top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Hrútaborg var fjórða föstudagsfjallið á árinu í logni og hlýju en þokuslæðingi.

Tindferð nr. 269 föstudaginn 16. júní 2023.


Loksins komst Hrútaborgin að á föstudegi... nægilega gott veður og nægilega margir sem vildu fara... þetta er eitt af uppáhaldsfjöllum Arnarsins... stutt ganga en brött og heilmikið brölt...


Logn og hlýtt en þokuslæðingur sem læddist um fjöllin allan daginn... hér til Fögruhlíðarhnúks, Vatnsdalshnúks og Hrafnatinda... í átt að Kolbeinsstaðafjalli þar sem Tröllakirkja ræður ríkjum...


Til Hrútaborgar... hún læsti þokunni í sig... og hristi hana svo af sér þess á milli...


Fámennt í föstudagsfjallgöngunum... en afskaplega góðmennt... Sighvatur kom sem gestur í þessa göngu en skráði sig svo í klúbbinn í kjölfarið...


Þórkatla, Fanney, Silla, Sighvatur og Aníta en Örn tók mynd og Batman var með...


Mergjað fjall... hömrum girt allan hringinn en fært upp bak við það... og svei mér þá ef það er ekki líka fært hérna megin... við ættum að kanna það einhvern tíma...


Mergjuð mynd af Anítu og Batman með fjall dagsins í baksýn...


Uppi beið okkar þokan... því miður...


... en leiðin er kyngimögnuð upp þessa kletta bröltandi eins og færi leyfir...


Fyrst inn eftir og undir hamrana og svo upp... ekki hægt að styðjast við gps-slóð nema gróflega þar sem klöngrast þarf upp klettana eins og þeir bjóða manni pláss...


Hér höfum við farið tvisvar að vetri til... þetta var fyrsta sumarferðin og löngu kominn tími á slíka...


Lauflétt í sumarfærinu... allt annað en þegar allt er hér helfrosið...



Svolítið flóknara í svona færi... allt klakað og svellað... frá ferðinni 11. nóvember 2012 sem var fyrsta ferðin hér upp: Tindferð 87 Hrútaborg - Steinahl (toppfarar.is)


Komin upp... mergjað !


Uppi læddist þokan um og gaf og tók útsýnið eftir hentugleika sínum og ófyrirsjáanleika...


Ofan af Hrútaborg er einstaklega mikið útsýni til allra átta... en það naut sín því miður ekki sem skyldi þennan dag þó það glitti nokkuð vel í það á köflum...


En þetta var veisla engu að síður... og dásamlegt að vera hér í stuttbuxum og logni...


Hrafnatindar sjást hér...


Frábær hópur og allir glaðir... Sighvatur, Þórkatla, Silla, Aníta og Fanney með Batman smalahundi sem sá auðvitað um að smala öllum hér upp :-) Hrútaborgin mældist 776 m há...


Nesti á tindinum... ekki sjálfgefið í svona góðu veðri...


Fanney tók fjöllin í nefið þegar hún byrjaði með okkur og er orðin mjög sjóuð útivistarmanneskja eftir 2ja ára veru í klúbbnum... Aníta er á góðri leið með að gera það sama... svona nýliðar eru svo gefandi að fá í klúbbinn... takk fyrir að vera til og koma á fjöll með okkur...


Heggstaðamúli í skýjunum þarna niðri og svo Hrossaköst, Hróbjargastaðafjall og Sóleyjartindur... við erum búin að vera á leiðinni á þessa tinda árum saman...


Í grænni lautu...


Hey... útsýni ! Það var vinna að grípa það þegar það gafst :-)


Niður aftur skemmtilegu leiðina...


Mergjuð leið !


Já, bratt en vel fært... og veisla fyrir klifurkettina...


Í stað þess að fara niður sömu leið... úr því veðrið var svona gott... og enginn að flýta sér heim... þetta var jú föstudagsfjallganga sem eiga að vera stuttar göngur og tiltölulega léttar... að þá var ákveðið að taka aukakrók út á Steinahlíðina og ganga á Fögruhlíðarhnúk, Vatnsdalshnúk og Hrafnatinda sem er ágætis hringleið til baka...


Hér sjást umræddir þrír tindar ofan af Steinahlíðinni... en nafngiftir þessar koma af kortum og frá Reyni Guðbjartssyni sem gert hefur mjög flott kort af Snæfellsnesi en hann hafði samband við okkur á sínum tíma og lét okkur fá þessi nöfn þar sem við klifum þá ónafngreinda árið 2012...


Tröllakirkjan að birtast úr þokunni vinstra megin...


Tröllakirkja vinstra megin... Fögruhlíðarhnúkur hægra megin...


Tröllakirkjan er snarbrött... en einnig vel fær í ágætis klöngri... eins og við komumst að árið 2013... þá líka í vetrarfæri 5. október árið 2013... meiri dugnaðurinn í okkur...


Hrútaborgin ennþá í skýjunum efst... þegar litið var til baka...


Gengið eftir Steinahlíðinni...


Nafnlaus tindur... Fögruhlíðarhnúkur... Vatnsdalshnúkur...


Hrútaborgin búin að rífa af sér !


Og þá hófst klöngrið aftur... létt til að byrja með...


Þessi tindur öskraði á okkur... og er ekkert síðri en Tröllakirkjan og Hrútaborgin...


Litið til baka...


Fínasta brölt til að byrja með...


Greiðfært í sumarfærinu...


Heilmiklir litir í þessum fjöllum...


Þó nokkuð klöngur í bratta efst... rennan hér...


Kletturinn við efsta tind... þetta minnti heilmikið á Tröllakirkjuna...


Hér komast ekki margir í einu...


Mergjaður tindur ! Fögruhlíðarhnúkur mældist 828 m hár...


Batman kominn niður... hann þurfti smávegis aðstoð niður...


Rennan niður aftur...


Þetta er geggjað gaman !


Niður og að Vatnsdalshnúk... en hér kom þokan aftur...


Þessi minnti á Kjeragbolten í Noregi... en hann er spennandi verkefni fyrir alla ólofthrædda... þjálfarar skjálfa ennþá við tilhugsunina... en af honum er 1 km fall niður...


Vatnsdalshnúkur mældist 830 m hár...


Tröllfengið landslag og mjög fallegt í þokunni...


Klettaaugu og dulúð...


Þá voru eingöngu Hrafnatindar eftir niður á láglendið aftur...


Þeir eru svartir að lit og réttnefndir eflaust...


Mjög fallegur endir á göngunni... en ef gengið er á Tröllakirkjuna þá eru þeir flott byrjun á uppleið... það er löngu kominn tími á hana aftur... Örn bíður eftir góðum degi og blæs til brottfarar...


Þokunni létt í bili...


Heggstaðamelar, Hnúkar þessir tveir þarna niðri og svo Hlíðarvatn og Þverfell...


Hrafnatindar að baki... þeir mældust 745 m háir...


Alls 13,3 km á 6:23 klst. upp í 828 m hæst með alls 942 m hækkun úr 101 m upphafshæð.


Glæsileg föstudagsfjallganga sem dýrmætt var að ná... Hrútaborg og félagar eru þess virði að heimsækja reglulega... takk öll fyrir mætinguna og gleðina og þakklætið... alltaf svo gaman með ykkur !

111 views0 comments

Comments


bottom of page