið þarna í horninu...
Hvílíkt útsýni... yfir Vigdísarvelli... Sveifluháls og félaga...
Nú lækkuðum við okkur niður af eggjunum í Sogin...
Bláir, grænir, gulir og brúnir hryggir... sem minna á Landmannalaugar...
Mjög gaman að rekja sig eftir þeim...
... í leirnum...
Miklar andstæður og dýpt í litunum þetta kvöld...
Mikil fjölbreytni og litaform...
Leirinn blautur... fín smurning á skónum sko :-) :-) :-)
Komin að gula hryggnum þar sem við fórum niður fyrr um kvöldið...
Jú... auðvitað fórum við hrygginn upp aftur... þjálfarar buðu þeim sem vildu að sleppa honum og fara beint upp úr gilinu um grasbalana... en flestir fóru hér...
Því meiri bratti... meira klöngur... þeim mun meira stuð !
Magnað landslag !
Svo mikil fegurð...
Mjög gaman að fara hér upp aftur...
Kvöldsólin gerir svo mikið...
Erfiði kaflinn stutti var með smá vesen... tæpistigur sem hollt var að æfa sig á...
Sogin séð frá efsta hluta gulahryggjar...
Til baka að Djúpavatni...
Dásamlegt á bjartasta tíma ársins...
Alls 8,4 km á 3:59 klst. upp í 398 m hæð með alls 462 m hækkun úr 207 m upphafshæð... gullið kvöld sem gaf mikið... og nú er bara að spyrja sig hvenær kemur svona veður næst... aldrei að vita nema það verði ekki fyrr en í ágúst eða september... og þá er sólin lægra á lofti... eins gott að nýta þessa fáu góðu daga sem gefast...
Comments