top of page

Hagavík að Búrfelli í Grímsnesi legg 7 #ÞvertyfirÍsland í logni og sól.

Updated: Jan 20, 2023

Tindferð nr. laugardaginn 3. desember 2022.


Hér skildum við við í blárri einstakri birtu þann 12. nóvember þegar við gengum legg 6 frá Sleggjubeinsskarði að Hagavík við Þingvallavatn... og þá reis tunglið og speglaðist í vatninu... nú var sama kyrrðin að morgni fyrsta laugardags í desember... og fjöllin spegluðust í vatninu... en tunglið átti eftir að kíkja við á þessum stað í lok göngu síðar um daginn... þar sem við ferjuðum bíla milli upphafs- og endastaðar og sóttum bílana hingað á heimleið...


Sandfellið í baksýn hér... helmingur bíla kominn við Búrfellið og héðan lögðum við af stað... einstakt veður þennan veturinn... logn og heiðskírt dögum saman... frost í jörðu og allt hrímað... þetta hlýtur að vera lengsti stöðugi veðurkaflinn á suðvesturhorni landsins í langan tíma...


Botnssúlurnar fannhvítar í fjarska... þær kölluðu svo á okkur þennan dag... eins og Hekla... að Örn endaði á að bjóða upp á aukaferð á Vestursúlu og Norðursúlu helgina á eftir... ennþá sama veðrið... logn og heiðskírt... þetta er án efa besti veturinn í 16 ára sögu Toppfara...


Lagt af stað í birtingu... kl. 9:33... sólin ekki komin upp...


Botnssúlurnar...


Við byrjuðum á Likatjarnahálsi... og veltum fyrir okkur nafninu... lík í tjörn ? Jú, Þórkatla glöggvaði veraldarvefinn strax eftir göngu og komst að því að lík voru þvegin í tjörn sem nú er farin og var við þennan háls yfir grefrun,,, jáhá... magnað nafn ! Sjá endann í þessari samantekt um Líkatjörn:



Líkatjarnarháls fær að skrást sem sér tindur í safni Toppfara... og mældist x m hár...


Útsýnið yfir Hagavíkina af Líkatjarnarhálsi...


Birtan mjög falleg þó myndirnar séu dimmar... frost í jörðu og allt glitraði í morgunskímunni...


Að vakna með fjöllunum í mesta skammdeginu... keyra úr bænum í myrkri... leggja af stað í birtingu... og upplifa sólina koma upp eftir klukkutíma göngu eða svo... ganga meðan sólin er á lofti og sjá hana setjast... og keyra aftur í bæinn í myrkri... forréttindi sem eingöngu gefast á dimmasta tíma ársins... og veldur því að þetta er uppáhaldsárstími þjálfara á fjöllum...


Það bókstaflega glitraði allt í hríminu... frostinu... sólarupprásinni...


Gróðurinn hvítur af frosti...


Botnssúlurnar... já, þær toguðu ansi mikið í okkur...


Það var erfitt að sjá öll fjöllin hvít... og við bara á göngu í mosa og grasi... eitthvað rangt var við þetta...


En leiðin var falleg og mjög gaman að tengja þessa landshluta saman með þessari þverun... við sem höfum mætt í þessar göngur erum komin á bragðið... nú getum við ekki hætt... bara verðum að halda áfram og sjá hvert landslagið leiðir okkur næstu árin... þvert yfir landið...


Frosnar tjarnir...


Mýrin frosin og vel fær...


Stráin hvít og frosin...


Sólin ekki ennþá komin á loft... en birtan löngu mætt...


Svo fallegt en erfitt að ná þessu á mynd...


Frosið lyng...


Farin að nálgast Súlufell... Stapafellið og Hrómundartindur farin að koma í ljós í suðri...


Ölfusvatnsáin... við vissum að við þyrftum að vaða hana... og þjálfari giskaði á 1 - 2 vöð í viðbót þennan dag...


Bókstaflega ekkert mál að vaða þetta... á engan hátt erfiðara en að sumri...


Reyndar enginn snjór á bökkunum sem gerði þetta líka léttara og líkara sumri en ella...


Heimamaður heilsaði upp á hópinn og var forvitinn að vita hvaða jólasveinar væru þarna á ferð... leist vel á hópinn og kemur vonandi bara í klúbbinn... ef hann vill skrítnar göngur og tilraunakenndar... nú, þá er hann á réttum stað :-)


Ölvusvatnsgljúfrið og áin að baki og við komin upp á hálsinn austan megin... stefnan tekin á Náttmálahnúk...


Jólahðúfur og jólahlaðborð í þessari göngu þar sem þetta var hin formlega jólatindferð í desember... og við stálheppin með algert logn og heiðskíru...


Skemmtilegur kafli hér... það munar svo miklu að fara hærra í landslagið og sjá yfir... láglendisgöngur eiga ekki við okkur almennt... en Þverunin er undantekning sem er gaman að njóta... á milli þess sem við höldum okkur á fjöllum... Hrómundartindur og Stapafell hér í fjarska...


Hengillinn hvítur lengst í burtu... nær Mælifellið fjórhnúka og Sandfellið ofan við Hagavík...


Ölfusvatnsfjöll komin í sólarroða morgunsins... þau eru reglulega á dagskrá á þriðjudagskvöldum...


Girðing að þvælast fyrir okkur... því lengra frá mannabyggð því einfaldari ganga... því nær mönnum því meira vesen...


Gengum meðfram girðingunni norðan við Súlufell...


Litirnir í mosabreiðunni á þessum kafla voru með ólíkindum... Sandfellið í baksýn...


Hrómundartindur... Stapafell... Hengillinn... þar sem við komum niður í síðustu ferð 12. nóvember í kyngimagnaðri ferð...


Fyrri nestispása dagsins... Kolka hennar Oddnýjar... og jólatréð hennar Ásu... svo fallegt... sjá hrímið á öllu í morgunsárinu...


Þjálfari veltir vöngum yfir því hvort ganga skal Kjöl eða Sprengisand... flestir fara síðarnefnda kaflann... vatnsminna og liggur beinna við... það er spurning...


Sólin mætti okkur þegar við lögðum af stað eftir nestispásuna... það var yndislegt...


Einstök birta í lágri vetrarsólinni...


Við stöldruðum við og nutum augnabliksins...


Gróður og grjót...


Upp og niður eina af rótum Súlufells...


Súlufellið... fórum það í janúar 2019... og janúar 2020... tveimur mjög ólíkum ferðum...




Yfir rætur Súlufells að norðan...


Farið að sjást í Náttmálahnúk... hann var meiri tindur en við áttum von á...


Hrímið eins og köngulóarvefur í frosinni moldinni...


Komin að Króksgljúfri... sem kom á óvart... mun fallegra en við áttum von á...


Villingavatnsá rennur niður um það...


Við gengum upp með því og komum að fossi...


Litið til baka...


Hingað verðum við að koma aftur að sumri á þriðjudagskveldi...


Örn fann leið niður í gljúfrið og ákvað að skoða aðeins inn eftir...


Mjög gaman að koma hingað... hulin perla...


Jæja... seinna vað dagsins...


Birgir M löngu búinn að finna góðan stað til að vaða yfir og Kolbeinn fór sína leið ofar...


Flestum fannst þetta kaldara vatn en í Ölfusvatnsánni... kvenþjálfaranum sem tók myndband af bæði vöðum fannst vatnið undarlega lítið kalt... þetta var hreinlega ekkert mál...


Við skulum alltaf vaða ár á hverjum vetri... til að halda okkur sterkum...


Mjög skemmtilegur kafli að baki...


Komin upp úr gljúfrinu... Svartagil framundan skv. kortum og svo Náttmálahnúkur...


Við vorum að mestu í skugga þennan dag... sólin svo lágt á lofti að brekkurnar sunnan okkar tóku af okkur sólina... það var svo sem fyrirséð... þýðir lítið að láta það stöðva för... við náum aldrei að þvera landið ef við látum slíka hluti tefja eða fresta ferðum... verðum hreinlega að halda áfram...


Afslappað og rólegt andrúmsloft...


Menn reyndar eitthvað í öngum sínum yfir nestisnöldri kvenþjálfarans fyrr í vikunni... æj, já, sökkvum ekki niður í nöldrið... þjálfari dauðsá eftir því að vera að stressa sig á þessu... best að halda alltaf gleðinni og vera aldrei í tuðinu... þá er svo miklu skemmtilegra... og það var náttúrulega drepfyndið að gera bara endalaust grín að þessum óleik þjálfara... að hafa látið eitthvurt nöldur slá sig út af gleði-laginu... það gerist ekki aftur sko ! :-)


Þingvallavatnið í sólargeislunum... svo fallegt...


Búrfell í Grímsnesi framundan...


En fyrst var það Náttmálahnúkur...


... yfir Svartagil...

... sem reyndist ansi lítið og ekkert í líkingu við Króksgljúfur...


Litið niður eftir til norðurs...


Náttmálahnúkur hér... hann var í sólargeislum og við ákváðum að hafa jólahlaðborðið þarna uppi...


Greið leið eins og allan þennan dag...


Litið til baka...


Hrímið og litirnir...


Dekkað upp með jóladúk þjálfara og Pálínuboði... skrítið eftir covid... sem við erum samt að mestu búin að gleyma...


Ostar, kex, vínber, smákökur, laufabrauð, mandarínur...


... og alls kyns jólaöl...


Sólin hvarf í lok þessar síðari nestistíma og þá kólnaði hratt... svo við gengum okkur til hita yfir á Úlfljótsvatnsfjall...


Grenið og gróðurinn og grjótið... litirnir og formin... svo fallegt... það er eitthvað að okkur... við fáum ekki nóg af því að dást að þessu :-) :-) :-)


Komin í sólina en hún skein lárétt og skuggarnir voru eftir því...


Furuhríslur... mjög fallegt...


Mikið spjallað og mikið grín... yndislegur félagsskapur...


Úlfljótsvatnsfjallið er aflíðandi frá suðri... Búrfellið á hægri hönd...


Hundar dagsins... Myrra, Kolka og Batman... hann þeirra ráðsettastur og meira fjör í stelpunum... sem voru eitthvað að kýtast... en það var saklaust...


Komin á tind Úlfljótsvatnsfjall... það mældist hæst þennan dag... 248 m...


Á tindi þess var mjög fallegt útsýni niður á skátasvæðið við Úlfljótsvatn... og að fjallsrótum Búrfells í Grímsnesi þar sem við ætluðum að enda göngu dagsins...


Útsýnið til Þingvallavatns...


Úlfljótsvatn... og fjöllin norðar...


Alls 15 manns...


Efri: Sjöfn Kr., Vilhjálmur, Örn, Jóhanna D., Jaana, Þórkatla, Davíð og Birgir M. Neðri: Myrra, Oddný T., Kolka, Dina, Guðný Ester, Batman, Kolbeinn, Ása,Sigríður Lísabet og Bára tók mynd...


Yndislegt að ganga í sólinni niður af fjallinu... Ingólfsfjall í fjarska í suðri...


Fín leið hér niður að austan...


Smávegis skógrækt hér...


Litið til baka...


Furuskógur í myndun...


Litið til baka...


Græðlingar stafafuru um allt... hún er umdeild... en sú er falleg...


Mismunandi litir eftir þéttni...


Gegnum leiksvæði skátanna...


Þessi brú var ekkert mál... nema menn hikuðu og gerðu mál úr henni... þá varð hún mál...


Sleipt en vírinn gaf gott hald og það var best að stíga bara rösklega og ákveðið yfir...


Kálfstindarnir í roðanum...


Við vildum helst ganga um landið og ekki á vegi þó hann væri nálægt... og við yrðum að koma okkur upp á hann til að komast yfir brúna yfir Sogið...


... og lentum þá á ruslahaugunum...


Jæja... við erum nú einu sinni að þvera landið...


Úlfljótsvatnið...


Þungt landslag... frosið að hluta en gaf eftir...


Lækur og mýri... þetta var ekki einfalt að þvælast um...


Tærleikinn þennan dag...


Batman komst hér yfir en hann var allt í einu kominn hinum megin við lækinn og var í öngum sínum...


Við gáfumst upp á mýrinni og tókum hestaslóðann....


En hann endaði og þá var síðasti kílómetrinn tekinn á vegi... slíkt bíður okkar án efa reglulega þar sem við þurfum að eltast við brýr yfir stór vatnsföll...


Álftir á Soginu og Búrfellið í kvöldsólarroðanum... jebb... sólin var að setjast aftur... ótrúlega stuttur sólargangur...


Við þurftum að gæta þess að detta ekki í hálkunni á veginum...


Komin í bílana fyrir klukkan fjögur... um sólsetur... frábært... allir ánægðir að ná stuttum göngudegi þetta skiptið...


Tölur dagsins úr stóra gps-tækinu...


Úrið... flestir með lengra en kvenþjálfarinn...


Frá Búrfelli keyrðum við aftur í Hagavík...


... og náðum í bílana sem við skildum eftir um morguninn og keyrðum svo heim...

En tunglið brást okkur ekki... og kom upp ofan við Ölfusvatnsfjöllin áður en við lögðum í hann...


Töfrar Hagavíkur eru óumdeildir...


Aksturinn heim um Þingvallaleið var óskaplega falleg...


Alls 15,5 km á 6:21 klst. upp í 248 m hæst með alls 631 m hækkun úr 113 m upphafshæð...


Staðan í Þveruninni eftir sjö leggi...


Sjá nær hér... mjög gaman að sjá þetta !


Næsti leggur ef yfir Búrfell í Grímsnesi í janúar... og að Laugarvatnsfjalli var fyrst ætlunin... spurning hvort við höldum okkur ekki við það þar sem það er flóknara að vera nær byggð...


37 views0 comments
bottom of page