top of page

Köldulaugargil, Hagavíkurlaugar og Sandklettar Nesjavöllum.

Æfing nr. 762 þriðjudaginn 4. júlí 2023.


Æfingin fyrsta þriðjudag í júlí var alveg mögnuð... þar sem við ætluðum að skoða aftur Hagavíkurlaugar og ganga á svörtu fjöllin sem rísa við þær... og við bættist Köldulaugargil sem við áttum ekki von á að væru svona falleg...


Vð treystum því að það væru einhvers lags stígar þarna upp eftir og þetta nafn Köldulaugargil hafa heillað okkur lengi... en til vara var að fara hrygginn sem við höfum gengið áður að steinboganum sem við fundum fyrir algera tilviljun hér um árið...




Við eltum stígana og nutum þess að upplifa þetta svæði í fyrsta sinn en Þórkatla var öllum hnúkum kunnug hér enda dugleg að ganga hér um í alls kyns ferðum...


Þessi græni litur sumarsins er svo dýrmætur...


Slæðufoss hér innst í giljunum...


Upp úr giljunum aftur...


... og fram á brúnirnar... mjög fallegt landslagið hér...


Yfir bullandi heitan lækinn... við fórum varlega eins og við gátum... ennþá brennd af reynslu Kolbeins sem fór í gegnum svona leir og brann illa á ökkla og var tvo mánuði að ná sér...


Hér fórum við alveg upp úr giljunum og tókum stefnuna á Hagavíkurlaugar...


... en afvegaleiddumst aftur niður í gilin... hér ofar áðum við í fyrra í þverunarleggnum frá Sleggjubeinsskarði að Hagavík og horfðum niður á þennan hver...


Sandhryggir að koma í ljós... fjöll kvöldsins... kvenþjálfari rangnefndi þá "Svörtufjöll" og fannst hún endilega hafa séð þau nöfn en líklega afvegaleiddi nafnið "Svartfjallaleið" hana eitthvað því sún leið er merkt á kortum hér yfir allt svæðið svo það er spurning hvar þessi svörtu fjöll séu... en ekkert er til um þessa gönguleið á veraldarvefnum... annað en frá jarðvísindamönnum á svæðinu...


Hagavíkurlaugar framundan... nú er spurningin hvort þær heiti það sem þarna eru... þetta nafn er merkt nær Köldulaugargiljum á gps-kortinu... en á korti Orkuveitu Reykjavíkur af Nesjavallasvæðinu frá því 2007 þá eru þetta Hagavíkurlaugar og við látum að gilda...


Sandhryggirnir... frekar ljósir hér að sjá en eru mjög dökkir í í samhengi landslagsins í kring...


Blómleg leiðin að laugunum... þessi leið er ekki sérstaklega merkt og virðist eiga að vera í friði en hér koma þyrlur með erlenda ferðamenn í hrönnum...


Útlit svæðisins var svolítið annað en í nóvember í fyrra...


Mjög gaman var að bera þetta saman við veturinn...


Grasið grænna og meiri gróska... en minni virkni í hverunum...


Þessi var áhrifameiri í vetur til dæmis...


En hér var aðalfegurðin... merkilegt... Þórkatla sem var hér í þriðja sinnið sagði þetta aldrei líta eins út og var steinhissa að sjá það svona skýrt enn og aftur...


Hrómundartindur að hluta, Lakahnúkur, Tjarnarhnúkur og svo Ölkelduhnúkur og glittir í Molddalahnúka hægra megin í fjarska...


Hvílík virkni... takk háhitasvæði Íslands... sem eru um allt og skarta litum si svona eins og ekkert annað í íslenskri náttúru... #þriðjudagsþakklæti


Hér var fegurst...


Hvílíkir litir og form...


Náttúran okkar er einstök á heimsmælikvarða...


Við gáfum okkur góðan tíma hér...


Vorum alveg heilluð...


Litir... form... virkni...


Gulur lækur yfir þetta græna...


Þrjár riddarapeysur fönguðu best þessa liti... þó fleiri kæmust nálægt því einnig...


Allar riddarapeysurnar... svo fallegt...


Mættir voru Birgir, Siggi, Þórkatla, Gerður Jens., Sjöfn Kr., Anóta, Linda, Jaana, Silla, Örn, Kolbeinn og Guðmundur Jón náði hópnum með því að fara hrygginn upp eftir... og Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...


Jæja... eftir nestispásu og myndatökur var stefnan sett á Sandhryggina hér framundan...


Yfir heita læki...


... sem voru sérkennilega gráir að lit...


Á Sandhryggjum brugðu menn á leik sem oftar...


Óskapleg fegurð hér... þetta eru sannkallaðir töfraheimar...


Siggi fór á hestbak á leiðinni upp...


Sandhryggirnir mældust 385 m háir... Hrómundartindur hér, Lakahnúkur og Tjarnarhnúkur... við gengum fyrst á þá árið 2009 og þá var eingöngu Hrómundartindur þekktur göngustaður en þjálfarar sáu strax að Lakahnúkur og Tjarnarhnúkur ættu auðvitað að vera með... og að fara svo upp Tindagilið sem er mikið ævintýri... við þurfum að fara að endurtaka þessa göngu aftur...


Bakaleiðin var farin niður Sandhryggina og yfir á hrygginn...


Tær birta og sterkir litir í svölu sumarloftinu...


Áfram var leikið sér í klettunum...


Litið til baka með Sandhryggina að baki...


Hryggurinn neðan við Ölfusvatnsskyggnir tekinn í leiðinni... við slepptum þeim tindi en hann var rétt hjá okkur...


Á þessum kafla lygndi skyndilega og hlýnaði um einhverjar gráður... ótrúleg veðrabrigði... úr kuldalegu hausti í hásumar á korteri... ekta Ísland !


Alls 10,4 km á 3:19 klst. upp í 385 m hæð með alls 475 m hækkun úr 168 m upphafshæð...

gullfallegt kvöld og grátlegt að fleiri skyldu ekki komast en þetta er hásumartíminn og allir komnir um allt land að njóta... þannig á það að vera... þetta er árstíminn þar sem mætingin er einna síst... uppskerutími þar sem um að gera er að nýta birtuna og veðrið til hins ítrasta...

63 views0 comments
bottom of page