top of page

Jólalegra gerist það ekki... Úlfarsfell að jólatrjánum hans Kolbeins.

Updated: Dec 22, 2023

Æfing nr. 784 þriðjudaginn 19. desember 2023.



Okkar árlega jólaganga á Úlfarsfell hefur hin síðustu ár verið frá skógræktinni á alla þrjá tindana með viðkomu að jólatrjánum hans Kolbeins og var veður, færi og stemning einstaklega góð í ár... nýfallin mjöll og snjókoma í byrjun göngu en svo þurrt og friðsælt og skyggni einstakt með birtu af snjónum, tunglinu, borgarljósunum og höfuðljósunum...


Kolbeinn er farinn að skreyta tvö tré og gerir það af mikilli natni og er nú orðið svo að annar einstaklingur er að skreyta þriðja tréð, en mjög margir njóta góðs af þessu aðdáunarverða framtaki...


Við jólatrén gæddum við okkur á jóladrykk sem Þórkatla bauð upp á og er komin hefð á þetta... og Sjöfn og Fanney buðu upp á heimabakaðar smákökur, Björg upp á ristaðar möndlur og Kolbeinn upp á konfekt... alveg yndislegt...


Alls 5,4 km á 2:20 klst. upp í 308 m hæð með alls 397 m hækkun úr 308 m upphafshæð.


Ljósmyndir af göngunni hér og nafnalisti við hópmyndina við trén neðar:






















Mættir voru 17 manns:


Sigrún Bj., Tinna, Kolbeinn, Linda, Örn, Siggi, Þorkatla, Sjöfn Kr., Sighvatur, Fanney, Aníta og Björg. Neðri: Gerður Jens., Írunn, Alex og Oddný Guðrún en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn.








Ævintýralega flott ganga, gerist ekki fallegra í desember... takk innilega fyrir okkur elsku félagar, þið eruð BEST... fjallajólatréð með jólakveðju frá þjálfurum er á leiðinni inn á vefinn... en svo sannarlega voru myndir teknar í þessari göngu sem hæfa vel jólakorti...


bottom of page