top of page

Gamlársdagsganga Kolbeins og Sigga 2023 á Úlfarsfell

Gamlársdag, sunnudaginn 31. desember 2023.


Það er komin hefð á göngu á Gamlársdag fyrir tilstilli Kolbeins og Sigga. Frábært framtak og var þetta fjórða árið í röð ef ekki þetta fimmta og alltaf vel heppnað, fínasta veður og glimrandi stemning.


Frost, sól og snjór... ekki hægt að biðja um meira... nema kannski svigrúm því það var mikill fjöldi á fjallinu þennan dag eins og nú er orðið alla daga...


Skálað var því ekki á tindinum eins og vanalega þar sem Fjallafélagið var þar fyrir heldur við jólatrén hans Kolbeins sem átti vel við og í leiðinni var kveikt á stjörnuljósum og blysum fyrir hópmyndina. Kolbeinn bauð svo upp á heimagerðar flatkökur frá móður sinni og heimareykt hangikjöt sem var í safaríkum bitum ofan á þeim... algert sælgæti og alger snilld !


Alls 4,3 km á 1:48 klst. með alls 281 m hækkun upp í 317 m hæð.


Ljósmyndir úr göngunni og nafnalisti á hópmyndinni neðst:


















Mættir voru: Kolbeinn, Egill, Sjöfn Kr., Siggi, Linda, Sighvatur, Guðmundur Jón, Fanney, Sigríður Lísabet, Gerður Jens., Katrín Kj., Birgir, Þórkatla og Örn en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn.


Englar á ferð og ekkert annað... hvílík forréttindi að eiga þetta fólk að sem göngufélaga árum saman :-)

20 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page