Æfing nr. 829 þriðjudaginn 26. nóvember 2024
Í fimmtándi sinnið göngum við á Háahnúk í Akrafjalli á aðventunni og auðvitað var ekki hvikað frá hefðunum og mætt með jólasveinahúfur og jólalegt nesi en Kolbeinn og Olgeir færðu ljósadýrðina upp á hærra stig og voru með heilu seríurnar utan á bakpokanum eins og hér sést... náði ekki góðri mynd af Olla með seríuna á húfunni sinni en það var líka tær snilld...
Frost í jörðu en hlýrra en undanfarna daga, þurrt og lygnt svo þetta var ljúfasta ganga en við nýttum keðjubroddana fljótlega og það var snjóföl uppi...
Mikið myrkur þar sem enginn var snjórinn neðar en það munar mikið um hann á þessum allra dimmasta tíma...
Ljósin eru hins vegar svo góð að það kemur ekki að sök... þó klöngrast sé í klettum... svo lengi sem það er ekki hávaðarok og úrkoma á sama tíma...
Jólahúfumyndin... ekki allir hér á mynd:
Halldóra Þórarins, Olgeir, Örn, Gerður Jens., Magga Páls, Kolbeinn og Inga en Bára tók mynd og allir voru svo með á mynd efst...
Komin snemma í keðjubroddana... allt frosið og meiri snjóföl ofar...
Eldgosið á Reykjanesi sást vel en það hófst fyrir rúmri viku síðan...
Uppi var smá snjór en ótrúlega lygnt...
Þetta var ansi notalegt að fá svona efst uppi... ætli Guðmundur Jón og Katrín eigi heiðurinn af þessu ?
Jebb... jólalegt nesti...
Við gátum sest niður og borðað og allt saman... ótrúlegt hversu oft það hefur verið gott veður á þessum tindi í lok nóvember eða byrjun desember...
Eðalfólk á ferð... það sem við erum heppin með klúbbfélaga...
Magga Páls., Skarphéðinn, Kolbeinn, Örn, Inga, Aníta, Siggi, Guðjón, Berta, Halldóra Þ., Olgeir og Þorleifur en Bára tók mynd... alls 13 manns að meðtaldri Gerði Jens sem sneri við neðar eða 15 manns ef við teljum höfðingjana tvo sem skrifuðu í snjóinn...
Fljót niður á spjallinu um dagskrána 2025 og spennandi áskoranir ársins sem er í vændum...
Klöngrið verður léttara með hverju árinu sem líður... höldum áfram að klöngrast... þannig er manni það tamt og ekkert hræðir mann...
Yndisleg ganga sem verður léttari með hverju árinu... gerum þetta árlega og tökum þannig púlsinn á okkur þegar árin líða... alls 5,9 km á 2:27 klst. upp í 563 m hæð með alls 545 m hækkun úr 43 m upphafshæð.
Takk innilega fyrir dásemdina elskurnar... ljósmyndir úr göngunni hér neðar og nafnalisti undir hópmyndunum en því miður sneri Gerður Jens við á miðri leið sem var alger vitleysa í henni, hún hefði vel getað farið alla leið... og svo var einhvur búinn að skrifa velkomin Toppfarar í snjóinn á tindinum og okkur grunar Guðmund Jón og Katrínu... en þess skal getið að Magga Páls var og með okkur í göngunni...
Það er ekki af höfðingjum klúbbsins skafið... hvílíkir snillingar öll sömul !
Comments