Eldborg syðri og nyrðri austan Meitla
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- Sep 18
- 1 min read
Æfing nr. 865 þriðjudaginn 9. september 2025

Í þriðja sinn gengum við á Eldborgirnar sem mun minna eru þekktar en þær sem eru í Lambafellshrauni og heita Syðri og Nyrðri Eldborg... en við höfum einu sinni gengið á þær að vori til á þriðjudagskveldi og einu sinni í margra tinda ferð um Meitlana og tindana í kring í tindferð...
Fáir mættir enda veðurspá ekki sérstaklega góð... en það var fínasta veður eins og svo oft... og af því við vorum fá þá var rösklega farið og spjallað á ferðinni í algerri fjallavímu... og gengum við alls 7,7 km á 2:02 klst. upp í 379 m á Syðri Eldborg og 371 m á Nyrðri Eldborg með alls 170 m hækkun úr 273 m upphafshæð...
Dásamleg æfing og ótrúlega góður félagsskapur... takk fyrir að mæta elskurnar...
Ljósmyndir hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:


Mættir voru 9 manns: Siggi, Brynjar, Kolbeinn, Guðný Ester, Silla, Agnar, Linda og Örn en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...



Comments