top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Litla Baula og Baulusandur með tungli og sól

Updated: Nov 19, 2025

Tindferð nr. 345 laugardaginn 8. nóvember 2025


ree

Stórkostlegt sjónarspil sólarupprásar... keyrandi á leiðinni á fjall... einkennir tindferðirnar að vetri til...


ree

Baula heilsaði með virktum... Hraunsnefsöcl hér vinstra megin... og Grábrók hægra megin... en Öxlin er á dagskrá í janúar á næsta ári... loksins...


ree

Baula og Litla Baula... ábúendur að Dýrastöðum eru yndælisfólk sem leyfðu okkur í annað sinnið að geyma bílana okkar á malarvegum þeirra við útihúsin... á meðan við vorum á þessum þvælingi upp í fjöllin... haf kæra þökk fyrir Hlynur og fjölskylda...


ree

Lagt af stað kl. 9:56 eftir akstur úr bænum kl. 08...


ree

Litla Baula hér umkringd ljósari fjallsásum... spyrja má hvort þessi ljósu fjallsbungur séu hinn eiginlegi "Baulusandur" sem er merktur á kortum á mismunandi stöðum... við gengum nú upp ásinn vinstra megin... en árið 2013 hægra megin.. og komum í báðum tilfellum niður í dalnum austan við Litlu Baulu...


ree

En ferðirnar eru svo ólíkar að það er með ólíkindum... báðar farnar í nóvember... en þessi í auðu færi, heiðskíru veðri og vetrarsól... en sú árið 2013 í vindi, kulda og engu skyggni ofar... en þó fallegri sól í lok göngu þegar gengið var niður með dalnum...


ree

Ferðin árið 2013 var sínu erfiðari en nú, árið 2025... Tindferð 99 Litla Baula laugarda


ree

Brátt reis sólin og byrjaði á að skína á Baulu eingöngu... þar sem hún reis hæst á þessu svæði...


ree

Við gengum upp með gljúfri Dýrastaðaár til að byrja með...


ree

Litla Baula kemur betur í ljós... dökk og brött....


ree

Fossinn í Dýrastaðaá kallaðist á við grjótrennurnar í Baulu...


ree

Við eltum kindagöturnar...


ree

Litla Baula og Baulusandur komin í sólina...


ree

Skyndilega birtist tunglið... og það fylgdi okkur allan daginn... eins og sólin...


ree

Þegar Dýrastaðaá sleppti tók Sátudalsá við...


ree

Við fylgdumst með tunglinu...


ree

Og áður en við vissum stóð það á toppi Baulu...


ree

Áhrifamikið... dulrænt... yfirskilvitlegt... við réðum því hvernig við túlkuðum þetta... en tilviljun var sláandi...


ree

Einföld leið inn dalinn og nú sást betur hvernig ljósi sandurinn er mestur norðaustan megin við Litlu Baulu...


ree

Litla Baula og Baulusandur... "fjöll" dagsins ef kalla má þau bæði slík... við skráum allavega Baulusand sem fjall í safnið til að sýna honum virðingu...


ree

Yndislegur félagsskapur þar sem heimsmálin sem og önnur mál eru rædd í vinsemd og virðingu fyrir ólíkum skoðunum... og einstaklega mikilvægt að geta einmitt gert það...


ree

Haustlitirnir ennþá að njóta sín þar sem snjórinn var ekki búinn að taka alfarið yfir...


ree

Fyrri nestispásan... þó nokkur vindur þennan dag og hér var smávegis skjól...

ree

Baula sýndi á sér nýja hlið sem fáir sjá... austurhlíðarnar...


ree

Ótrúlega góð mæting... eins og í fyrri tindferðum síðari hlutann á þessu ári... þjálfarar skilja ekkert í þessu... en gleðjast vel og eru fegnir að svona stórkostlegar göngur upplifist af fleirum...


Örn, Steinar R., Björg, Siggi, Jaana, Linda, Birgir, Halldóra Kr., Inga, Hjörtur, Kolbeinn, Aron F. Þorsteinsson gestur, Smári og Silla en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...



ree

Þjálfarar voru búnir að ákveða að ganga upp öxlina vestan við Litlu Baulu... en höfðu ekki hugmynd um að þessi ás væri svona fagurljós á lit...


ree

Hópmynd nær...


ree

Lagt af stað upp Baulusand...


ree

Stífur vindur beint í fangið á okkur upp hér…


ree

Og þessi vindur jókst með hverjum metranum upp í mót…


ree

Baulusandur og Litla Baula hér á mynd…


ree
ree

Smá hlé eftir erfiðan kafla í líparítskeljunum gegn mjög stífum vindi þar sem við áttum fullt í fangi með að fóta okkur upp brekkurnar...


ree

Litla Baula...


ree

Ekkert væl... haldið áfram þó vindurinn væri erfiður...


ree

Baula í allri sinni vetrarsólardýrð... óvenjulítill snjór á henni...


ree

Ofar tók misinn við eftir myljandi líparítskeljarnar...


ree

Nú opnaðist fyrir útsýnið til vesturs... og norðurs...


ree
ree

Ásinn sem við fórum upp um árið 2013...


ree

Frostnálarnar... þetta átti bara eftir að aukast ofar...


ree

Þessi þrjú... hafa mætt í margar magnaðar göngur... sem aldrei hefðu orðið að veruleika... nema af því það mættu allavega nokkrir... Birgir, Jaana og Silla… eðalfólk í alla staði…


ree

Allt hrímað ofar...


ree

Hvammsfjörður... ótrúlegt !


ree

Komin á efsta hluta Baulusands...


ree

Sólin gul... ekta nóvemberbirta... við höfum farið í hverja stórkostlegu gönguna á fætur annarri í nóvember öll þessi 18 ár...


ree

Hvílík fegurð... hvílíkur dagur... hvílíkar ljósmyndir...

ree

Það skrítna var... að allar frostnálarnar vísuðu til norðurs... þetta var eftir vind úr suðri... á það hefði maður aldrei giskað...


ree

Aldrei höfum við séð svona langar frostnálar skaga út af öllu grjótinu á stóru svæði… hreinlega aldrei áður…


ree

Litla Baula... kletturinn eða hyrnan sjálf...


ree

Baulan sjálf... við komin svo hátt upp að við sáum tindinn... en hún er um 100 m hærri en við vorum þennan dag..


ree

Já... frostnálarnar á stóru svæði...


ree
ree
ree

Miklir sviptivindar efst og frosið færi en þó stutt í mjúkan jarðveg… árið 2013 fórum við út á þennan hrygg í mjúku snjófæri… nú leist okkur ekki eins vel á þetta… en Örn var ákveðinn í að bjóða þeim sem treystu sér til að þræða sig út eftir hér að gera það… Bára fór hálfa leið í smá könnunarleiðangri og sneri við frá síðasta efsta kaflanum og leist ekki nægilega vel á… sem þýddi að nokkrir ákváðu að sleppa þessum kafla líka…


ree

Hver og einn ákvað hvað hann lagði í…


ree

Greiðfært fyrsta hlutann (hér er litið til baka af hryggnum á miðri leið)...


ree

Bára sleppti kaflanum þarna efst við klettinn...


ree

Örn lagður af stað og menn komu á eftir...


ree

Nestispása í hávaðaroki og kulda… en smá skjóli samt… fyrir okkur hin á meðan…


ree

Smjörhnúkur(ar) og Tröllakirkja í Hítardal ? ... og Ljósufjöll og Þrífjöll hægra megin ? Já… líklega…


ree

Komin upp á efsta tindinn á hrygg Litlu Baulu... Aron, Birgir, Hjörtur, Inga, Siggi, Smári, Steinar R. og Örn... Inga var eina konan... þessi leið var í lagi nema smá erfitt framhjá klettunum...


ree
ree

Batman fyrstur til baka… í eðlislægri viðleitni til að halda vel utan um hjörðina sína þar sem hún var dreifð um allan hrygginn… magnaður hundur !


ree

Nú héldum við upp á efsta tind… ef svo má segja að sé sá á litlu Baulu… hærri bunga en þessi hryggur sem gnæfir yfir allt svæðið og af þessari bungu voru ágætis brekkur niður allan hringinn nema af þessu meginlandi sem sameinar Litlu Baulu og Baulusand…


ree
ree
ree

Frostið bauð upp á lygilegt sjónarspil þennan dag…


ree
ree

Hæsti tinfdur Litlu Baulu... í 944 m hæð...


ree

Með hrygginn á Litlu Baulu og Baulu í baksýn… stórkostleg ferð og sætur sigur… á sjaldförnum slóðum… sem er óskiljanlegt að fleiri skuli ekki ganga um…


ree

Útsýnið til vesturs...


ree

Norðurs...


ree

Norðausturs...


ree

Austurs...


ree

Suðausturs...


ree
ree
ree
ree

Já, ég veit... þetta var lygilegt... náttúran skákar manninum margfalt í snilld, fegurð og frumleika…


ree

Ofan af þessum hæsta tindi á þessum fjallgarði… var borðleggjandi að fara niður dalinn… en ekki niður mosavaxna ásana eins og upphaflega var ætlunin vestan við Litlu Baulu…


ree
ree
ree

Ekkert nafn sérstaklega á þessum dal hér innst en neðar heitir hann Sátudalur…


ree
ree
ree
ree

Suðausturhlið Litlu Baulu... hingað hafa fáir komið...


ree

Stórkostleikur þessa dags í hnotskurn…


ree

Baula skreytti þennan dag margfalt betur en við gerðum okkur vonir um…


ree

Niður Sátudal… í logni og síðsegissól… hvílík dásemd…


ree
ree
ree

Skeggjaði Sólgleraugangæinn í Sátudalsá… fyrir þá sem sjá hann !


ree
ree
ree

Litla Baula í allri sinni bröttu reisn…


ree

Baulusandur og Litla Baula…


ree
ree

Landslagið kallaðist allt á…


ree
ree

Sólin tók að setjast… og við tókum síðasta kaflann í sólsetrinu… og vorum á undan áætlun… í tíma…


ree
ree
ree
ree
ree
ree

Farið að sjást í Dýrastaði…


ree
ree

Baulugrjótskriðufossinn aftur…


ree

Farið að skyggja… en alls ekki þörf á höfuðljósum sem við vorum með til öryggis því litlu má muna ef eitthvað bregður út af… við vorum himinlifandi með að ná þessu fyrr en við áætluðum… og við keyrðum hálfa leið heim í birtu... ótrúlegt... komin í bæinn kl. 18 en ekki 19...


ree

Alls var niðurstaðan úr öllum mælingum 16,2 km á 6:33 klst. (Örn fór lengra en Bára á hryggnum) með alls 950 m hækkun úr 74 m upphafshæð…


ree
ree

Spjall og viðrun eftir göngu við bílana eins og alltaf… allir alsælir með ferð sem var framar vonum… hvílíkt lán… enn ein glæsilega gangan á þessu ári… við þorum eiginlega ekki að biðja um meira… en þiggjum það sem að okkur er rétt… og eigum þrjár ferðir eftir á þessu ári… á lygilegasta tíma ársins… þeim dimmasta… þar sem lág sólin gefur birtu og liti sem ekki fást á öðrum árstímum… og alger forréttindi eru að fá að upplifa almennt… og grátlegt hversu fáir fá að reyna á eigin skinni…


ree

Hraunsnefsöxl sagðist bíða eftir okkur í janúar 2026…


ree

Skarðsheiðin hefur oft fengið okkur í heimsókn… hringleiðir um alla dali hennar… og upp á hvern einasta tind hennar… þveruð endilangt… ótrúleg ævintýri sem við eigum að baki öll þessi ár… og enn ótrúlegra að við skulum virkilega ennþá vera að fá svona daga eins og þennan… sem gefur enn eina víddina í upplifun og reynslu… langar ísnálar sem aldrei fyrr… hlýir litir í nóvember sem aldrei fyrr… já, ótrúlegt…


Að vera þakklátur… er það mikilvægasta…



Myndbandið af ferðinni hér: Litla Baula og Baulusandur 8. nóvember 2025

Comments


bottom of page