Tindferð nr. 282 laugardaginn 30. september 2023.
Sjöunda gangan okkar á Jarlhetturnar var laugardaginn 30. september í fínasta veðri og skyggni og tók gangan óvæntan snúning þegar við komum að jöklinum þar sem tveir tindar voru gengnir og jökulsporðurinn á milll þeirra þveraður með ævintýralegri uppgötvun á íshellum og svelgum innan um hefðbundnar sprungur... og náðust með þessu þrjár nýjar Jarlhettur í safnið, Kirkjuhetta, Sporðhetta og Jökulhetta og í annað sinnið gengum við á Strútshettu sem við kölluðum fyrst Mið-Jarlhettur ásamt Kirkjuhettu þar til við fundum þörfina á að aðgreina þær enda alveg aðskildir tindar... en þess skal getið að Kirkjuhetta var ekki gengin alla leið á efsta tind í þessari ferð, þar sem við urðum frá að hverfa efst í klettunum en líklega eigum við að geta komist alla leið upp lónsmegin að vestan sem við munum gera á annarri ferð hér um slóðir á næstu árum...
Fyrsta snjófölin lá yfir hálendinu þegar komið var upp á vegaslóðann að Skálpanesi í um 800 m hæð... hér sést yfir að Kili....
Létt frost var í jörðu í Skálpanesi... en mjúkur jarðvegurinn undir svo við sáum ekki fram á að þurfa keðjubrodda í þessari göngu... lagt var af stað kl. 9:08 eftir 2ja tíma akstur úr bænum kl. 07... í 823 m upphafshæð...
Leiðin frá Skálpanesi er niður í mót í átt að Jarlhettunum... með jökulinn á hægri hönd... mjög grýtt leið þar sem fóta þarf sig milli alls kyns stærða af hnullungum...
Komin niður á sandinn og fyrstu Jarlhetturnar koma í ljós en þoka lá yfir þeim að hluta efst eða innst eða norðaustast...
Litið til baka við sandröndina...
Nyrstu Jarlhettur kölluðum við þessar í annarri Jarlhettuferðinni... þær voru gengnar með Rauðhettu og Innstu Jarlhettu árið 2010... Tindferð 82 - Nyrsta (toppfarar.is)
En allar Jarlhettuferðirnar eru hér: Jarlhetturnar| Toppfarar (fjallgongur.is)
Hjarta ferðarinnar...
Töfrar svæðisins tóku smám saman við...
Hér hefur oft verið meira vatn... þurft að stikla yfir og sökkva í meyran leir... nú var allt þurrt nánast og stöku pollar...
... sem voru frostnir....
Strákarnir sýndu hvað í þeim býr þegar þetta grjót varð á leið okkar...
... og við stelpurnar fjórar höfðum lúmskt gaman að... hlæjum sem mest og oftast... tökum okkur ekki of alvarlega... en það merkilega við þessa ferð var að í fyrsta sinn í langan tíma voru fleiri strákar en stelpur í tindferð... 7 strákar og 4 stelpur... þetta var eins og í gamla daga þegar strákarnir voru í meirihluta mættir meira og minna á tímabili...
Brátt reis Rauðhetta úr þokunni...
.... og við gengum inn í áhrifasvæðið hennar þar sem stór móbergsgrjót hafa brostið úr hlíðum hennar niður á sandana...
Litið til baka...
Hópurinn þéttur reglulega...
Við gengum undir Rauðhettu og hálfan hring í kringum hana...
Skyndilega opnaðist á syðri Jarlhetturnar þar sem Kambhetta stal senunni...
Hvílík formfegurð... maður tekur alltaf andann á lofti...
Nærmynd.... við gengum á Kambhettu árið 2019 og komumst nánast alla leið... skarð í klettunum stöðvaði för alveg upp á efsta tind... Tindferð 178 Jarlhettur (toppfarar.is)
Skarðið milli Rauðhettu og Jarlhettutagla...
Sérstakur grjótsveppur hér... við skoðuðum hann vel... þetta móberg er náttúrulega alger snilld...
Komin í hjarta Jarlhettna þar sem hver tindurinn af öðrum blasti við... okkar tindar hægra megin efst... Lambhúshetta nær og svo Kirkjuhetta hægra megin fjær...
Rauðhetta gnæfir yfir þessum hluta svæðisins...
Það var engin spurning að taka hópmynd af henni hér...
Ingunn, Örn, Kolbeinn, Maggi, Johan, Sighvatur, Steinar R., Inga, Sigríður Arna og Agnar en Bára tók mynd og Batman var hundur dagsins...
Hvílík formfegurð...
Kambhetta að kíkja hér milli fjalla... Lambhúshetta hægra megin en hún er mjög skemmtileg og leynir á sér...
Gróðurinn sem varð á vegi okkar fékk alla okkar virðingu... hrjóstrugt og hrátt landslag... hér höfum við aldrei heyrt í fuglum... aldrei séð sauðfé... lítill gróður... sandur, grjót, jökull og gruggugt vatn ræður hér ríkjum... en talandi um það í ferðinni að við hefðum aldrei heyrt í fuglum á þessu svæði... þá sáum við svo rjúpur í bakaleiðinni upp grjótkaflann að Skálpanesi...
Við gengum um ólíkt landslag og ólíkan jarðveg...
Kirkjuhetta framundan...
Hér er hægt að gleyma sér við myndatökur og upplifun endalaust...
Tvær fyrstu Jarlhettur dagsins... Strútshetta og Kirkjuhetta...
Innsta Jarlhetta að reyna að hrista af sér þokuna... en hún náði því aldrei þennan dag því miður....
Agnar fann ... hvað var þetta aftur ?
Vestari tindaröð Jarlhettna... og brátt er enn vestari röð að birtast ef marka má þær sem við gengum á við jökulinn síðar um daginn...
Austari tindaröðin með Kambhettu, Vatnahettum og Innstu Jarlhettu (í hvarfi) vinstra megin... og okkar tindar hægra megin... fjær hægra megin eru svo Krúnuhetta, Konungshetta og Stóra Jarlhetta en síðarnefnda sést samt ekki á þessari mynd...
Strútshetta og Kirkjuhetta... við ætluðum að byrja á þeirri síðarnefndu...
Furðuheimar Jarlhettnanna eru ólýsanlegir... þetta er eins og að koma inn í annan heim... heim hopandi jökuls þar sem grjótið byrjar... og gróður og dýralíf kemur svo síðar...
Litir og form af öllum mögulegum stærðum og gerðum... eins og heill heimur í hverju grjóti... það er hægt að fara sérstaka grjótljósmyndaferð í Jarlhettur og koma til baka með einstakst safn sem myndi sóma sér vel á listasýningu...
Þokan lék sitt hlutverk... ekki hér í fyrsta sinn með þokuna að læðast um þó okkur finnist í minningunni alltaf hafa verið sól og blíða í öllum göngunum...
Kirkjuhetta var fyrsti tindurinn af fjórum þennan dag...
Jökulvatnið við Vatnahettur varið að koma í ljós...
Jökulsporðarnir farnir að sjást... við vissum það ekki þarna að við ættum eftir að ganga á þennan tind sem hér stingst upp úr jökllinum við miðja mynd... en viðenduðum á að nefna hana Jökulhettu og þá sem við gengum á stuttu áðr og er út af mynd Sporðhettu þar sem hún liggur eins og sporður inn með jöklinum...
Kambhetta og félagar...
Skarðið við tindinn að koma í ljós... sem studdi vel við sögusagnirnar okkar sem gengum þarna upp árið 2019...
Nestispása við rætur Kirkjuhettu...
Lagt í hann... Innsta Jarlhetta vinstra megin... Rauðhetta með skýjahulu í efsta tind og loks Lambhúshetta hægra megin...
Kambhetta og Vatnahettur...
Brekkur Kirkjuhettu voru greiðfærar til að byrja með þó brattinn væri þó nokkur strax í byrjun...
Litið til baka...
Krefjandi að fóta sig í lausgrýti ofan á móberginu... þessi fjöll eru ekki auðveld viðfangs...
Kambhetta og félagar... þær stálu senunni oft þennan dag...
Strútshetta svo sunnan bíðandi róleg eftir okkur...
Kambhetta...
Komin að klettunum... sem fyrr er lítil sem ekkert gengið á þessa tinda í Jarlhettum... nema á Stóru Jarlhettu og svo Stöku þeir sem nenna að leggja smá lykkju á leið sína á þá Stóru og svo hafa einhverjir gengið á Stöku Jarlhettu sem er hæst og með þeim nyrstu en þó hún sé hæst er hún líklega mun minna gengin en sú Stóra sem er án efa lang vinsælust... lítið er gengið á aðrar Jarlhettur og við skiljum ekkert í því... þær kölluðu ákveðið á mann í fyrstu Jarlhettugöngu okkar og þá strax ákváðum við, árið 2011 að ganga á alla þessa tinda ef þeir leyfði... hvað annað ?
Hér tók málið að vandast og verkefni Arnarins var að finna góða leið hér upp... hann þreifaði fyrir sér á fleiri en einum stað...
Neibb... hér er ekki fært upp...
Snúið við og reynt að finna aðra leið...
Þetta hlýtur að vera fært... við spáðum öll í þetta sem er það skemmtilegasta við svona könnunarleiðangra...
Við sáum nokkra fýsilega staði til uppgöngu og reyndum að velja þann vænlegasta...
Hér upp á milli klettanna... það hlyti að vera fært...
Örn, Maggi og Agnar voru fljótir upp en þessi rauf var krefjandi og brattinn var mikill ofar...
Við hin reyndum að finna leiðir og Kolbeinn of félagar efst vinstra megin fóru í raufarnar þar og út eftir í von um að opnaðist þar en svo var ekki...
Mynd tekin ofan við raufina... hér var brattinn orðinn mikill og syllurnar hölluðu allar niður á við sem var of mikil slysahætta að mati Arnarins og efst var of hár veggur til að koma öllum hópnum upp um... svo hann sneri við...
Maggi og Agnar reyndu fyrir sér ofar og hefði verið mjög gaman ef þeir hefðu náð upp á tindinn en þeir komust ekki þrátt fyrir einbeittan vilja til þess... vel gert hjá þeim... þeir hefðu átt skilið að komast þar sem þeir þrjóskuðust við...
Við játuðum okkur sigruð... og með vangaveltur um að "við hefðum örugglega komist upp þarna hægra megin"... lækkuðum við okkur og ákváðum að við myndum finna færa leið þarna upp síðar...
Nyrðri hópurinn sem reyndi að sjá mögulega leið upp þeim megin...
Niðurleiðin var krefjandi gegnum lausagrjótið... og við eltum svo hundasporin neðar...
Mergjað ævintýri og einhvern veginn svo gaman þó snúa þyrfti við...
Strútshetta var næst... á hana gengum við árið 2013 í engum vandræðum...
Litirnir... formin... fegurðin... það er hægt að gleyma sér í smáa samhengi landslagsins við Jarlhettur ekkert síður en stóra samhengi móbergstindanna þarna...
Litið til baka...
Skarðið milli Kirkjuhettu og Strútshettu...
Kambshetta með skarðið sitt...
Aftur fann Kolbeinn merkilegan hlut úr heimi manna...
veðurmælingartæki sem skotið er á loft á hverjum degi af Veðurstofunni til að mæla veður... man ekki hvað þetta heitir...
Brekkan upp á Strútshettu...
Nú sáum við suðurhlið Kirkjuhettu... jæja, allt í lagi... hún er ekki fær upp hérna megin... en sjáið þið aflíðandi hallann vinstra megin.... hún er kannski fær þeim megin veltum við fyrir okkur...
Litið til baka... jökulvötnin hverfandi og botninn á vötnum sem einu sinni voru til blasa við allt hér...
Kambhetta og Vatnahettur...
Fínasta leið hér upp og mun auðveldari en á Kirkjuhettu...
Rauðhetta og Lambhúshetta nær... Bláfell á Kili í skýjunum fjærst...
Krefjandi jarðvegur á uppleið eins og á Kirkjuhettu...
Jökulvatnið sem umlykur Kirkjuhettu og lúrir við seinni Jarlhetturnar sem rísa þarna undan jöklinum innst...
Skemmtilegt klöngur í móberginu sem líka getur gefið gott hald...
Örn tekur mynd til baka með hópinn að koma upp hrygginn...
Fínasta leið...
Lónið ofar... svo fallegt...
Klettabeltin í hryggnum sem liggur frá Strútshettu yfir á Sporðhettu...
Hryggurinn upp á Strútshettu...
Litið til baka með Kirkjuhettu í baksýn... Innstu Jarlhettu fjær í skýjunum... Jökulhettu vinstra megin... Rauðhettu hægra megin í skýjunum og Lambhúshettu lengst til hægri...
Sporðhetta við jökulinn ofarlega vinstra megin... Jökulhetta handan við jökulsporðinn og Kirkjuhetta og Innsta Jarlhetta hægra megin...
Þessi klettur virkar eins og manneskja þegar maður er staddur neðar og horfir upp... við upplifðum þetta alveg eins árið 2014... Í konfektkassa um Jarlhettur þar (toppfarar.is)
Litið til baka...
Snillingar þessir félagar... mikið erum við lánsöm með klúbbfélaga...
Síðasti kaflinn upp...
Litið til baka...
Vatnahettur og nú sést í Stöku Jarlhettu þarna neðar á sléttunum...
Hópurinn kominn upp...
Komin í 891 m hæð á efsta tindi Strútshettu... Krúnuhetta, Konungshetta og svo Stóra Jarlhetta koma í einni röð þarna vinstra megin...
Jökullinn mikið hopað á þessu svæði frá því síðast...
Mynd frá 13. september 2014...
Mynd frá 13. september 2014...
Lítill jökull eftir á þessu svæði...
Útsýnnið 2023...
Sporðhetta og Jökulhetta að byrja að koma undan jöklinum 13. september 2014...
Hópmyndin frá árinu 2014 til gaman... Í konfektkassa um Jarlhettur þar (toppfarar.is)
Jarlhettutöglin við norðurenda lónsins við Kambhettu og félaga... Bláfell á Kili í skýjunum...
Við nutum útsýnisins...
Hópmynd... grátlegt að það skyldu ekki vera fleiri...
Maggi, Inga, Ingunn, Sighvatur, Örn, Sigríður Arna, Batman, Kolbeinn, Steinar R., Agnar og Johan og Bára tók mynd...
Líka tekin mynd í þessa átt af fjöllunum sem biðu okkar... Sporðhetta og Jökulhetta...
Jæja... niður og í átt að jöklinum...
Allt þurrt hér og skrítið að sjá... við mundum ekki hvernig þetta leit út síðast en fundumm að það var ekki svona... það vantaði meiri jökul...
Litið til baka...
Áður þarna handan við klettana í skjóli... hér var nefnilega talsverð köld gjóla...
Fínasti nestisstaður...
Gott að spjalla og spá í hlutina saman...
Útsýnið til Krúnuhettu og svo tekur líklega Stóra Jarlhetta við og Konungshetta sést ekki... fjær eru svo fjöllin við Langjökul að sunnan og við Laugarvatn...
Jökullinn uppi á fjallsásunum...
Áfram var haldið eftir næringu...
Greiðfært og við strunsuðum þetta...
Mjög fallegur kafli ef litið var niður á hægri hönd...
Kirkjuhetta umlukin lóninu... væri gaman að ganga meðfram þessu lóni einn daginn...
Gaman að spá í landslagið...
Nú sást Rauðhetta... eins og hún er tignarleg... þá roðnar hún í samanburði við Innstu Jarlhettu...
Jökulhetta hér... sem við ætluðum ekki að ganga á... en enduðum á því fyrir hvatningu frá Sighvati... Innsta Jarlhetta í skýjunum allan daginn... eins og hún er tignarleg og hefði skreytt gönguna og myndirnar mikið...
Sporðhetta framundan...
Vínrauð sandströnd... hvar sér maður svoleiðis eiginlega ?
Sérkennilegur rauður litur í landslaginu... minnti á Heklu... ferskt grjót að líta dagsins ljós...
Jökultjarnir og ís undir sandinum...
Magnað !
... og við fengum að ganga hér niður... langt í frá sjálfgefið fannst manni... maður var fullur lotningar... slóðir sem fáir ef nokkrir hafa komið...
Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væru forréttindi...
Sporðhetta og Jökulhetta... fyrst kölluðum við fyrri tindinn Jökulhettu af því það var nafnið sem við höfum í huga á tindinn sem okkur grunaði að væri að koma þarna undan jökli...
Ísinn...
Rauða bergið...
Hryggurinn að Sporðhettu... hún fékk það nafn því hún liggur við jökulsporð og rennur eins og sporður undan jöklinum...
Skemmtileg brölt í grófu grjóti til að komast að henni...
Litirnir hér voru aðeins öðruvísi...
Litið til baka...
Sporðhetta framundan...
Fínasta leið upp hrygginn...
Sanddrýlin við jökulinn...
Lambhúshetta og Kirkjuhetta og Kambshetta...
Rauði liturinn.... grá bergið... brúna mölin og frosinn pollur...
Þornaður lækjarfarvegur að hluta...
Sanddrýlin...
Sporðhetta leyndi á sér...
Meira landslag en áhorfðist úr fjarlægð...
Litið til baka...
Lambhúshetta, Kirkjuhetta með einkennandi línu þar sem bergið breytist og loks Kambhetta... með vínrauðu sandströndinni...
Frábær leið... hrunið úr hlíðinni vinstra megin...
Sporðhetta mældist 760 m há...
Jökulhetta hægra megin... hún fékk það nafn því okkur fannst hún vera svo mikið í jöklinum... og við veltum vöngum yfir nafni á þessa hér... og þjálfari endaði á að finna Sporðhettunafnið á sunnudeginum, daginn eftir gönguna...
Jökullinn hér liggjandi að Sporðhettu...
Við gáfum okkur góðan tíma...
+
Skriðjökullinn hér komandi niður.... en árið 2014 lá hann út í lónið... og við héldum að við yrðum að snúa við af þessum tindi til baka þegar við bjuggum til ferðina... við gerðum ekki ráð fyrir að komast hér yfir hvorki á jökli né á sandi...
Sjá hér myndina frá 2014 þar sem jökullinn liggur út í lónið... ótrúlegt að sjá...
Jökullinn skríðandi niður...
Litið til baka...
Mjög gaman að spá og spekúlera...
Dýrðin... Lambhúshetta, Kirkjuhetta, Kambshetta og Strútshetta "frá jöklinum"...
Sporðurinn á Sporðhettu alla leið að Strútshettu...
Sanddrýli að koma upp...
Sprungur og svelgir og hellar í jöklinum...
Niður af Sporðhettu...
Hey... eina hópmynd hér af því einn daginn verður þessi jökull farinn...
Mögnuð leið hér niður á jökulinn...
Litið til baka...
Litirnir...
Bergið...
Hundurinn Batman fór beint úr á jökulinn og hikaði aldrei... og við einhvern veginn eltum hann...
Hann fór heillangt upp eftir...
... og við eltum...
Litið til baka... magnað hvernig jökullinn lá upp við...
Við tók töfraheimur jökulsins þar sem við tókum botnlausar myndir og hver og einn gleymdi sér en hér hefðum við getað verið tímunum saman að upplifa og mynda og anda og horfa...
Sprunga...
Var þetta öruggt... það var við frostmark svo við töldum það... en fórum varlega...
Svelgir og holur...
Botnlaus heimur fegurðar og uppgötvunar...
Jökulröndin...
Hér dropaði stöðugt úr...
Bara hér hefði verið hægt að vera lengi...
Hjarta...
Rennandi vatn undir...
Kíkt undir jökulhelluna...
Þjálfari tók myndband af þessu sem var einstakt...
Við urðum að halda áfram en það var erfitt...
Sighvatur stakk upp á að fara á hinn tindinn handan við jökulinn og Örn tók vel í það... útúrdúr og viðbót... en þetta lá beinast við og ekkert vit í öðru en nýta ferðina...