Æfing nr. 778 þriðjudaginn 7. nóvember 2023.
Húsfellið er eitt af okkar uppáhaldsfjöllum á höfuðborgarsvæðinu og líklega sjaldfarnasta fjallið á svæðinu við Kaldársel... og því er oft gott að ganga á það þegar fjöldinn er allur á Helgafellinu...
Í nóvember skellur myrkrið á... við fáum dagsbirtu þegar við mætum kl. 17:30 fram í miðjan mánuðinn... en undir þann tuttugasta er komið myrkur svo þetta var næst síðasta gangan með smá glætu í byrjun göngunnar...
Frábær mæting eða 18 manns... það er mikill kraftur í hópnum á þessu ári og nýliðarnir margir mæta mjög vel... sama hvernig veðrið lætur eða leið er valin...
Uppi á Húsfelli var fínasta skyggni til borgarinnar með ljósin sín öll.... en vindurinn tók af fókusinn af myndunum... Örninn einn í göngum núna út árið og síminn hans ekki alveg eins góður í myrkurgöngunum og sími Báru þjálfara...
Mættir voru: Aníta, Björg, Brynjar, Dina, Jón St., Karen, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Njóla, Sighvatur, Sig´riður Lísbet, Sjöfn Kr., Valla, Þorleifur, Þórkatla og Örn og Batman var með líka.... vonandi næst betri hópmynd í næstu þriðjudagsgöngu !
Kominn er stígur alla leið á Húsfellið og Örninn tók hann í bakaleiðinni þar sem gott er að hafa þá leið slóðaða á gps því þegar myrkrið flækist fyrir og kominn er snjór á svæðið þá geta leynst gjótur undir sem ekki sjást vel... en annars höfum við hingað til farið fyrr upp hlíðarnar meira vestan megin í gegnum kjarr og lautir en þetta var fínasta leið...
Mikið stuð á hópnum og alltaf gaman...
Alls 10,7 km á 2:58 klst. upp í 298 m hæð með alls 347 m hækkun úr 81 m upphafshæð...
Gps-ferillinn hér settur á wikiloc þó við eigum slóðir frá 1. apríl árið 2008...
Comentarios