top of page

Kollafjarðarárgljúfur, Nípa, "Geitabak" og Geithóll í roki og rigningu.

Æfing nr. 761 þriðjudaginn 27. júní 2023.


Í lok júní var ætlunin að skoða Hagavíkurlaugar en þar sem spáð var roki og rigningu færðu þjálfarar þá ferð um viku og buðu upp á mjög fallega og nýja leið um Esjuna þar sem stefnan var tekin á hnúkinn bak við Geithólinn sem hvergi er nefndur á kortum...


Gengið var upp með Kollafjarðarárgljúfrinu... frá nýju bílastæði... mjög flott aðkoma og leið um Esjuna sem líklega hjólafólk nýtir sér betur en göngufólk...


Kollafjarðará er sérlega fögur rennandi í nokkrum fossum niður með Kúpuhrygg... hér var ansi girnilegur kaldur pottur...


Litið til baka... bílastæðið þarna niðri og hið hefðbundna hægra megin á mynd...


Nípa var fyrsti tindur kvöldsins...


Mjög flott klettastríta sem gaman er að klöngrast upp á...


Frábær mæting í rigningunni... þrír nýliðar... vinkonur og systur þær Gréta, Hulda og Tóta... en annrs voru þetta Aníta, Bára, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Kolbeinn, Magga Páls., Sighvatur, Sigrún Bj., Sjöfn Kr., Þorleifur, Örn og Öyvind en Batman var eini hundurinn... alls 13 manns...


Frá Nípu var haldið áfram upp eftir á slóðanum...


... og stefnt á Geithól sem sést hér mjór hryggur ofar... og svo á tindinn hægra megin á mynd sem er nafnlaus á kortum...


Litið til baka... Kistufell Esjunnar í öllu sínu vestanveldi...


Við gengum upp á þennan nafnlausa tind... beint undir hamrabelti Esjunnar sem var sérlega gaman að skoða í svona návígi...


Unglingar að hanga í sjoppunni ? ... þetta var næstum því svoleiðis !


Þessi tindur var hærri en Geithóll og átti skilið nafn... Sjöfn Kristins stakk upp á Geitabaki sem var vel viðeigandi... Örn stakk upp á Geitahjáleiga... og þegar Aníta kom með hugmyndina "Geitarass" :-) :-) ... þá var snögglega ákveðið að Geitabak skyldi það vera :-)

Nafngift sem fyrr okkur til glöggvunar og áttunar þegar aftur er farið á sömu slóðir... ef einhver veit um nafn á þessum kletti þá endilega senda okkur og við leiðréttum um leið... tökum okkur ekki of alvarlega... sýnum landslaginu þá virðingu að setja nafn á þá tinda sem ekki hafa... sýnum hvort öðru virðingu... og höfum gaman númer eitt...


Niður af Geitabaki var kommið við á þessum klettaásum hér...


Afstaðan með Langahrygg fjærst og Þverfellshornið þarna fyrir miðri mynd... mjög gaman að koma í þennan nýja heim Esjunnar...


Auðvitað skelltum við okkur upp á þessa klettaása... hvað annað... við vorum á fjallgönguæfingu... ekkert gefið eftir :-)


Nú... þar sem Geithóll var við hliðina á öllu saman... lá beinast við að ganga á hann í bakaleiðinni... þó það væri rok og rigning....



Fórum brattari leið niður en vanalega en það slapp af því við vorum svo fá...


Draugatjörnin hennar Sjafnar efst undir klettabeltinu... vin í grýtinu og mosanum...


Við stóðumst ekki mátið að taka mynd...


Gerður Jens ætlaði að sleppa Geithóli en skellti sér svo á eftir hópnum en þar sem henni leist ekki á vindinn þar uppi sneri hún við og fór hringinn í kringum hann... niðurkomin öll af Geithólnum fór Örn að leita hennar en fann ekki og sneri við og svo var hún auðvitað neðan við Geithól hinum megin svo sameinuð gengum við hér niður í áttina að slóðanum aftur...


Ekkert smá hressandi og frískandi þessi útivera með þessu dásamlega fólki... alveg óháð veðrinu...


Niðurleiðin var mjög falleg um hrygginn fagra með fjöldann allan af grenitrjám að koma upp úr jörðinni... dásamlegt alveg...


Alls7,2 km á 2:59 klst. upp í 575 m hæð á Geitabaki og 570 m á Geithól með alls 650 m hækkun úr 68 m upphafshæð...




31 views0 comments
bottom of page