top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Hreggnasi, Miðfell, Bárðarkista, Blákolla, Geldingafell vestra og Svörtutindar Snæfellsnesi

Tindferð nr. 307 sunnudaginn 12. maí 2024


ree

Við tókum smá áhættu loksins þegar við sáum færi á að komast á þessi fjöll yst á Snæfellsnesinu... eftir að hafa margfrestað þessari göngu vegna veðurs síðustu vikur... alltaf rok og kuldi á Snæfellsnesi meira og minna í vor... og þolinmæðin var á þrotum... af því það rættist heldur betur úr veðri á Snæfellsnesinu á uppstigningardegi 9. maí... og því tókum við smá áhættu... áhættu sem við ætluðum í raun ekki að taka þar sem þetta er svo langur akstur... en Bára þjálfari komst ekki á Hafnarfjallið og var loksins í heilu helgarfríi þessa helgi... og það hafði líka áhfir... en því miður fengum við ekki það skyggni sem við hefðum viljað...



ree

Þetta gat brugðið til beggja vona... skýjað jú... en lygnt og þurrt og milt veður... en samt var rigning stóran hluta akstursleiðarinnar... og jú, það var smá rigning í kortunum og hún hafði heldur betur bætt í frá laugardagskveldinu fram á sunnudagsmorguninn... en við enduðum á að fá ekki rigningu... en þoku og lítið skyggni...


ree

Akstursleiðin út eftir Snæfellsnesi er alger veisla allan tímann...


ree

Jökullinn sunnan megin við hann... það hefði verið magnað að hafa hann tæran fyrir framan okkur í göngunni þennan dag...


ree

En þegar við keyrðum að fjallsrótum Snæfellsjökuls vestast á Snæfellsnesi var hætt að rigna... rétt áður... og það var þurrt þegar við lögðum bílunum og klæddum okkur í... það var mikill léttir...


ree

Lítið sást til fjalla... við ákváðum að vera vongóð... þetta gat vel létt á sér og opnast... það var stutt í það...


ree

Hér sést aðeins í Geldingafellið... já, það var bratt...


ree

Við lögðum af stað kl. 10: 57... breyttum brottfarartímanum úr 07 í 08 af því þetta var sunnudagsmorgun... en ef við hefðum vitað hversu seint við yrðum á heimleið þá hefðum við líklega viljað leggja frekar af stað kl. 07...


ree

Það blés svolítið og var nokkuð kuldalegt þegar við lögðum af stað frá bílunum... en sá kuldi hvarf um leið og fyrsta skrefið var tekið og við önduðum að okkur sumrinu sem stafaði af vaknandi gróðrinum...


ree

Fjallasýnin var mögnuð þegar þokan lyfti sér aðeins...


ree

Falleg birta um leið og aðeins létti til og sterkir litir í landslaginu...


ree

Fyrsta fjallið var Hreggnasi... fjölfarið... stikað og slóðað hinum megin um Klukkufoss... en við tókum þessa aðkomu þar sem hún hentaði betur fyrir hin fjöll dagsins...


ree

Töfrandi ríki eldfjallsins allt í kring...


ree

Uppi á Hreggnasi mætti þokan okkur... því miður...


ree

Komin á stikaðan stíg síðasta kaflann upp Hreggnasa...


ree

Gleðin var með ólíkindum þennan dag... ekkert gefið eftir í henni og fúllyndi þokunnar smitaði okkur nákvæmlega ekkert...


ree

Hreggnasi mældist 482 m hár og var fyrsti tindur dagsins af sex... og jafnframt fyrsti tindur í 17 fjalla á 17 dögum áskoruninni sem hófst þennan dag... #17fjöllá17dögum


ree

Niður sömu leið til að byrja með og yfir á Miðfellið sem var númer tvö í röðinni...


ree

Í þokunni þá veitir maður landslaginu nær sér mikla athygli...


ree

Auðvitað létum við þetta grjót verða okkur til skemmtunar :-)


ree

Miðfellið var greiðfært...


ree

Milli fjalla opnaðist í smá tíma skyggni niður til sjávar... útsýnið af þessum fjöllum er einstakt svona á ysta hluta Snæfellsness... það var grátlegt að vera loksins komin hingað og geta ekki séð niður eftir fjallshlíðunum...


ree

Heilmikill snjór enn í fjöllunum...


ree

Mastrið á Miðfelli... ljómi fjallgangnanna hverfur eins og dögg fyrir sólu þegar svona mannvirki verða á leið okkar...


ree

En við létum það auðvitað verða okkur bara tilefni til skemmtunar... þessi ferð var jú okkar djamm :-)


ree

Miðfellið mældist 408 m hátt og var alveg í þoku... fjall tvö þennan dag...


ree

Þriðja fjallið var Bárðarkista... hún var sérlega brött... og það var erfitt að sjá ekkert afstöðuna í landslaginu... þjálfarar studdust við gps-slóð frá Jóni Oddssyni sem farið hafði bara beint upp brattann við kistuna...


ree

Sú leið hentaði okkur vel þar sem við áttum erindi við sex fjöll þennan dag...


ree

Krefjandi bratti sem tók vel í...


ree

Við þéttum hópinn reglulega og Örn var sallarólegur þó sá grunur læddist að þjálfurum að leiðin væri ekki fær í þessari þoku eða þessum snjó...


ree

Snjórinn var samt mjúkur og leiðir virtist vel fær...


ree

Ofar fór að sjá í klettana hrikalegu sem skreyta Bárðarkistuna...


ree

Mikið brölt og klöngur... hér þurfti að stíga varlega en alltaf greiðfært og gott hald í jarðveginum...


ree

Brattinn var mikill á kafla og klettarnir undirstrikuðu fegurð Bárðarkistu þó við fengjum lítið að upplifa hana í heild í þessari þoku...


ree

Kaflaskipt upp brattann en þessi mosi var yndi...


ree

Litið til baka...


ree

Alltaf fært og engin hindrun...


ree

Stundum aðeins handan við björg eða undir gil...


ree

Okkur sýndist þetta sleppa vel...


ree

Komin allavega upp hér... en skyldi svo vera ófært alveg upp... vorum við að lenda í sjálfheldu og þyrftum að snúa við ?


ree

Þetta var allavega magnaður staður að koma á og þess virði sama hvað þótti okkur...


ree

Hrikalegt landslag og mjög stórbrotið... hér hefði verið magnað að vera í skyggni...


ree

Við skoðuðum stafninn á kistunni og vorum agndofa yfir stærðinni á þessu klettabelti...


ree

Magnaður staður og leið sem við verðum að endurtaka í skyggni !


ree

Litið til baka...


ree

Upp á allt og út um allt :-) Þetta á að vera gaman !


ree

Sjöfn er með ólofthræddustu göngumönnum klúbbsins... mergjaður félagi !


ree

Hópmynd hér... til að reyna að fanga landslagið... þetta endaði á að vera eina hópmyndin... skyggnið var slíkt að það kallaði aldrei á að taka hópmynd þennan dag... agalegt :-)


Gerða Fr., Birgir, Kolbeinn, Þórkatla. Fanney, Aníta, Sjöfn, Örn og Jaana en Batman er fremstur og Bára tók mynd :-)


ree

Við vorum ekki komin á efsta tind Bárðarkistu.... en klettar, brúnir og hryggir um allt...


ree

Einstakt landslag og mikil fegurð uppi á kistunni...


ree

Við tóku fjallsbrúnir Bárðarkistu áleiðis á hæsta tind...


ree

Grátlegt að vera í þessari þoku...


ree

... og eins gott að fara ekki fram af...


ree

Hæsti tindur Bárðarkistu í augsýn...


ree

Mjög falleg leið og greiðfær öllum...


ree

Ílangt og svipmikið landslag...


ree

Mikil sverfun og mótun...


ree

Hæsti tindur Bárðarkistu mældist 683 m hár...


ree

Ef við bara hefðum fengið smá útsýni hér...


ree

Niður af Bárðarkistu hófst leitin að Blákollu...


ree

... sem var útsýnisnös af meginlandi Bárðarkistu...


ree

Geggjuð leið !


ree

Risavaxnir klettar...


ree

Við verðum að koma hér aftur síðar...


ree

Snarbratt niður...


ree

Klettanasir niður eftir...


ree

Litið til baka... þetta minnti á Lómagnúp...


ree

Þegar hér var kíkt niður... þá stungust grónir klettar út úr hlíðunum...


ree

Við vorum að njóta þrátt fyrir þokuna...


ree

Magnað !


ree

Blákolla mældist 540 m há en við erum ekki viss nákvæmlega hvar hún var... ein af þessum klettum sem stingast úr úr Bárðarkistu ?


ree

Stundum þynntist þokan og það koma falleg birta...


ree

... en aldrei mikið útsýni...


ree

Ofan af Bárðarkistu fórum við yfir á Geldingafell vestra...


ree

Milli fjalla voru leysingar og heilu tjarnirnar og vötnin...


ree

Mjög fallegt í þokunni...


ree

Heilmikil bleyta...


ree

Fljótlega tók snjórinn við utan í Geldingafelli vestra...


ree

Stundum mjög blautur en engin hindrun...


ree

Töfrarnir voru til staðar í þessu umhverfi...


ree

Þjappaður snjór eftir snjóflóð...


ree

Við fórum undir og með norðurhrygg Geldingafellsins...


ree

Snjókletturinn skrítni !


ree

Hækkuðum okkur smá upp áður en uppgangan hófst... en hér tókum við nestispásu áður en krefjandi fjallgangan á Geldingafellið hófst...


ree

Mjúkt færi og vel fært...


ree

Heilmikill bratti og krefjandi leið...


ree

Í hliðarhalla lengstum og þetta tók vel á...


ree

Stundum var klaki í jöðrum skaflanna eins og alltaf að vori og sumri...


ree

Örn reyndi að velja bestu leiðina fyrir hópinn og ákvað að fara ekki beint upp á hrygginn ef hann skyldi vera ófær efst...


ree

Hann studdist við gps-feril frá Jóni Oddsyni en hann og Ísleifur Árnason eru helst þeir sem eru með gps-ferla nú orðið á wikiloc á sjaldfarin fjöll sem við erum að eltast við... takk strákar... þið eruð snillingar !


ree

Lungamjúkur snjórinn...


ree

Þessi leið hefði ekki verið fær í hörðu vetrarfæri...


ree

Varlega... og af yfirvegun...


ree

Brattinn var stundum ansi mikill...


ree

Hér beint upp... stutt í tindinn...


ree

Smá gleðihópmynd hér ! Jú... heyrðu... við tókum aðra hópmynd !


Örn, Kolbeinn, Birgir, Sjöfn Kr., Aníta, Fanney, Gerða Fr., Jaana og þórkatla en Bára tók mynd og Batman var að leita að leið ofar...


ree

Örn tók líka hópmynd frá sínum sjónarhóli...


ree

Síðasti kaflinn upp...


ree

Bratt og heilmikið klöngur en vel fært í mjúkum snjónum...


ree

Þessi leið var alvöru...


ree

Stutt eftir...


ree

Komin upp... sem betur fer var pláss og fínasta landslag uppi !


ree

Feginleikurinn var áþreifanlegur... þessi uppganga var ekkert slor...


ree

Hæsti tindur aðeins til austurs í þokunni...


ree

Og hryggurinn sá var óárennilegur svo það var ágætt að við héldum okkur við gps-slóðina hans Nonna...


ree

Hæsti tindur Geldingafells vestra var 838 m hár...


ree

Klöngrast upp á tindinn... eins gott að við sáum ekki niður :-)


ree

Jæja... var sama skelfilega leiðin niður hinum megin ? Kvíðinn var þarna... uppleiðin var erfið...


ree

Við byrjuðum á að afvegagleiðast léttustu leiðina út á tanga á hryggnum...


ree

En leiðréttum okkur svo rétta leið og Bára fullyrti að niðurleiðin væri skárri en uppgönguleiðin... og það reyndist rétt...


ree

Einhverra hluta vegna vorum við enga stund niður...


ree

... í lungamjúku færi...


ree

Fljótlega komin í autt færi... sem var lungamjúkt eins og snjórinn...


ree

Skaflar á leiðinni...


ree

... og hraun...


ree

Litið til baka...


ree

Niður komin á engri stundu...


ree

Við tóku vorleysingarnar á heiðinni milli fjalla...


ree

Við tókum lengri krók að gígunum tveimur en við áttum von á... en þeir voru flottir og þess virði að heimsækja...


ree

Létum landslagið leiða okkur áfram...


ree

Síðari gígurinn... þeir heita Svörtutindar... af því frá þjóðveginum eða láglendinu rísa þessir gígar eins og hvassir tindar...


ree

Fór til baka til að ná útlitinu á þessum gíg...


ree

Ó, nei... enn ein brekkan... við vorum alveg komin með nóg af brekkum þennan dag :-)


ree

Gígbarmarnir flottir og greiðfærir...


ree

Mjög falleg leið en því miður ennþá þoka...


ree

Svartir í mosanum...


ree

Niður síðari gíginn og upp hinum megin...


ree

Loksins... niður í mót... það sem eftir var...


ree

Brátt fór að létta til...


ree

... og útsýnið að opnast...


ree

... og við fórum að sjá fjölliln sem við höfðum gengið á þennan dag...


ree

Mjög gaman að sjá loksins eitthvað !


ree

Yndislegt...


ree

Miðfell sést hér og Bárðarkista...


ree

Lungamjúk leið en krefjandi því við vorum orðin þreytt...


ree

Miðfell og Bárðarkista...


ree

Þokan læddist aftur í fjöllin...


ree

Bárðarkista...


ree

Hrikalega flott !


ree

Við máttum vera ánægð með okkur... þessi ferð var afrek !


ree

Hreggnasi og Miðfell...


ree

Bárðarkista...


ree

Hreggnasi...


ree

Miðfell...


ree

Bárðarkista...


ree

Gígarnir niðri á láglendi... ekki okkar, Svörtutindar...


ree

Tjörnin í mosanum...


ree

Lækjarsprænurnar...


ree

Sumarlegt og yndislegt...


ree

Litið til baka... Geldingafellið og Svörtutindar í skýjunum áfram...


ree

Hreggnasi og Miðfell...


ree

Alls 16,4 km á 8:19 klst. upp í 838 m hæst á Geldingafelli vestra með alls 1.392 m hækkun úr 81 m upphafshæð.


ree

Tækin mældu þetta frá 16,4 - 19 km...


ree

Við vildum eiginlega ekki vita hvað klukkan var þegar við komum í bílana... framundan var 2,5 klst. akstur heim á sunnudegi... en hún var


ree

Hreggnasi og Miðfell voru einu fjöllin sem sýndu sig alveg þennan dag...


ree

Saxhóll...


ree

Gjöfult landslagið keyrandi heim...


ree

Spennandi tindar í fjöllunum...


ree

Stapafellið... árið 2012 fórum við langleiðina upp á það í miklum bratta og klöngri en komumst ekki alveg upp á topp... Tindferð 80 - Rauðfeldsgjá - Bot (toppfarar.is)


ree

Arnarstapi...


ree

Stafnafell á Helgrindarleið ?


ree

Tindur sem við þurfum að bæta í safnið... kannski er hann kleifur hinum megin ?


ree

Kambur á Helgrindarleið... hann er kominn á vinnulistann...


ree

Ljósufjöllin... alltaf í skýjunum...


ree

Hafursfellið... eitt svipmesta og formfegursta fjallið á Snæfellsnesi... eitt af okkar uppáhalds... enda farið nokkrum sinnum á það...


ree

Kolbeinsstaðafjall... þarna vorum við í byrjun maí á óþekktum fjallstindum norðan Hrútaborgar... ótrúlegt...


Hjartansþakkir fyrir mergjaðan dag og frábæran félagsskap þrátt fyrir þoku og ekkert skyggni !





 
 
 

Comments


bottom of page