top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Hryggurinn milli gilja um Barm að Grænahrygg

Tindferð nr. 276 laugardaginn 22. júlí 2023.


Árið 2016 smíðuðum við óhefðbundna leið um Barm og Hrygginn milli gilja að Grænahrygg þar sem farin er svo hefðbundin leið til baka um Halldórsgil... þessi leið var ólýsanlega falleg og enn þann dag í dag er Hryggurinn milli gilja uppáhaldsstaður þjálfara á þessu svæði...


Það var kominn tími á að endurtaka þessa leið... sjö árum síðar... og Örn sló til daginn eftir Hattfellið þar sem Bára þjálfari var að vinna þessa helgi... en þessi ferðasaga er frekar stutt og ekki ítarleg eins og sú frá árinu 2016 og vísum við í eldri ferðasögu til að átta sig begur á leiðinni fyrir þá sem vilja fara hana: Með fjöllum fegurstum Upp Barm (toppfarar.is)


Lagt er af stað frá sama bílastæði og er við Halldórsfellið... Kýlingar hér... en þarna eigum við eftir að ganga síðar...


Þegar komið er upp á Barm blasir Jökulgilið við í allri sinni dýrð... frá öðru sjónarhorni en hefðbundnum gönguleiðum á svæðinu... hér til Þrengsla... með Sveinsgilskjaft hér beint fyrir neðan...


... og hér niður eftir til Landmannalauga... Barmur þá hér þessi guli til norðvesturs...


Hópmynd ferðarinnar tekin með Hrygginn milli gilja í baksýn vinstra megin og Jökulgilið með Þrengslum, Hatti og Skalla...


Frábær mæting og einstakur andi í þessari ferð:


Efri: Gulla, Ása, Sighvatur, Olav Tombre gestur, Sjöfn Kr., Siggi, Sigrún Bj., Bergþóra gestur, Inga Lilja gestur, Njóla, Doddi, Maggi, Sigurður gestur og Þorleifur.


Neðri: Auður gestur, Inga Guðrún, Hildur gestur, Jaana, Aníta og Kolbeinn og Batman var eini hundurinn í ferðinni.


Svakalegt útsýnið yfir Jökulgilið...


Næst var að koma sér niður af Barmi um ægifagran hrygg sem við fundum árið 2016...


Formfagur og litríkur eins og allir þessir hryggir Jökulgils...


Ávalur og greiðfær þó tæpur væri kannski á smáköflum þar sem grjótið og sandurinn var harður... hér var gengið niður í veislu...


Hvílík litadýrð...


Endalaust tekið af myndum og fáar valdar úr... en samt margar myndir...


Komin niður í Sveinstilskjaft... þar sem Sveinsgilið opnast inn í Jökulgilið...


... og Sveinsgilsáin vaðin... ekkert mál og bara gaman...


Hér hófst gangan um Hrygginn milli gilja...


Ofan af honum liggur Jökulgilið á hægri hönd, vestan megin og Sveinsgilið á þeirri vinstri, austan megin... ef gengið er í þessa átt til suðurs að Grænahrygg...


Allir sprækir þennan dag og stór hópur á ferð þar sem Örn var eini fararstjórinn svo vel reyndi á að menn væru samstíga og réttu hver öðrum hjálparhönd aftast ef á þurfti að halda og það stóð ekki á því...



Örn með gamlan síma og myndirnar ekki þær bestu... stundum of dimmar og stundum of ljósar... þetta landslag átti betra skilið en svona er þessi tækni... nýr en samt gamall sími... og síðri en margir enn eldri símar... stundum fara tækniframfarirnar aftur á bak !


Þrengslin að nálgast... fegursti staður landsins...


Hvar sem horft var niður... blasti fegurðin við... Jökulgilið hér...


Litabrigðin í berginu og í þessum Hrygg milli gilja er með ólíkindum og breyttist í sífellu...


Kominn ágætis slóði og sífellt fleiri að fara hér um þó enn fari fáir miðað við hefðbundnar leiðir að Grænahrygg...


Litið til baka...


Hvöss horn og síbreytilegir litir einkenna þetta svæði...


... sem og ávalar bungur og mjúkar línur...


Bláhnúkur líklega að stingast þarna upp úr landslaginu þegar litið var í átt til Landmannalauga...


Sýnin til Þrengsla og upp að Háskerðingi, Hrafntinnuskeri og Reykjafjalla... þarna liggur Laugavegsgönguleiðin um sinn hæsta punkt...


Síðast fórum við aðeins niður þennan hrygg og til baka aftur...


Sýnin til Sveinsgils...


Aðeins verið að leika sér...


Hái brúni hryggurinn framundan vinstra megin...


Þessi græni litur...


Komin að Þrengslunum...


Fjærmynd...


Hábarmur... sem við gengum á árið 2019 í mjög sögulegri, krefjandi og eftirminnilegri ferð...


Veislan áfram framundan...


Hlýir litir og einstaklega sterkir hér...


Litabrigðin með ólíkindum...


Eins og hellt hefði verið úr málningardollum eða strokið með pensli yfir...


Litið til baka...


Þrengslin...


Fjöldi gilja og heill furðuheimur sem hægt væri að skoða síðar betur...


Sveinsgilið...


Brúni hryggurinn framundan...


Mergjaðir göngufélagar einkenndu þessa ferð sem oftar og stemningin var einstaklega góð... enda blankalogn og einstök veðurblíða sem einkenndi þetta sumar frá júlí út ágúst...


Tröllin í Jökulgili eru mjög mörg...


Fjallahundurinn Batman þekkti þessa leið vel... búinn að fara hér um þrisvar...


Sveinsgilið inn að Grænahrygg... Torfajökull þarna í fjarska efst...


Þessi kafli er mjög flottur um klettana og sandbrekkuna...


Krefjandi og reyndi stundum á lofthræðslu fyrir þá sem glíma við hana... en allt hægt í krafti hópsins...


Þakklæti og gleði... menn vissu að þeir voru á sjaldfarinni leið enda mættum við engum nema við Grænahrygg sem er vinsælastur á svæðinu ennþá...


Þurr jarðvegur og þá getur allt þetta landslag verið erfitt yfirferðar...


Yfir að Torfajökli...


Brúni liturinn er svo mergjaður á þessu svæði...


Litið til baka... Jökulgilið vinstra megin... þetta var að baki sem sé...


Stríturnar í brúna hryggnum eru sérkennilegar og standast greinilega veður og vind...


Þrengslin... hér er hægt að vera tímunum saman...


Komin á kunnuglegar slóðir þar sem margir koma hingað sem fara að Grænahrygg...


Litið til baka eftir brúna hryggnum sem er hluti af Hryggnum milli gilja... stórkostlegur kafli og stórfenglegur Hryggur í heild !


Þrengslin...


Þrengslin...


Þessi græni og kanilguli litur...


Þrengslin... þarna niðri vorum við í fyrra og skoðuðum þessar strítur neðan frá... með því að vaða Jökulgilið að hluta fram og til baka frá Brandsgiljunum og Hatti og fara svo Uppgönguhrygginn og Skalla til baka...



Grænihryggur mættur... magnað fyrirbæri...


Alltaf tekur maður andann á lofti... en nú voru för í honum...


Átroðningur ? Brún rák í gegn... spor eða hjólför ? Eða ekki af mannavöldum ?


Hópmynd hér... ekki annað hægt... margir að sjá hann í fyrsta sinn og aðrir búnir að koma oftar en einu sinni...


Gleðin leynir sér ekki... frábær hópur... mergjuð stemning þennan dag !


Hægt að horfa og horfa...


Haldið áfram eftir stígnum að Grænahrygg... en litadýrðin er hér um allt...


Jökulgilið og Þrengslin...


Grænihryggur ofan frá...


Kanilhryggur... sjá strítuna hægra megin... farið að henni...


Við gáfum okkur góðan tíma til að njóta...


Svarta klettastrítan... svo fallegt...


Bræðurnir tveir...


Erfitt að slíta sig frá þessari fegurð...


Það mátti alveg gefa sér góðan tíma og njóta...


Farið milli hryggja og alls ekki upp á þá...


Hvílíkur töfraheimur... rákirnar virtust ekki vera af mannavöldum ?


Sveinsgilsáin vaðin en þarna var annar gönguhópur á ferð...


Grænihryggur séð hinum megin frá... sjá manneskjuna þarna niðri til að átta sig á stærðarhlutföllum... þetta er svo stórt...


Já... erfitt að slíta sig frá þessari fegurð...


Nú vorum við komin á hefðbundna leið að Grænahrygg um Halldórsgil til baka... fjölfarið og nú orðið stikað síðan fyrir líklega 3 árum eða svo...


Hvílíkur staður að vera á...


Það er ekki hægt að fá nóg af þessum Grænahrygg... þess vegna var tekin hópmynd aftur hér... aldrei að vita hvað gerist... jarðhræringar í Torfajökli og ef það kemur gos og allt breytist... ja, þá er eins gott að hafa verið hér áður en allt breytist...


Sá græni stal senunni þó gengið væri í hina áttina til baka...


Jú... hann má alveg eiga alla þessa aðdáun og athygli... en þessar rákir... þær eru nýjar...

Sjá Hatt þarna svartan hægra megin ofar... þarna vorum við í fyrra... í sama stórkostlega landslaginu...


Veisla fyrir ljósmyndarana !


Jæja... Sveinsgilið aftur og Svigagil til að komast upp og niður í Halldórsgil...


Áfram sama veislan í landslagi...


Litið til baka...


Hægt að stikla sprænuna í Svigagili...


Sveinsgilsáin í baksýn...


Ofar mátti sjá niður Jökulgilið aftur til Landmannalauga...


Nú tók stígurinn við niður í Halldórsgil sem er ekki skemmtilegur kafli en hefur þó sinn sjarma...


Dýjamosinn sér um sitt til að skreyta þennan kafla...


Batman spurði hvort við værum ekki að fara að koma ?


Skaflar undir sandinum og grjótinu sem lokuðu stundum gilinu að hluta...


Heilmikill hliðarhalli á köflum...


Litadýrðin á annan veg en upp frá en áfram svo fallegt í auðninni...


Ótrúleg litaveisla þessi leið... alger konfektkassi...


Komin niður eftir... alls 19,6 km á 8:39 klst. upp í 937 m hæð með alls 1.308 m hækkun úr 582 m hæð... hví... líkur... dagur... skálað, hlegið og þakkað fyrir... einn af þessum stórkostlegu dögum þar sem allt er fullkomið og hjartað fer stærra heim...



Ferðasagan frár 2016 hér sem er mun ítarlegri (þessi rituð á hundavaði): Með fjöllum fegurstum Upp Barm (toppfarar.is)


Ekki búið til myndband af þessari ferð þar sem það er mun flóknara í framkvæmd þegar myndirnar eru í síma Arnarins en ekki Bárunnar því miður...

95 views0 comments