top of page

Mórauðakinn 14 ára afmælisganga Skarðsheiðartindur nr. 10 af 22 árið 2021

Þriðjudagsæfing 26. maí 2021 á #Skarðsheiðardraumurinn


Ath... því miður glötuðust allar ljósmyndir Báru þjálfara (sem tekur almennt myndir í Toppfaraferðum)... og því eru örfáar myndir af þessari göngu í þessari ferðasögu sem Örn tók... og svo nokkrar fengnar að láni frá samfélagsmiðlum frá þeim sem mættu...

Við fögnuðum 14 ára afmæli fjallgönguklúbbsins með gullfallegri göngu á Mórauðukinn í norðanverðri Skarðsheiði...


... þar sem allir mættu í ljósri skyrtu með bindi... eða jafnvel heilu jakkafötunum og með hatta og allt saman... og byrjuðu á að stikla nokkrum sinnum yfir ána neðst og klöngrast svo upp á brúnir gljúfursins neðan við Mórauðahnúk...


Við komumst að því að það er vel hægt að fara í flotta fjallgöngu í sparifötunum... og skemmtum okkur konunglega á meðan...


Mórauðihnúkur yfirgnæfandi ofan okkar í austri... á honum stóðum við í lok janúar og sigruðum tvo fyrstu Skarðsheiðartindana... Hádegishyrnu og Mórauðahnúk...Mjög flott leið frá upphafi til enda... Skarðsheiðin lumar á nokkrum svona fallegum tindum í sér norðanverðri... myljandi líparítið einkennandi fyrir Mórauðukinn eins og Mófellið vestar og Okið ofan þess... en það verða tveir síðustu tindar Skarðsheiðarinnar sem við göngum á á þessu ári 2021...


Neðan við tindinn sem mældis 571 m hár var tekin þessi sögulega ljósmynd... frábær mæting... en fyrst og fremst frábær þátttaka í hvítu skyrtunni með bindið og hatt á höfði... þetta fólk er snillingar svo ekki sé meira sagt !


Efri: María E., Gunnar, Jaana, Lilja Sesselja, Anna Sigga, Margrét B., Gerður Jens., Elísa, Siggi, Þórkatla, Gunnar Már, Linda, Silla, Hafrún, Jóhanna D., Vilhjálmur, Arna Harðar, Bára.

Neðri: Sandra, Jóhanna Karlotta, Kolbeinn, Bjarni, Björgólfur, Þorleifur, Lena gestur, Rakel, Sjöfn Kristins., Helga Rún, Gylfi, Örn og Steinar Adolfs...


Alls mættir 32 manns... Guðmundur Jón tók þessa mynd þar sem hann var sá eini sem ekki var í skyrtu... hin myndin sem Bára tók og hefði verið í lit hér... er því miður glötuð...


Mynd frá Sillu ? Þjálfarar komu með freyðivín og konfekt og buðu upp á í matarpásunni sem var stuttu neðar í skjóli... það var mun betra veður þarna megin Skarðsheiðarinnar en í bænum... sól og gola jú... en hávaðarok í borginni og mjög hráslagalegt þegar við keyrðum inn í hana aftur... við vorum ótrúlega heppin með veður þetta kvöld...


Mynd frá Jöönu eða Jóhönnu D eða Sillu ? Það var stemning í hópnum og allir í hátíðarskapi... magnað að gera þetta... og drepfyndið auðvitað fyrst og fremst !

Meistarataktar hjá Lilju Sesselju sem oftar ! ...hún mætti með heimaprjónað bindi í hvítu skyrtunni sinni með hekluðu skrauti á... hvílík snilld hjá henni... jólapils... eldfjallahúfa... ofl sem hún hefur gert í gegnum tíðina fyrir fjallgöngurnar... sköpunarkraftur hennar er einstakur og hefur oft gefið okkur hinum innblástur...Kaflinn frá nestispásunni og um vesturhlíðar Mórauðukinnar er mjög fallegur... í appelsínugulu líparíti... og snjóskaflarnir sem við höfðum smá áhyggjur af... reyndust í fínu lagi...


Tveir í hópnum tóku þetta alla leið... og slógu tóninn fyrir búnaðinn í afmælisgöngunni árið 2015... þá skulum við mæta öll í jakkafötum... það verður eitthvað ! ... allavega geggjað gaman... !


Bjarni... Gerður Jens... Þorleifur... englar á ferð... við erum svo lánsöm að hafa svona eðalfólk innan okkar raða... maður kemur alltaf betri maður heim eftir samveru með þessu fólki... takk fyrir okkur...


Jóhanna Diðriks tók þessa... af fjalli kvöldsins... og þjálfarabíllinn slysaðist með á myndina... það var svolítið heppilegt því þetta var síðasta fjallgönguferð þessa bíls... kominn í endurskoðun og of dýrt að gera við hann... þjálfarar keyptu sér loksins aðeins nýrri Toyotu... sem mætti viku síðar á þriðjudagsæfingu... svo þessi mynd reyndist vera kveðjumynd For-runnersins okkar... sem farið hefur með okkur í ótal ferðir árum saman... og nánast aldrei bilað eða verið með vesen... takk fyrir okkur elsku Toyota 4runner... árgerð 1997...


Jakkafatagæjarnir í 14 ára afmælisgöngunni á Mórauðukinn í Skarðsheiði... Bjarni og Þorleifur... með fjall kvöldsins í baksýn hægra megin...


... það er sem sé hægt að fara í 6,2 km fjallgöngu á 3:32 klst. með alls 521 m hækkun upp í 571 m hæð úr 94 m upphafshæð... í þessum útbúnaði og skemmta sér konunglega á meðan ! ... þá vitum við það... fyrir 15 ára afmælisgönguna í maí árið 2022...


Hér er myndband af göngunni þar sem allar ljósmyndir Báru þjálfara nýttust allavega ! Mórauðakinn Skarðsheiði 14 ára afmælisganga 260521 - YouTube

52 views0 comments
bottom of page