top of page

Kistufell Esju í þoku og logni

Tindferð nr. 289 sunnudaginn 26. nóvember 2023.


Árið 2012 á þriðjudagskveldi gengum við á Kistufell Esjunnar til að fagna 5 ára afmæli fjallgönguklúbbsins... og var þessi ganga þvervirki en vel í anda þess sem var fyrstu ár klúbbsins... og það var löngu kominn tími til að endurtaka þessa leið enda glæsilegur stapi í Esjunni sem kallar sífellt á mann. Í bríeríi eftir kyngimagnaða göngu á Hátind Esjunnar í október bauð Örn loksins upp á þessa leið þar sem enn eina helgina veturinn 2023 var gott veður, milt, hlýtt og lygnt en það þýddi að þoka lá í fjöllunum og því miður var ekkert útsýni úr efri hlíðum þennan dag.


Engu að síður yndisganga og tignarlega þar sem sást til neðan við þokuna og leiðin mögnuð eins og fangast ágætlega á myndunum.


Alls 11,8 km á 5:45 klst. upp í 825 m hæð með alls 904 m hækkun úr 93 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr ferðinni hér fyrir neðan og nafnalisti við hópmyndirnar:


Gps-slóð leiðarinnar frá árinu 2012 hér: Wikiloc | Kistufell Esju 100512 Trail

Mættir voru 11 manns:


Aníta, Birgir, Fanney, Gulla, Guðmundur Jón, Jaana, Njóla, Sighvatur, Sigríður Lísabet, Sjöfn Kr., Þorleifur og Örn en Batman var eini hundurinn.Seinni hópmyndin, mættir voru 11 manns:


Aníta, Birgir, Fanney, Gulla, Guðmundur Jón, Jaana, Njóla, Sighvatur, Sigríður Lísabet, Sjöfn Kr., Þorleifur og Örn en Batman var eini hundurinn.


Grýtt fótspor... magnað !

21 views0 comments

Comments


bottom of page