top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Hátindur Esju upp klettabeltið og niður Kattarhryggi í blankalogni og sól.

Tindferð nr. 285 sunnudaginn 29. október 2023.


ree

Einmuna bíða ríkir á landinu dögum saman síðari hlutann í október og þennan sunnudag var spáin hreinlega logn og heiðskírt veður... svo Örn bauð upp á aukaferð á Hátind Esjunnar í staðinn fyrir legg 10 #ÞvertyfirÍsland þar sem Bára þjálfari fór með nokkurra daga fyrirvara í liðþófaaðgerð á föstudeginum og dettur út úr öllum fjallgöngum í tvo mánuði...


ree

Laugardagurinn var blíður líka en ekki alveg eins lygn né sólríkur... þó við hefðum allan daginn þegið það veður með þökkum... Hátindur hér framundan frá girðingunni við bæinn Þverárkot þar sem nú er komin brú eftir að aðstæður bóndans komumst í hámæli í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum...


ree

Frábær mæting á sunnudegi klukkan tíu... við eigum kannski að gera þetta oftar... hópurinn segir til... notalegt að koma heim í laugardagskvöldsslökun eftir flotta göngu en einnig gott að eiga allan laugardaginn fyrir alls kyns annað og nýta svo sunnudaginn í svona útiveru... bæði betra líklega að mati flestra... enda er það veðrið sem ræður för almennt...


ree

Þetta var þriðja ferð klúbbsins á þennan hvassbrýnda og formfagra tind Esjunnar... þjálfarar fóru fyrst könnunarleiðangur hér upp á fyrstu árum Toppfara... og studdust svo við þá leið í tveimur Toppfaraferðum þar á eftir... báðar á þriðjudagsæfingu sem var nú eiginlega of mikið en dæmigert fyrir derringinn hér áður fyrr :-) ... en þetta voru árið 2012 og 2017 en árið 2017 voru þjálfarar samt ekki með gps-slóðina frá 2012 og leituðu aðeins og langt til hægri inn Þverárdalinn svo gps-slóðin eða gps-ferillinn frá árinu 2012 var til stuðnings nú árið 2023...


ree

Klettabeltið hægra megin var uppleiðin... og niðurleiðin um Kattarhryggina sem sjást vinstra megin... þetta virðist óskaplega bratt og illfært... en er vel fært öllum sem á annað borð ganga á fjöll...


ree

Veðrið var með ólíkindum gott... brátt fóru menn úr yfirhöfnum og ullarpeysum... og Örn þjálfari klæddist sínum síðerma ullarbol allan þennan dag með þunna vettlinga á höndumn... magnað !


ree

Mosfellið hér útbreidd og fjær svo Úlfarsfellið og höfuðborgin...


ree

Móskarðahnúkar í austri...


ree

Ágætis aðkoma að fjallshlíðum en neðst er Þverárkotsháls sem er farinn að banka á dyrnar sem þriðjudagsæfing...


ree

Fjalla-Tumi gefur Batman ekkert eftir og er búinn að fara á hvert bratta fjallið á fætur öðru frá því eigendur hans skráðu sig í klúbbinn, þau Leiknir og Tinna...


ree

Þverárkotsháls... hann er 180 m hár neðar og efri bungan er 440 m há og merkt sem Háhlíð...


ree

Dásamlegur félagsskapur þennan dag...


ree

Hér hófust brekkurnar og þær voru aflíðandi og greiðfærar til að byrja með...


ree

Komin á Háhlíð í um 440 m hæð og klettabeltið framundan efst í þessum brekkum Hátinds... vanaleg leið á Hátind úr suðri er upp gilið sem sést hér vinstra megin... þetta vissu þjálfarar ekki á sínum tíma... hugsanlega ekki komin hefð á þá leið þá... en þeir hafa alltaf farið upp hægra megin um klettabeltið og Örn hélt sig við þá leið því hún er skemmtileg og sérlega holl fyrir þá sem elska klöngur og vilja styrkja sig á því sviði...


ree

Þverárdalur hér hægra megin... það eru margar leiðir upp Esjuna hér sunnan megin og vert að prófa fleiri næstu árin...


ree

Laufskörðin og Móskarðahnúkar blöstu nú við og áttu eftir að skreyta ferðina allan daginn...


ree

Stutt í klettabeltið... það er fært hér og þar og engin ein rétt leið en þó lentum við í ógöngum árið 2017 þegar við fórum of innarlega upp...


ree

Flott form á hópnum og allir í góðum málum... það er mun flóknara að vera eingöngu einn þjálfari í tindferðunum þar sem rötun og leiðarval tekur mikla orku og erfitt að dreifa henni yfir í myndatökur og að gæta síðasta manns... en þó mun léttara í svona veðri og svona færi...


ree

Hér hófst bröltið smám saman...


ree

Hundarnir hvikuðu hvergi og nutu fjölbreytninnar sem svona klettabelti gefa...


ree

Fínasta brölt sem allir höfðu gott vald á og hvergi tæpt...


ree

Upp geilur og hjalla...


ree

Þverá hér nánast þurr að koma niður dalinn... Skálafell í fjarska...


ree

Hvílíkt veður !


ree

Laufskörðin og Móskarðahnúkar og Skálafell... mörgum sinnum farið á öll þessi þrjú og erum hvergi hætt... þetta er ávanabindandi... "þetta er fíkn" eins og Gummi Ben sagði í þættinum "Hliðarlínan" á Stöð 2 um daginn og fótboltaástríðuna sína... "og ég vona að ég losni aldrei við þessa fíkn".... vá, hvað við skildum hann vel :-)


ree

Fyrsta hópmynd dagsins af þremur í miðju klettabeltinu með brattann að baki... hvílíkur staður að vera á í hlíðum Esjunnar með höfuðborgina í fanginu þarna niðri...


ree

Áfram upp... góðir kaflar á milli...


ree

Hvergi frost í jörðu og allt mjúkt og þægilegt...


ree

Komin að stóru klettunum...


ree

Fínasta leið hér upp...


ree

Meiri snillilngarnir !


ree

Þegar farið er á fjöll með ástríðufólki eins og Agnari... sem gleðst yfir öllum flóknum og krefjandi leiðum í stað þess að kvarta eða óttast... þá er gott að lifa...


ree

Naglar og ekkert annað... Mont Blanc-farar 2024 sem skráðu sig strax þegar þjálfari kynnti ferðina og hafa æft sig síðan þá... Sjöfn Kr. og Aníta eðalkonur :-)


ree

Kattarhryggur sést vel hér... Grafardalur og meginlandið við Kistufell fjærst...


ree

Kistufell Esjunnar hér... það er líka mjög spennandi uppgöngu og verður kannski gengið síðar á þessu ári ef veðurtíðin og færðin helst svona góð...


ree

Grafará snöggtum stærri en Þverá... Leirvogsá safnar svo vatni úr öllum ám Esjunnar hérna megin og kemur því út í sjó í Leirvogi Mosfellsbæjar...


ree

Þessi klettanös fangaði athygli Agnars og hundarnir skildu hvað hann var að spá... geggjaður staður !


ree

Upp og út um allt... það er svo gaman að leika sér á fjöllum...


ree

Auðvitað var tekin hópmynd á þessari klettanös... hvað annað !


ree

Batman, Kjartan, Sigrún Anna, Jaana, Gerða Fr., Magga Páls., Njóla, Sjöfn Kr., Agnar, Aníta og Tinna en Örn tók mynd og Tumi er þarna neðst á mynd duglega krúttið...


ree

Geggjaður staður fyrir myndatökur og leik !


ree

Erfitt að slíta sig frá þessum stað...

ree

Stutt var eftir upp á meginlandið frá klettanösinni...


ree

Komin á "fast land" eða "lárétt land" og um 800 metrar í hæsta tind Hátinds...


ree

Mjög skemmtileg leið eftir breiðum ásnum...


ree

Hér sást yfir Þverárdal, Laufskarða og Móskarðahnúkar sem og til Skálafellshálss vinstra megin og Skálafells og svo til Þingvallavatns og fjalla þess enn fjær...


ree

Út Þverárdal...


ree

Komin á hæsta tind Hátinds í 923 m hæð... sigur fyrir alla þó ekki væru allir hér í fyrsta sinn þar sem þetta var ný leið og veðrið og skyggnið upp á sitt besta... flestir fara á Hátind frá meginlandinu og þá oft upp hefðbundna leið um Þverfellshornið en þessi aðkoma var eitthvað annað...


ree

Hópmynd þrjú þennan dag á toppnum og eins og svo oft er hún síst... það skiptir máli að gefa sér tíma fyrir hópmyndir á miðri leið því þær fanga oft betur veislu landslagsins...


Þórkatla, Magga Páls., Kjartan, Gerða Fr., Tinna, Njóla, Aníta, Jaana, Agnar, Sigrún Anna og Sjöfn kr., með Tuma og Örn tók mynd en Batman nennti greinlega ekki þessari hópmynd :-)

ree

Batman hér lagður af stað niður Kattarhryggina... eftir góða nestispásu á tindinum... í sömu veðurblíðunni og á uppleið... áfram á bolnum og áfram logn... útsýni eins langt og augað eygði... ótrúlegt veður !


ree

Litið til leiðarinnar upp ásinn... (ekki klettabeltið, það er út af mynd)...


ree

Kattarhryggir voru öllum ókunnir þennan dag nema Anítu sem hafði einmitt nýtt þennan gps-feril frá þjálfurum í göngu á eigin vegum fyrr í haust en þá lent í lélegu skyggni...


ree

Geggjuð leið hér niður og kominn ágætis slóði... sem mig minnir að hafi verið líka þegar við fórum hér fyrst en er samt búin að gleyma því...


ree

Litið til baka upp eftir að hæsta tindi...


ree

Það sést á göngulaginu hér hversu gott veðrið var... enginn að hlífa sér fyrir vindi né kulda... bara notalegheit...


ree

Klöngur niður í góðum mosa og góðu haldi í grjótinu...


ree

Ekkert hik... bara gaman... að njóta... nýrrar leiðar og nýrrar upplifunar af Esjunni...


ree

Litið til baka...


ree

Vá, hvað þetta var GAMAN !


ree

Ef ekki væri fyrir gleðina og grínið og þakklætið... væru þjálfarar löngu hættir þessu fjallabrölti...


ree

Rjúpa hér á miðjum slóðanum...


ree

Alhvít og falleg... elsku skinnið...


ree

Hún var örugg með okkur... hér má ekki skjóta...


ree

Mergjuð leið sem allir nutu að fara...


ree

Sést ágætlega hér...


ree

Þegar þjálfarar fóru hér fyrst þá kom þessi leið mjög á óvart... og ennþá er þessi leið sú flottasta sem þeir hafa farið á Esjunni...


ree

Glæsileg og tignarleg...


ree

Gleðin var endalaus...


ree

Besta fólk í heimi... það sem við erum heppin með klúbbfélaga...


ree

Síðasti kaflinn varð sífellt saklausari eftir því sem neðar dró...


ree

... en þó var heilmikið fallegt eftir...


ree

Hulinsheimarnir héldu áfram...


ree

Hollt að klöngrast sem mest á þriðjudögum... til þess einmitt að hika ekki þegar svona kaflar koma í tindferðunum...


ree

Alger ævintýraheimur þessir Kattarhryggir...


ree

Neðst var sérstakt móbergsklettabelti...


ree

Mjög fallegt...


ree

Komin úr hryggjunum og láglendið hélt veislunni áfram...


ree

Litið til baka... Kjartan Rolf var í mjög fallegri riddarapeysu sem var alveg í stíl við landslagið... Bára þjálfari hefði sko tekið sérstaka riddarapeysumynd af honum takk fyrir !


ree

Fossinn í dalnum neðar...


ree

Nær...


ree

Mikið spjallað síðasta kaflann... eins og alla leiðina... best í heimi !


ree

Grafardalur og klettabeltið í Kistufelli vinstra megin... þjálfarar fóru líka könnunarleiðangur þar upp fyrstu ár Toppfara og fóru svo með hópinn á þriðjudagskveldi þar upp á 5 ára afmælis klúbbsins árið 2012 í sögulegri rúmlega 13 kílómetra kvöldgöngu sem endaði með freyðivíni og blöðrum... ógleymanlegt... en... best samt að fara svona langar leiðir að degi til með nægan tíma og ekkert kapphlaup við birtuna...


ree

Fallegt gljúfrið...


ree

Sjá Kattarhryggina ofarlega hægra megin af Hátindi... niðurleið dagsins...


Alls 10,3 km á 5:41 klst. upp í 923 m hæð með alls 907 m hækkun úr 124 m upphafshæð...


Friðsæll, fallegur og fullkominn dagur á fjöllum eins og síðustu vikur... langt í frá sjálfgefið... við erum ekki vön því að fá viðlíka veðurblíðu á svona löngum köflum eins og þetta haustið en þetta virðist vera að aukast almennt... að svona langir kaflar koma með svipuðu veðri... svolítið útlenskt veður... ekki þetta dæmigerða rysjótta íslenska veður sem breytist margsinnis yfir daginn og vikuna... verum þakklát... hvílíkur dagur !


Comments


bottom of page