top of page

Helgafell í Hafnarfirði klúbbganga.

Æfing nr. 740 þriðjudaginn 31. janúar 2023.

Melding frá Sjöfn Kristins á fb-hópi Toppfara: "Þriðjudagsganga á Helgafelli. Þetta var dáltið fyndin ganga - sjaldan hafa verið færri, og þessir 5 sem mættu gengu í 3 "hópum" !


Við Dina mættum á planið 17:30, og sáum enga Toppfara, bara Rúbíkoninn hennar Njólu, en enga Njólu. Við gengum af stað 17:33. Mættum svo Njólu og Dodda sem höfðu þurft að þjófstarta allhressilega. Við nutum góðs af sporunum þeirra í nýja snjónum. Uppi á toppinum tókum við Dina hópmynd af okkur og lögðum af stað niður.


.... Þá mættum við Þórkötlu, sem hafði komið aðeins of seint og reynt að ná okkur allan tímann Að sjálfsögðu gengum við aftur á toppinn með Þórkötlu, og þá var tekin enn stærri hópmynd ! Frábær labbitúr í flottu veðri. 6 km hjá okkur Dinu - minna hjá Þórkötlu."


Frábært hjá ykkur ! Sem sé alls 6 manns, 6 km, vantar aðra tölfræði. #Þriðjudagsþakklæti kvöldsins eru spor félaganna sem fóru á undan sbr. frásögn Sjafnar :-)
29 views0 comments

Comentarios


bottom of page