Frískandi slagur á Úlfarsfelli
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- 7 days ago
- 1 min read
Æfing nr. 867 þriðjudaginn 23. september 2025

Úlfarsfell bauð sig fram úr því spáð var slagviðri og við vissumn af fenginni reynslu að ef veðrið er slæmt... þá er það helmingi verra á fjöllunum við Hellisheiðina... svo Stóra Reykjafelli var frestað og Úlfarsfellið tekið frá neðra bílastæðinu sunnan megin... sömu leið og við förum alltaf á Gamlársdag... og mættu 12 manns..

Þetta er eins og bekkjarmynd... fimmti bekkur B í Úlfarsfellsskóla... en það vantar Sighvat á myndina þar sem hann mætti óvart við skógræktina og misskildi lýsingar á leiðarvalinu...
Efri: Sjöfn, Guðjón, Hjörtur, Lilja Sesselja og Brynjar.
Neðri: Björg, Ragnheiður, Linda, Siggi og Örn.
Bára kennari tók mynd :-) - og hundar eru leyfðir í þessum skóla svo Batman fékk að koma með :-)

Ótrúlega frískandi að ganga svona í roki og rigningu... kannski sérstaklega af því það var svo hlýtt... við vorum himinlifandi og þakklát þegar niður var komið... og höfðum orð á því á leiðinni hversu dásamlegt þetta væri... eiginlega væri maður til í þetta annan hvern þriðjudag... og hinn má vera gott veður og við á dóli lengst uppi í fjöllunum...

Komin heim fyrir kvöldmatartíma rétt fyrir kl. 19... dásamlegt... með sælutilfinningu í líkamanum eftir röska göngu með ágætis hækkun í yndislegum félagsskap...
Alls 4,2 km á 1:06 klst. upp í 296 m hæð með alls 287 m hækkun úr 83 m upphafshæð.
Geggjaður þriðjudagur !
Comments