Æfing nr. 769 þriðjudaginn 4. september, klúbbganga með Sigga, þjálfarar í fríi.
Þjálfarar tóku þriðja og síðasta hlutann af sumarfríinu sínu í sumar í lok ágúst og byrjun september og þá bauð Siggi enn og aftur upp á klúbbgöngu í fjarveru þjálfara á sjálfan Kerhólakamb. Þoka hindraði för efsta hluta leiðarinnar en mér sýnist hópurinn hafa farið upp á Nípu allavega sem er vel af sér vikið enda þétt hækkun og heilmikið landslag. Menn vorun mjög ánægðir með þessa göngu og hópmyndin er náttúrulega með þeim bestu eins og fyrr í sumar í annarri klúbbgöngu, ritari þarf að fara að læra að taka svona miklar stuð-hópmyndir, þær eru æði !
Texti frá Sigga af fb-hópnum:
"Takk fyrir að koma í þessa göngu á Kerhólakamb með mér í kvöld þið eruð æði. Einnig komu nokkrir gestir en flestir heltust úr lestinni á niðurleið. Takk Þórkatla Jónasdóttir fyrir að vera aftast. Og takk Aníta Sigurbergsdóttir fyrir teygjurnar.þetta gerði hjá mér 5 km slétta og 673 m hækkun. Flott kvöldstund."
Takk innilega Siggi fyrir þetta flotta framtak ! Þið eruð öll æði !
Commentaires