top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Fjárskjólshnjúkur, Sokkatindur, Sauðártindur meðfram Bláahrygg í Gufudal og Grænsdal.

Updated: Oct 10, 2022

Æfing nr. 721 þriðjudaginn 13. september 2022.


ree

Dásemdarganga með óvenju fögrum útúrdúr var á æfingu á fallegu þriðjudagskveldi þar sem við bættum Fjárskjólshnjúk við safnið á fyrrgengnum hring á Sauðártind og Sokkatind milli Gufudals og Grænsdals ofan Hveragerðis... þar sem þjálfara langaði að skoða bláu hryggina betur sem liggja austan megin við Grændalsána... og komu þessir hryggir verulega á óvart...


Sauðáin hér... ef það flækist mikið fyrir manni að stikla yfir þessa á er ráð að fara oftar út í óbyggðirnar og æfa sig í að vera fljótur að finna leið... og komast að því að sé maður í ökklaháum gönguskóm úr leðri þá er í lagi að stíga oftar en einu sinni nánast á kaf í vatnið milli steina án þess að blotna... gönguskórnir þola vatnið vel og svona lækur er engin hindrun... bara skemmtileg æfing í fótafimi úti í náttúrunni...


ree

Lagt var af stað um Gufudal og stiklað yfir Sauðá áður en haldið var upp á Tinda sem svo kallast allir hnúkarnir í þessum dölum... en þeir einu með nafn eru Sauðártindur og Sokkatindur...


ree

Fínasta brölt og klöngur...


ree

Mjög skemmtileg leið upp Tinda... þessi er nafnlaus... en hefur verið genginn tvisvar áður í sögunni...


ree

Klöngrumst sem oftast... verum sem mest utan stíga... eingöngu þannig heldur maður sér við í óbyggðunum...


ree

Yndislegt veður... sól og blíða... enn einn þriðjudaginn í röð...


ree

Ekkert mál að sniðganga þennan tind með því að fara fyrir neðan hann... en við vorum á þriðjudagsæfingu... og þá förum við ekki endilega léttustu leiðina...


ree

Sauðártindur í sjónmáli ávalur og hæstur á svæðinu... mældist 275 m hár...


ree

Mikið spjallað og sérlega gott að vera til...


ree

Bláihryggur að koma í ljós... en fangar ekki athyglina ennþá... Dalafell nær vinstra megin... Tjarnarhnúkur og Lakahnúkur fjærst... Kyllisfell... og svo Klóarfjall hægra megin... nær neðar er svo Fjárskjólshnjúkur...


ree

Dalafell handan Grænsdals... en handan Dalafells er Reykjadalur þar sem allir eru...


ree

Litið til baka með Sauðártind að baki og Sokkatind hægra megin... og efsta hluta Bláahryggjar hægra megin...


ree

Þjálfarar höfðu eingöngu gps-punkt af korti af Fjárskjólshnjúki... ekkert er um hann skrifað á veraldarvefnum... en nafnið segir allt... og þegar á hann var komið var augljóst hvers vegna sauðféð hefur leitað þarna skjóls... jarðhiti og skjól í betri kantinum...


ree

Niður hér að Fjárskjólshnjúki... Grænsdalur hér allur og enn legra eru áframhaldandi hluti af Bláahrygg... sem liggur í raun eftir öllum dalnum... Bláihryggur í Grænsdal... jahá... okkar nafngift þessi blái...


ree

Hundurinn Gotti kominn aftur í göngu með okkur... aðeins hvumpinn í garð hinna hundanna en það lagast eflaust með fleiri göngum... en Dagbjört og Þórunn ásamt þó nokkuð mörgum öðrum fyrrum Toppförum eru komin aftur til liðs við okkur á fjöllum sem er hreint út sagt frábært...


ree

Fjárskjólshnjúkur hér... hann mældist 225 m hár...


ree

Blár hryggur kom skyndilega í ljós og við tókum andann á lofti af aðdáun... vá... þessi hryggur... blár, grár, grænn... en að mestu blár... nafnlaus eins og svo margt annað... við ákváðum að kalla hann Bláahrygg í anda Grænahryggjar sem nú er vinsælastur allra á landinu... en þiggjum réttari nafngift ef þessi hryggur á nafn...


ree

Samvera... spjall... hlátur... gleði... algleymi...


ree

Alls mættir 26 manns... dásamlegt...


Silla, Birgir, Þórkatla, Arna H., Sjöfn Kr., Sigurbjörg, Jóhanna D., Arnór, Kristín H., Sigríður Lísabet, Njóla, Inga Guðrún, Kolbeinn, Örn, Jóhanna Fríða, Steingrímur,, Þorleifur, Vilhjálmur, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Steinunn Sn., Þórunn, Dagbjört, Kristín Leifs og Hlökk og Bára tók mynd en hundar kvöldsins voru Batman, Bónó, Gotti og Moli.


ree

Við dáleiddumst að þessum bláa hrygg... urðum að skoða hann í návígi...


ree

Austan við hann er þessi brúngrái hryggur... og milli þeirra mikið jarðhitasvæði...


ree

Bláihryggur teygði sig inn eftir öllum Grænsdalnum... alla leið innst í raun... við ákváðum að fara í sérstaka Bláahryggjar - göngu á þriðjudegi næsta sumar með sólina enn á lofti yfir okkur að kveldi til...


ree

Kyngimagnað landslag !


ree

Við fengum ekki nóg af að taka myndir...


ree

Sjá lækinn sem rennur meðfram Bláahrygg...


ree

Nesti þarna niðri í skjóli... hvílík vin fyrir sauðfé og smala hér áður fyrr...


ree

Litið til baka... sá blái hélt áfram... hann er nokkurra kílómetra langur...


ree

Mjög fallegir litirnir...


ree

Við vorum hugfangin af þessu landslagi... og allir sem ganga bara stíginn handan við Grændalsá... missa af þessari fegurð sem við fundum þarna í allri sinni dýrð...


ree

Fjærmynd af báðum hryggjum...


ree

Kolbeinn að kæla fótinn í læknum... en hann fór að hverasvæðinu og þegar hann snýr til baka á leirnum þá pompaði leirinn undan honum og hann brann aðeins á ökklanum... og fékk blöðrum hálfan hringinn við ökklann, slæmt sár sem enn er að gróa þegar þetta er skrifað á sunnudagskveldi...


ree

Mjög leiðinlegt slys sem minnti okkur á hversu varasamt svona hverasvæði er...


ree

Kolbeinn með allri sinni jákvæðni og æðruleysi hélt áfram göngu með hópnum eftir verkjalyfjagjöf og brunaumbúðir... og fékk svo góða þjónustu frá heilsugæslunni dagana á eftir...


ree

Við gættum fótanna og röktum okkur utan í Bláahrygg þar sem hverasvæðið var ekki virkt...


ree

Eins gott að fara varlega...


ree

Þessi lækur er volgur...


ree

Hér þarf að fara varlega...


ree

Hverasvæðið þar sem Kolbeinn brenndi sig...


ree

Við röktum okkur eftir Bláahrygg upp eftir...


ree

Litið til baka...


ree

Áfram hélt dýrðin...


ree

EKKI... fara nær ! Nú vorum við ansi hvekkt eftir slys Kolbeins... þetta er fljótt að gerast...


ree

Litið til baka.. sólarlagið skreytti svo himininn þegar leið á gönguna...


ree

Rjúkandi hiti um allt...


ree

Við héldum okkur á stíg sem þarna var... skyldu eingöngu erlendir ferðamenn koma hér ?


ree

Efst áður en komið var að Sokkatindi tóku þessir fallegu hnúkar við...


ree

Sjá bláa leirhverinn... hitann... hnúkana... sólarlagið...


ree

Við gátum varla gengið fyrir fegurðinni...


ree

Fengum ekki nóg af að taka myndir...


ree

Litið til baka...


ree

Sjá stóra hverinn hér...


ree

Heilmikið hverasvæði...


ree

... sem leynir á sér... eins gott að fara varlega hér...


ree

Litið til baka...


ree

Grænsdalur útbreiddur... hann er mun fegurri austan megin en vestan megin...


ree

Sokkatindur framundan...


ree

Hann mældist 248 m hár...


ree

Ofan af honum gengum við í næturhúminu með sólina sesta en næga birtu alla leið í bílana... yndislegt !


ree

Hellisheiðin hægra megin... Skálafell á Hellisheiði í skýjunum...


ree

Smá brölt í hliðarhalla en þessi leið er mjög falleg og þess virði að fara reglulega...


ree

Enn einn hverinn hér...


ree

Komin niður í byggð og í skógarlendi...


ree

Tindar... ofan við hópinn...


ree

Komin í Gufudalinn aftur... allra minnst frægastur af dölunum þremur en einnig mmjög fallegur... og verður genginn innar á næsta ári á þriðjudegi alla leið á fjallið Álút... kominn tími til að rifja þá þriðjudagsleið upp...


ree

Alls 6,0 km á 2:54 klst. upp í 275 m hæð hæst með alls 361 m hækkun úr 89 m upphafshæð...


Þjálfarar heyrðu í Kolbeini daginn eftir og fengu myndir og fréttir næstu daga... og örn hitti svo Kolbein á förnum vegi síðar í vikunni... við vonum innilega að brunasárið á ökklanum grói vel... þetta var fljótt að gerast og holl áminning um að stíga varlega til jarðar á þessu jarðhitasvæði sem er hér í öllum þremur dölunum ofan við Hveragerði... bataknús til Kolbeins.

 
 
 

Comments


bottom of page