Tindferð nr. 281 föstudaginn 22. september 2023.
Hlöðufell átti að vera föstudagsfjallið í september... og það endaði sem föstudagsfjall en formlega föstudagsverkefnið féll niður í lok sumars því miður... en af einskærri þrjósku ætla þjálfarar helst að ná þeim öllum sem voru á dagskrá á árinu þó það sé á laugardegi eða sunnudegi... og enn eina helgina í röð viðraði eingöngu nægilega vel á föstudegi til fjallgangna...
Brekkan upp Hlöðufell er mjög löng og brött og lausgrýtt á köflum... hún tekur verulega í... en er fær öllum sem ganga á fjöll og hafa þolinmæði til þess arna... hér með Skriðu og Skriðutinda svo glæsilega í baksýn... vá, hvað við þurfum að fara að ganga á þessa Skriðutinda !
Skjaldbreiður hér snjólaus að sjá... þetta útsýni er magnað úr hlíðum Hlöðufells... fyrr að sumri er snjór í fjöllunum í kring... en í lok sumars er þetta allt meira og minna snjólaust...
Klettarnir í Hlöðufelli eru um allt...
Fámennt en góðmennt sem fyrr í þessari ferð... við náum nú orðið varla 2ja stafa tölu í tindferðunum... en förum frekar en að aflýsa því annars færum við aldrei... þetta er ekki sport fyrir hvern sem er... og það er krefjandi að vinna heila vinnuviku og taka svo annan frídaginn af tveimur í langa ferð upp á hálendið... ekki fyrir alla... en við erum háð þessu og viljum ekkert annað frekar...
Litið til baka... jebb... krefjandi... og langt...
Frábærir leiðangursmenn... Aníta, Leiknir, Maggi, Þórkatla, Tinna og Sighvatur en Örn var einn á ferð þar sem Bára var á vakt þennan dag...
Brúarárskörð hér í fjarska... milli Högnhöfða og Rauðafells... sem bæði eru komin í safnið en það er alveg kominn tími á þau bæði aftur...
Frábær frammistaða þennan dag... þessi ganga er stutt jú... en rífur ágætlega í...
Klettarnir... móbergið... grágrýtið... sagan...
Mögnuð náttúrusmíð...
Lengdin á brekkunni... þetta er ekkert drasl þessi leið sko ! :-)
KLettarnir í brekkum Hlöðufells með Skjaldbreiður í fjarska... hallinn meira að segja meiri en myndin sýnir eins og sést á Skjaldbreið...
Högnhöfði, Brúarárskörð og Rauðafell...
Rauðfell, Skriðutindar og Skriða... Hlöðuvellir og skáli FÍ þarna niðri...
Litið til baka enn ofar... klöngrið margslungið...
Komin í skárra landslag og minni bratta hér efst...
Uppi tekur við heilmikil ganga um breytilegt en grýtt landslag...
Ásar, hólar og hæðir...
Fíflast sem mest... þá er allt léttara :-) Tumi var að koma í sína fyrstu tindferð og stóð sig eins og hetja... frábær hundur :-)
Brekkurnar áfram upp en aflíðandi að mestu...
Berggangar og op um allt... stór og smá... hér er snjór yfir á mörgum stöðum fyrr að sumri til...
Ennþá að skera okkur upp með hlíðunum...
Tumi og Batman... þeir voru flottir saman tveir...
Veðrið var betra en spáin sagði til um... það hefði vel getað verið meiri vindur, smá rigning og þoka eða lélegt skyggni... en þetta var mergjað !
Efst var kalt og frostið farið að kræla á sér...
... enda farið í rúmlega ellefu hundruð metra hæð... það er svolítið annað en 700 - 800 metrar...
Bergið sagði svo mikla sögu um allt... ef maður bara hlustaði...
Þetta grjót... hér er slæm veður að mestu... og eins gott að vera harður af sér eins og grjót...
Stutt eftir á tindinn... aflíðandi og saklaust...
Stöðumælirinn á Hlöðufelli... Spaugarar settu upp stöðumæli á toppi Hlöðufells (mbl.is) ... spurning hver á heiðurinn...
... vel festur og stenst greinilega enn af sér öll veður... það er aðdáunarvert með meiru !
Sérlega skemmtilegt og vekur alltaf kátínu þeirra sem hér koma...
Tindurinn í 1.195 m hæð... kalt en lygnt og mergjað útsýni ! Örn tók lítið af myndum enda nóg að leiða gönguna... en hér sést til Klakks, Vestari og Eystri Hagafellsjökuls í Langjökli og Jarlhettnanna sem ætlunin er að ganga síðar í haust...
Þórkatla fagnaði 60 ára afmæli sínu á Hlöðufelli og bauð félögunum upp á heitt kanilsíróp og rúllutertu ofl. í lok göngu... til hamingju með daginn elsku besti göngufélaginn okkar og takk fyrir dásamlega vináttu þína, fjallaástríðu og félagsskap... við erum heppin að hafa þig innan okkar raða
Rauðafell, Skriðutindar og Skriða... og líklega Tindaskagi og hinir fjallgarðarnir norðan Þingvallavatns... komin í mikla hæð og mikið að sjá...
Rautt og brúnt... litir í riddarapeysu ?
Niðurleiðin var skjót og greið svipaða leið til baka... ekkert vatn og nánast enginn gróður...
Dásamlegt að spjalla á þessum kafla í göngunum...
Meiri eljan í þessum hópi... við náðum fjórum tindferðum í september þetta árið... það er meira en að segja það...
Landslagið síbreytilegt þrátt fyrir allt grýtið...
Högnhöfði, Rauðafell og Skriðutindar...
Þessi svorfna hlíð minnti á Festarfjall á Reykjanesi... og Brennisteinsöldu uppi á hálendi... Kálfstindur í baksýn...
Komin að brúninni þar sem langa, bratta brekkan byrjar... eins gott að hafa gps-punkt á þessum stað í þoku... engin leið að ganga á þetta fjall nema með gps ef ekki er skyggni...
Við tókum þetta á sömu gleðinni og á uppleið :-)
Snillingar þetta lið !
Hundarnir léku sér að þessu...
Létt yfir mönnum og allir skemmtu sér konunglega... enda tignarlegar slóðir... allir að koma hér í fyrsta sinn nema Aníta sem var hér síðast 17 ára gömul með skólafélögum sínum... og fleiri ?
Fínasta leið niður og mun léttar en á uppleið...
Lausgrýtt á köflum en stígurinn ágætur og menn pössuðu grjóthrun þegar þurfti...
Já... hún er löng þessi brekka...
Komin niður og ekkert nema sigur í hjartanu...
Frábært að ná þessu og langt í frá sjálfgefið að fá þetta skyggni !
Veitingarnar hennar þórkötlu voru dásamlegar í lok dags... takk fyrir okkur elsku besta :-)
Hlöðuvellir á vegum FÍ: Skáli: Hlöðuvellir | Ferðafélag Íslands (fi.is)
Kyrandi á heimleið kvaddi Hlöðufellið með sínum mikla glæsileik... þokan og rigningin og slagviðrið sem spáð var þessa helgi var að mæta á svæðið... og það rigndi á heimleið... við nýttum þennan dag vel og þessa helgi með þessum fallega föstudegi enn og aftur á þessu ári...
Alls 7 km á 4:39 klst. upp í 1.195 m hæð með alls 779 m hækkun úr 460 m upphafshæð.
Frábær ferð og dásamlegt að ná einni svona stuttri þar sem komið var snemma í bæinn :-9
Comments