top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Melfell og Hafurshorn í Hekluhrauni um Gamla Næfurholt

Tindferð nr. 326 laugardaginn 22. febrúar 2025


Þjálfarar sáu Melfellið á kafi í hrauni vorið 2022 þegar þeir fóru með hópinn í ferð tvö á Bjólfell og félaga og ákváðu að þetta fell yrði að bætast í safnið þar sem staða þess var einstök standandi á kafi í hrauni frá Heklu og umlukið á allavegu…

 

Þessari ferð var frestað í desember 2024 og svo í janúar 2025 en loksins gafst á veður og það í sumarfæri og sumarveðri um miðjan febrúar… og var þessi ganga sannkölluð yndisganga…

 

Því miður er wix-forritið að stríða þjálfara og blogið svo hægfara að það er ekki hægt að skrifa ferðasögu undir myndirnar svo hér fer samfelldur texti um ferðina í byrjun og stöku setningar undir stöku myndum…

 

Ófeigur, bóndi í Næfurholti gaf okkur leyfi til að ganga um þetta svæði og fræddi þjálfara um ýmislegt í sögu Melfells og gamla Næfurholts en í göngunni byrjum við á að ganga að þóftum hans og rifjuðum upp sögu hans og hvernig ábúendur gáfust upp eftir 3ja vikna gos þar sem hraunið tók bæjarlækinn og hluta af túnunum í september árið 1845…

 

Sjá hér magnaða söguna á fb um eyðibýli en þjálfari fann ekki betri heimildir á veraldarvefnum sem er synd því einhvers staðar man ég eftir því að hafa lesið meira um sögu þessa magnaða bæjar eldfjallsins Heklu:

 


Sýnin frá “Grunnbúðum í Fjallaseli” eða frá bústað þjálfara í Landsveit þar sem bæði fjallsásinn með Hafurshorni og Melfellið sjálft blasti við í hrauninu af Heklu og Bjólfell er hægra megin og Búrfell í Þjórsárdal vinstra megin og efst er Hekla… mynd tekin degi áður í fádæma blíðskaparveðri föstudaginn 21. Febrúar 2025… þar sem mý og húsflugur fóru á stjá í 10 stiga hita, sól og logni í sveitinni bestu…



Logn og hlýtt veður… sólin skein smávegis þennan dag…


Skarðsfjall… sem bíður okkar í desember…  



Lagt af stað kl. 10:03…






Við byrjuðum á að ganga um tóftir gamla Næfurholts þar sem er minnisvarði og grafreitur…



Hádegisfjall… Strilla eða Stritla og loks Bjófell… þarna inn af er núverandi Næfurholtsbærinn… sjá hvernig hraunið hefur runnið ansi langt niður eftir… sbr. Sagan sem Ófeigur sagði þjálfara um stöðvun hraunsins með mætti nærverunnar…












Upp og yfir hraunið… það kom á óvart að sjá slóðana… en bílvegur er langt inn eftir vestar í landslaginu (neðar) sem við sáum þegar gengið var á Hafurshornið… heimamenn og smalar líklega…













Leiðin um hraunið var greiðfærari en við áttum von á…










Stórkostlegt landslag… það voru forréttindi að fá að vera hér…




Hér fengum við okkur nesti á meðan Ása og Oddný náðu í skottið á okkur… en þær misstu af okkur í upphafi göngunnar… og gengu 2 km á 1 klukkustund á meðan við gengum 3 km á 2 klukkustundum og þannig tókst þeim á ná okkur þó þær í raun leggðu af stað klukkustund á eftir okkur… magnað hjá þeim og þetta segir allt um dólið okkar þennan dag… bara yndisganga…




Oddný og Ása ná okkur… meiri snillingarnir !


Alls mættir 18 manns sem var frábær mæting !

 

Í stafrófsröð: Agnar, Aníta, Ása, Bára, Birgir, Guðjón, Gulla, Guðný Ester, Helga Rún, Inga, Jaana, Jóhanna Fríða, Linda Sjöfn, Oddný T., Sighvatur, Silla, Sjöfn Kr., og Örn en Bára tók mynd og Askur, Baltasar, Batman og Myrra voru hundar dagsins…












Fórum fyrst upp með hraunhryggnum áður en snúið var upp á Melfellið… stórbrotið landslag svo ekki sé meira sagt…







Langafellið hægra megin í framhaldi af Hádegisfelli, Strillu og Bjólfelli… og vinstra megin eru Gráfell og Tindgilsfell… óskaplega falleg leið sem við bjuggum til árið 2013 og endurtókum árið 2022…

 

 



Tindur Melfells í 380 m hæð… en gps tækin voru svolítið misvísandi…






Batman fær sér að drekka úr náttúrulegum vatnspolli í hrauninu…


Hvílíkur staður… hvílík stund… hvílíkur febrúardagur… þetta veður og þetta sumarfæri var með ólíkindum… eins gott að við nýttum þennan dag… því framundan voru stormar og snjókoma dögum saman vikurnar á eftir…


Myrra á fyrri mynd… og Baltasar á seinni myndinni… bæði svo flott… að það var ekki hægt annað en hafa báðar myndirnar…



Frábær hópur… dásamlegur dagur…


Nú gengum við eftir öllu Melfelli til norðurs… þar sem það lækkar og ein hrauntungan hefur runnið yfir norðurtaglið…









Norðurtindur Melfells… ekki alveg eins hár og hinn en óskaplega fagur…



Sumar… jæja… vor í lofti… litirnir í landslaginu svo fagurt… þetta var nærandi og hugvíkkandi svo engin orð fá lýst…


Búrfell í Þjórsárdal fjærst… fjallsásinn þar sem Hafurshorn er að finna þetta gula… ekkert nafn er á gilinu sem er svipmikið að sjá…



Norðurhluti Melfells… magnaður staður…




Sjá hvernig Melfellið er nánast komið allt undir hraun í norðurhlutanum… ótrúlegt að sjá þetta…







Eins og rauðir sveppir séu á gulu blómunum…










Komin út í enda Melfells… og framundan var að fara aftur yfir hraunið í átt að Hafurshorni…







Litið til baka að Melfelli…







Silla… komin aftur… spræk og geislandi glöð eins og henni einni er lagið… hvílík gæfa fyrir okkur…







Ansi úfið hér… en þeim mun fegurra… sterkustu litir ferðarinnar voru á þessum stað…




Komin af hrauninu og framundan voru fjallsásinn þar sem Hafurshornið leyndist… en hvar nákvæmlega það var… vitum við í raun ekki… það voru nokkrir fagrir staðir á þessum ási sem líktust hornum… og við enduðum á að fara út í enda þessa fjallsáss… áður en við snerum við í bílana…







Litla Hekla… hún er komin á dagskrá árið 2026… það verður spennandi leið… við skulum ná öllum fjöllunum kringum Heklu næstu árin… Bjallarnir eru mjög spennandi… sem dæmi… o.m.fl…






Litla Hekla…






Glæsileg birta og landslag… þrátt fyrir frekar einfalda og létta dagleið… skúrir í grennd… en engin kom úrkoman á okkur fyrr en síðasta kaflann í bílana… og þá var orðið þungbúið um allt og góða sumarveðrið farið í bili…


Hafurhornið var hugsanlega hér… allavega náði fjallsásinn ekki lengra til norðurs og handan sandsins voru Næfurholtsfjöllin og svo Bjallarnir ofar eða austar í landslaginu…


Sighvatur gaf Báru þjálfara smásagnasafn Halldórs Laxness þar sem eins sagan er um rötun eða Kórvillu á Vestfjörðum… hann mælist til þess að hópurinn lesi þessa sögu… og hér með er þeirri áskorun komið á framfæri… lesum þessa sögu eins og við lásum um Suðurskautsferð Shackletons hér um árið og hrifumst öll þá með svo aldrei gleymist…



Þó nokkur leið til baka eftir fjallsás Hafurshorns… í fallegri birtu og ljúfu landslagi… og tók að rigna í lokin… hvílíkur dagur !








Grjót sem var eins og fingur… magnað !




Mælar… jarðskjálfta eða ?









Gangan endaði á 12,5 km á 5:44 klst. Upp í 340 m á Melfelli og 380 m á Hafurhorni… með alls 417 m hækkun úr 135 m upphafshæð… en tækin voru ósammála eins og nú tíðkast í nýrri skautaðri heimsmynd þar sem hver og einn velur sér sinn sannleika… og menn hætta að geta skipst á skoðunum á yfirvegaðan og málefnalegan máta… vonandi tekst okkur að missa ekki þá hæfni… að sjá ólík sjónarhorn og hafa ánægju af því að til sé fólk sem sér hlutina á annan hátt en maður sjálfur… besta dæmið eru fjöllin og náttúran… fjöllin hafa ólíkar hliðar… og náttúran er síbreytileg…


Það er þetta með “fullvissuna” í magnaðri ræðu kandinálans í kvikmyndinni Conclave…. sem á óhugnanlega vel við á okkar tímum… Sjá af youtube:


15,786 views • Dec 3, 2024


My brothers and sisters, in the course of a long life in the service of our Mother the Church, let me tell you that the one sin I have come to fear more than any other is certainty. Certainty is the great enemy of unity. Certainty is the deadly enemy of tolerance. Even Christ was not certain at the end. 'Eli Eli, lama sabachtani?' He cried out in His agony at the ninth hour on the cross. 'My God, my God, why have you forsaken me?' Our faith is a living thing precisely because it walks hand in hand with doubt. If there was only certainty, and if there was no doubt, there would be no mystery, and therefore no need for faith.” ― Cardinal Lawrence , Conclave

 

Sprungið á dekkinu hjá Ásu og Oddnýju… en Guðjón bjargvættur var ekki lengi að blása nýju lofti í dekkið og þær komust heilar heim… öðlingsdrengur hann Guðjón svo ekki sé meira sagt !

Dásamleg ganga með yndislegu fólki í áþreifanlegu vorveðri sem var kærkomið á miðjum vetri og langt í frá sjálfgefið… það er okkar að nýta svona daga þegar þeir komast… takk fyrir að mæta… eingöngu þannig verða svona töfradagar að veruleika…

 

Haf þökk Ófeigur bóndi að  Næfurholti sem ávalt hefur reynst okkur bóngóður í öllum okkar þvælingi um þetta svæði…

 

 

Comments


bottom of page