top of page

Hrífandi Hróarstindar

Tindferð nr. 288 sunnudaginn 19. nóvember 2023.


Vegna fjölda áskorana bauð Örn upp á göngu á Hróarstinda í Hafnardal í fjórða sinnið í sögu klúbbsins. Í þetta sinnið var heiðskírt veður og autt færi þó kominn væri fram yfir miðjan nóvember og gripu níu manns tækifærið enda nokkrir mættir sem uppgötvuðu fegurð þessara fjallatinda í mögnuðu göngunni á Blákoll og félaga milli Hafnarfjalls og Skarðsheiðar 1. maí á þessu ári.


Leiðin var greiðari og færið saklausara en við áttum von á og keðjubroddarnir ekki teknir upp sem var með ólíkindum. Glæsileg leið frá fyrsta skrefi til hins síðasta... á brú yfir Hafnarána og svo gegnum gilin tvö milli Hafnarfjallsaxlar, Giljatungu og Hróarstinda áður en brattar og grýttar brekkur Hróarstinda tóku við. Uppi er útsýni og landslag stórfenglegt til allra átta og snjófölin sem lá í efstu tindum skreytti heilmikið þennan efsta kafla leiðarinnar.


Alls 13,6 km á 6:10 klst. upp í 792 m hæð með alls 1.025 m hækkun úr 55 m upphafshæð.


Fullkominn dagur hvað varðar veður, færi, landslag, útsýni og félagsskap. Takk fyrir elskurnar !


Allar myndir hér fyrir neðan og nafnalisti við hópmyndina á tindinum:
Mættir voru:


Þórkatla, Gerður Jens., Birgir, Þorleifur, Jaana, Dína, Ragnar, Steinar R. og Sjöfn Kr. en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn.Gps-slóð af leiðinni frá árinu 2016 hér: Wikiloc | Hróarstindar 051116 Trail


Fyrri ferð 2010 er úrelt þar sem upphafsstaður er breyttur NB.

21 views0 comments

Comments


bottom of page