top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Gláma og Þjófagil... hvílík fegurð !

Æfing nr. 760 þriðjudaginn 20. júní 2023.


ree

Enn ein ný leið var farin á þriðjudegi á bjartasta tíma ársins... 20. júní...


ree

Ískaldur stífur vindur lá yfir Eyrarsveitina... og við vorum orðin kappklædd og veðurbarin í byrjun göngunnar...


ree

Gláma er víðfeðmt fjall með heilmikið landslag uppi...


ree

Litið til baka... sjá Akrafjallið úti á hafi... Eyrarvatn og Glammastaðavatn... og Skarðsheiðina hægra megin...


ree

Úff... miður júní og það var ískalt og hvasst... hvurs lags sumar er þetta...


ree

Magnað útsýni á miðri leið upp...


ree

Flott mæting... Agnar, Sigrún Bj., Sighvatur, Linda, Sjöfn kr., Katrín Kj., Silla, Brynjar, Þorleifur, Aníta, Þórkatla, Gerður jens., Kolbeinn og Örn og Batman var eini hundurinn... en Bára tók mynd...


ree

Gláma mældist 507 m há... mjög gaman að bæta henni í safnið...


ree

Þjálfarar vildu helt skoða gil sem þeir vissu af i Glámu sem rennur i stóra gljúfrið milli Glámu og Söðulfells... en við vorum næstum því búin að sleppa því vegna stífs vindsins og kuldans... en gerðum það sem betur fer ekki... þar sem ballið byrjaði fyrst þar...


ree

Fengum okkur nesti ofan við Þjófagilið...


ree

... á meðan þjálfarar þreifuðu fyrir sér með leið niður eftir gilinu og út með gljúfrinu en þetta er bratt og mjög klettastallað og auðvelt að verða innlyksa í þessu stóra landslagil... við höfum ekkert til að styðjast við af veraldarvefnum og lékum þessa leið eftir eyranu... eða réttara sagt landslaginu...


ree

Fín kindagata var meðfram Þjófagili niður eftir... kindurnar kunna þetta best...


ree

Í ljós kom þetta mjög svo tignarlega gljúfur...


ree

... em við röktum okkur eftir...


ree

Einstaklega fallegt...


ree

... og mjög gaman að skoða það...


ree

Komin að vegamótum gljúfranna... ekket nafn virðist vera á þessu gljúfri en hér niður rennur Geitabergsáin... en í kringum Geitabergsvatn fórum við í fyrra þegar gengið var á Söðulfell sem hér rís hægra megin... og það var ofan af því sem kvenþjálfarinn kom auga á Þjófagilið og ákvað að setja Glámu á dagskrá ári síðar...


ree

Nú var að vona að við kæmumst upp með að rekja okkur í hliðarhalla út með fjallinu og helst halda okkur uppi í hlíðunum ofan við byggðina og túnin í Eyrarsveitinni...


ree

Litið til baka eftir gljúfri Geitabergsár...


ree

Á miðri leið ofan þess var hrikalegt um að litast... og við stöldruðum vel við til að skoða og njóta...


ree

Komin áleiðis eftir miðjum hlíðum Glámu...


ree

Hér tók sumarið loksins upp tólið... og gaf okkur dýrindis friðsæld og lygnan kafla það sem eftir leið kvölds...


ree

Áning hér meðan þjálfarar könnuðu niðurgönguleið um neðra klettabeltið... og þar var fínasta leið...


ree

En það var svo freistandi að halda sig áfram í miðjum hlíðum og við gátum ekki betur séð en að hæðarlínurnar lengra út eftir lofuðu að við fyndum góða niðurgönguleið... svo við héldum okkur áfram uppi við...


ree

Mjög skemmtileg leið... og svo óskaplega fallegt og sumarlegt í þessum skærgræna lit og kvöldsólarlagi...


ree

Kindahjörð fór á undan okkur og smalahundurinn okkar misskildi aðeins hlutverk sitt þetta kvöld... en þær tóku mismikið mark á honum enda ekki mikill bógur... og margar stóðu bara kjurar og létu hann ekki smala sér út eftir dalnum...


ree

Litið til baka á Söðulfellið og gljúfur Geitabergsárinnar... mikið var þetta fallegt...


ree

Löng leið til baka og svo falleg... Þórisvatn hér hægra megin...


ree

Jú... aldeilis fínasta leið hér niður í sveitina... þetta var nú ekkert mál...



ree

Litið til baka um þessa fallegu sveit...


ree

Hamrabeltið í Glámu var ægifagurt...


ree

Söðulfellið vinstra megin og Gláma hægra megin...


ree

Við náðum að halda okkur uppi í hlíðunum alla leiðina og því með engan átroðning...


ree

Agnar bauð upp á skemmtilegar uppfléttingar á uppruna og ættartengsl í hópnum í lok göngunnar... mjög áhugavert...


Alls11,2 km á 3:42 klst. upp í 507 m hæð með alls 575 m hækkun... ótrúlega flott kvöld um nýjar slóðir og gullfallega sveit og tignarleg gljúfur... sjálft fjallið, Gláma féll eiginlega í skuggann af fyrrnefndu en þar spilaði veðrið samt inn í...



 
 
 

Comments


bottom of page