top of page

Fjallið eina og Sandfell í logni, tunglbirtu, snjó og töfrandi útsýni yfir snævi þakið Reykjanesið.

Æfing nr. 736 þriðjudaginn 3. janúar 2023.


Áfram fylgdi lognið okkur inn í árið 2023 á fyrstu þriðjudagsæfingu ársins...


... þar sem við gengum á Sandfell og Fjallið eina við Vigdísarvallaveg...


Tunglbjart... stjörnur á himni... snjór yfir öllu... og höfuðljósin voru birtugjafar kvöldsins...


Mjög snjóþungt var á leiðinni... sem kom á óvart þar sem mikið sást í hraun og grjót... skaflast hafði upp á milli og ógerningur að vita hvort manns beið grunnt eður djúpt skref í snjónum...


Sandfellið mældist 264 m hátt og þar var logn eins og alla gönguna...


Andrea Ævarsdóttir nýliði hér vinstra megin í sinni fyrstu göngu... Georg fyrrum Toppfari aftur mættur til leiks svartklæddur hægra megin... þetta var yndiskvöld með dásamlegu fólki þar sem spjall og hlátur var aðalviðfangsefnið... jú, og að njóta veðurblíðunnar og útsýnisins...


Við sáum ljósrönd í fjarska sem við veltum vel fyrir okkur hvað væri... ekki Bláfjöll... hugsanlega Hellisheiði... en þetta hlaut að vera Skálafell vorum við farin að velta upp... en Jóhann fann út úr þessu og glöggvaði veraldarvefinn og fann álíka ljósarönd á vefmyndafél nær Skálafelli... jú, þetta voru ljósin í Skálafelli...


Yfir á Fjallið eina...


Sést vel móta fyrir því hér... svipfagurt fjall þó lágt sé...


Snjódýptin var helsta verkefni kvöldins...


Falleg birta þetta kvöld...


Töfrar í logninu... snjónum... tunglinu... stjörnunum... frostinu...


Mikið spjallað... Jaana, Sjöfn og Sigurbjörg...


Katrín, Þórkatla og Guðmundur Jón...


Johan og Georg...


Jóhann Ísfeld, Þorleifur, Örn, Agnar og Andrea...


Hópmynd kvöldsins... 18 manns mættir...


Agnar, Andrea, Bára, Georg, Guðmundur Jón, Jaana, Johan, Jóhann Ísfeld, Katrín Kj., Kolbeinn, Magga Páls., Steinunn Sn., Þorleifur, Þórkatla, Þórunn og Örn og Batman og Moli voru hundar kvöldsins...


Fjallið eina gaf okkur smávegis klöngur...


Rjúpnaspor um allt...


Skemmtilegt fjall með smá brölti upp á höfuðið...


Komin upp á efsta tind þar sem okkar beið stórkostlegt útsýni yfir Reykjanesið snævi þakið...


Reynt að mynda þetta...


Betra með ljósin slökkt... en mannsaugað skákar ennþá myndavélunum...


Hópmynd án ljósa var svona sem sé :-)


Magnað !


Jebb... það er hægt að klöngrast á fjöll í myrkri að vetrarlagi á Íslandi... eins og við komumst að fyrsta veturinn 2007 - 2008... þó margir segðu okkur að svo væri ekki...


Leiðin til baka var gullfalleg upplifun...


... og krefjandi í snjónum... en langerfiðast fyrir fyrstu menn sem vissu ekkert hvað beið þeirra undir snjónum... hraun eða gjóta...


Heilu gjárnar og hrauntraðirnar eru á þessari leið... sem gáfu allt aðra upplifun en að sumri og í dagsbirtu...


Skugga... lega flott á köflum...


Þessi æfing var í hæsta gæðaflokki...


Mjög gaman að takast á við leiðina og bröltið og snjóinn...


Þessi hengja var eiginlega það skemmtilegast þetta kvöld... við breyttumst í börn og hlógum og skemmtum okkur... Agnar henti sér niður brekkuna aftur... strákarnir leituðu að fleiri hengjum...


Dásamlegt alveg !


Litið til baka með Fjallið eina í baksýn...


Fjölbreytileikinn í landslaginu var með ólíkindum...


Heilu brekkurnar niður í bakaleiðinni... og fínasta klöngur...


Stóra gjáin hér í myrkrinu... sem við þurfum að skoða betur í dagsbirtu næst...


Námurnar hér í fjarska upplýstar...


Já... það leyndust stundum djúpar gjótur undir snjónum... en við vissum að þær væru ekki stórar...


Alls 4,4 km á 2:32 klst. upp í 264 m hæð á Sandfelli og 224 m á Fjallinu eina með alls 251 m hækkun úr 121 m upphafshæð...


Dýrindisbyrjun á árinu 2023... lognið er samt við sig frá árinu 2022... en snjórinn er mættur... okkar bíða endalaus ævintýri á næstu mánuðum... njótum... og verum þakklát... #Þriðjudagsþakklæti

39 views0 comments
bottom of page