top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Litla Horn um Sandhnúk og Skessubrunna í Skarðsheiði

Æfing nr. 767 þriðjudaginn 2. ágúst 2023.


ree

Við áttum erindi við óþekktan tind í Skarðsheiði sem þjálfarar komu auga á fyrir tveimur árum... en hann skagar út úr fjallgarðinum neðan við Skarðshyrnu og rís eins og sértindur þaðan út frá... og loksins kom að því að ganga á hann á enn einum blíðskaparviðrisþriðjudeginum í ágúst...


ree

Frábær mæting... nokkrir nýliðar... og menn að koma sem sjaldan mæta... enda 17 stiga hiti, logn og sól... auðvitað gengum við á fjall þetta kvöld !


ree

Lagt var af stað frá malarstæði við bæinn Efra skarð sem er orðið eyðibýli og hvergi símanúmer að fá á ja.is en þetta land á nú félag í eigu nokkurra sem bændur í Tungu fræddu okkur svo um síðar um kvöldið að væru þau sem lagt hafa skelfilegan jeppaslóða upp eftir öllu fjallinu og þvert yfir það efst þar sem verið er að girða landið af og gróðursetja á skóg... allt líklega í nafni kolefnisbindingar... en ásýnd fjallsins er verulega sködduð með þessu... allavega í augum okkar sem hér hafa gengið árum saman...


ree

Vegurinn hér og girðingin... áfall að sjá þetta... en það á líklega við um öll svæði sem skyndilega eru girt af sem ekki hafa verið það... kannski verður þetta fallegt þegar tíminn líður og hér rís skógur... en ef þessi tískuskógrækt er nú til komin af tekjuvæntingum en ekki náttúruvernd eða einskærri ástríðu fyrir gróðri og grænum svæðum... ja, þá er spurning hvernig þetta endar allt saman... vonandi fer þetta bara vel og verður yndislegt...


ree

Litla horn rís hér hægra megin... við hefðum getað brölt uppp hrygginn upp og farið svo niður og undir tindinn og þar upp en sú pæling kom ekki fyrr en við ræturnar þegar Njóla og Doddi spurðu... og hefði verið spennandi leið... en við tökum hana bara næst... þegar næg er birtan og ekkert kapphlaup við hana...


ree

Nýliðar kvöldsins fengu aldeilis eldskírn með krefjandi uppleið og heilmiklu klöngri.,.. en voru hæstánægðir með kvöldið enda ekki annað hægt...


ree

Skarðshyrna vinstra megin og Litla horn hægra megin... jú... þetta er sértindur, engin spurning...


ree

Skessubrunnarnir hér svo fallegir í kvöldsólinni... spegilsléttir og friðsælir... það var mjög freistandi að setjast hér og borða... en við vildum fara að þeim efri og borða þar við uppgönguleiðina á Litla Horn...


ree

Og því létum við okkur hafa það og kláruðum þessa brekku hér upp... allir sveittir og þreyttir í hitanum... við erum ekki vön að ganga í 17 stiga hita og logni með enga svalandi golu að hjálpa til...


ree

Komin að efsta Skessubrunninum sem lúrir alveg við Skarðshyrnu...


ree

Lítið vatn í þeim brunni... skrítið þar sem svo mikið vatn er í þeimi neðri... en hér var borðað og spjallað í rólegheitunum í sólinni...


ree

... áður en haldið var upp brekkurnar á Litla horn...


ree

Bratt og grýtt og seinfarið en vel fært... og betri leið en þjálfarar þorðu að vona á nýrri, ókannaðrin leið...


ree

Skarðshyrnan svo falleg í gullinni birtunni og sumarbúningnum sínum...


ree

Uppi á hálsinum milli tinda var gaman að koma og horfa niður í Skarðsdalinn... þann sem við göngum vanalega um á leið á Skarðshyrnu og Heiðarhorn hefðbundna leið... en oft fara menn svo niður Skessubrunnamegin þar sem við komum upp svo þetta var mjög skemmtileg, ný nálgun á svæðinu...


ree

Við röktum okkur niður eftir Litla horni...


ree

... og á meðan kannaði Örn aðra leið niður um smá gil sem hér var...


ree

Skarðsdalur... hér höfum við oft gengið upp og niður...


ree

Dásamlegt að fara hér um þennan hrygg...


ree

Magnaður útsýnisstaður á Litla horni yfir á Esjuna, Akrafjall og borgina að ótaldri Leirársveitinni allri...


ree

Hópmyndin var tekin hér... geggjaður staður !


ree

Mættir voru:


Agnar, Aníta, Bára, Clement, Dagný, Doddi, Gerður Jens., Gréta, Hlynur, Ingunn, Jaana, Johan, Karen, Kolbeinn, Linda, Njóla, Oddný G., Sigga Lár., Sigrún Bj., Sigrún Anna, Siggi, Sjöfn Kr., Þorleifur og Örn... þar af var Batman eini hundurinn ?


ree

Við tímdum varla að fara niður... en það húmaði að og ráð að koma sér alla leið til baka...


ree

... um þessa bröttu leið sem Örn fann... en hún reyndist sú eina sem var fær þarna niður... því þetta var allt klettabelti sem var ófært annars...


ree

Snæfellsjökullinn glitraði í kvöldsólarlaginu...


ree

Mergjað gil !


ree

Skærgul blóm í grjótinu í gilinu...


ree

Mikið spjallað og spáð... besti félagsskapur í heimi...


ree

Nýliðarnir eru æði ! Gaman að fá ykkur öll ! :-)


ree

Skemmtileg niðurleiðin um lækjarfarveginn...


ree

... sem gaf fallegan grænan lit... en niðurleiðin var mjög krefjandi beint niður og þeir sem mættu og hafa lítið gengið fundu vel fyrir þessari göngu sem og við hin... þetta var meið meira krefjandi kvöldgöngunum... en svo falleg að það var þess virði...


ree

Alls 8,2 km á 3:50 klst. upp í 708 m hæð með alls 682 m hækkun úr 82 m upphafshæð...


Myndband af ferðinni hér (en tók samt engar hreyfimyndir, eingöngu ljósmyndir): Litla horn í Skarðsheiði 220823. - YouTube


 
 
 

Comments


bottom of page