top of page

Frá Miðdegishnúki að Hatti og Hettu á níu tinda leið um Sveifluháls.

Tindferð nr. 286 laugardaginn 4. nóvember 2023.


Í byrjun nóvember breyttu þjálfarar dagskránni næstu tvo mánuði þar sem Bára, þjálfari fór óvænt í liðþófaaðgerð... og var Hafnarfjallið sett á dagskrá þann 4. nóvember en þar sem miklum vindi var spáð þessa helgi á því svæði... og Hafnarfjallið er frekar erfitt uppgöngu í miklum vindhviðum... þó við höfum ótrúlega oft látið okkur hafa það í gegnum árin... fann Örn skásta veðursvæðið við Kleifarvatn svo miðhlutinn á Sveifluhálsinu og til suðurs varð fyrir valinu... frá Miðdegishnúki og eftir tindaröðinni að Hatti og Hettu og kringum Arnarvatn í bakaleiðinni...


Á þessari leið höfum við nefnt alla tindana sem verða á vegi okkar í fyrri göngum og því var tindaröðin þessi: Miðdegishnúkur sem er nafn á korti en svo koma okkar nafngiftir; Skarðatindur, Ketilstindur, Bleiktindur, Kleifartindur, Arnartindur, Seltúnstindur... og svo nöfnin sem eru á kortunum; Hattur og Hetta í Hverfjalli og til baka var svo farið um láglendið milli Sveifluhálss og Móhálsatinda sem er líka okkar nafngift yfir lægri tindaröðina sem liggur vestan við Sveifluhálsinn...


Alls mættu 11 manns og stemningin var með ólíkindum góð... ekkert nema hlátur og grín... og gleði enda heiðskírt og ljúft veður... sumarfæri og einstök birta eins og svo oft á þessum árstíma...


Alls voru gengnir 12,3 km á 6:03 klst. upp í 406 m hæð með alls 1.054 m hækkun úr 156 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr ferðinni hér og nafnalisti mættra undir hópmyndinni á miðri leið... og hlekkur á gps-slóðina neðst...
























Mættir voru:


Steinar R., Sighvatur, Óskar nýliði, Þórkatla og Þorleifur og neðri eru Aníta, Sjöfn Kr., og Fanney og svo fjallahundurinn Batman sem er orðinn líkur sér aftur og leikur á als oddi... Örn þjálfari tók mynd :-)



































Rjúpur þarna hvítar og fagrar... og Arnarvatnið í baksýn... svo fallegt...






































Fallegur furugróður hér á niðurleiðinni...




Sprungur í jarðveginum um allt á Reykjanesi... höfum fundið margar svona frá því jarðhræringarnar hófust í mars 2021...


Kærar þakkir fyrir frábæra göngu og einstaka gleði þennan dag...


23 views0 comments
bottom of page