Æfing nr. 777 þriðjudaginn 30. október 2023.
Skammidalur... úr hlíðum Helgafells í Mosó...
Sama góða veðrið var við lýði síðasta þriðjudaginn í október þegar gengið var á vinafjallið okkar þann mánuðinn... óhefðbundna leið frá Skammadal sem gefur aðra sýn á þetta fjall en sú hefðbundna frá bílastæðinu vestan megin...
Mættir voru eingöngu 14 manns... eftir svo góða mætingu á þessu ári þá þykir okkur skyndilega 14 manns vera lítið :-) ... af því það var svo gott veður... en það er ekki hægt að kvarta... frábær mæting á þessu ári og hópurinn sérlega öflugur þetta misserið...
Dásamlegt veður, logn, hiti aðeins yfir frostmarki, autt færi, gott skyggni... ljósaskipti og svo myrkur... þetta gátu ekki verið betri aðstæður...
Alls 4,3 km á 1:45 klst. upp í 236 m hæð með alls 311 m hækkun úr 110 m upphafshæð.
Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalisti við hópmyndina neðar:
Mættir voru 14 manns:
Efri: Valla, Jón St., Þórkatla, Guðmundur Jón, Brynjar, Inga og Sighvatur.
Neðri: Björg, Gerður Jens., Linda, Sjöfn Kr., Kolbeinn, Batman og Siggi en Örn tók mynd.
Varðan við hæsta tind sem heimamenn segja að sé ekki alveg hæstur samt heldur ásinn þarna handan við mýrina inni á miðju fjallinu...
Hundavinurinn hann Kolbeinn...
Takk fyrir friðsælt og fallegt kvöld... ekki hægt að biðja um meira á þriðjudagsgöngu í lok október... nú læðist myrkrið nær og um miðjan nóvember er orðið myrkur í byrjun göngunnar þar til við mætum síðari hlutann í janúar... þá tekur dagsbirtan aftur við kl. 17:30 og sigrar smám saman inn í nýja árið...
コメント