Æfing nr. 714 miðvikudaginn 10. ágúst 2022.
Gos númer tvö í Fagradalsfjalli hófst í ágúst 2022 og því var engin spurning að skoða það á næstu þriðjudagsgöngu en þá viðraði ekki vel og svæðið var lokað svo æfingu var frestað um einn dag til miðvikudagsins 10. ágúst en þegar á hólminn kom náðu þjálfarar ekki að komast á æfingu og því fóru þau saman sem gátu mætt þetta kvöld, alls sex manns... Elísa, Gylfi, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Linda og Siggi og áttu fallegt kvöld við þetta magnaða sjónarspil...
Gangan endaði í 13 heilum kílómetrum á 4:40 klst. með alls x m hækkun upp í x m hæð úr x m upphafshæð... vel gert hjá þeim og frábært að kvöldið endaði með flottri göngu þó þjálfarar kæmust ekki... en lexían eftir þetta var sú að halda okkur við þriðjudagana, margir komast ekki á miðvikudögum enda miðast líf Toppfara við þriðjudagskvöldin... við eigum eftir að fara upp að þessum gosstöðvum síðar í haust þegar myrkrið er mætt og eldarnir sjást betur en í dagsbirtu... engin spurning ! Takk þið öll sem mættuð og hélduð úti æfingu, vel gert :-)
Comentarios