top of page

Miðsúla sigruð og Syðsta súla með

Tindferð nr. 315 laugardaginn 7. september 2024


Tólfta gangan okkar á Botnssúlur... og önnur á þessu ári þar sem Örn bauð upp á Háusúlu í júlí... var farin á Miðsúlu og Syðstu súlu og var þetta fjórða skiptið sem Miðsúla var sigruð...


Í fyrri ferðum slepptu sumir efsta tindi á Miðsúlu og svo var einnig í þessari ferð þar sem fjögur lögðu í bratta hrygginn norðan megin upp og fjögur létu þar við sitja og biðu neðar þar sem allur hópurinn fór svo á Syðstu súlu...


Hryggurinn er enda ekkert lamb að leika sér við, þarf þarf að fara mjög varlega og þegar enginn er snjórinn þá skiptir máli að nýta haldið í móberginu og vera fótviss og ekki glíma við mikla lofthræðslu...


Örn fann svo betri leið niður skriðurnar og klettana vestan megin en sú leið er engu að síður mjög brött og því tókum við þá ákvörðun að þetta yrði síðasta ferðin þarna megin upp á Miðsúlu og næst yrði farið að vori til með mjúkan snjóinn í brekkunum vesstan megin sem gefa gott hald... en sú leið er engu að síður mjög brött og efst uppi er ekki snjór heldur klettar sem þarf að klöngrast um svo þessi Botnssúlan er alltaf snúin uppgöngu og eingöngu fyrir þá sem eru vanir miklu klöngri, hafa yfirvegun og útsjónarsemi í þessu brölti og eru öruggir í slíkum aðstæðum.


Fjallasýnin og birtan þennan dag var alveg einstök... engin Botnssúluganga er eins... það er alveg magnað að upplifa það... og hópurinn sem fór var dásamlegur... alls 8 manns sem var sorglega fámennt... en þetta er raunveruleikinn þessi misserin... sífellt færri leggja í krefjandi fjallgöngur og við prísum okkur sæl að hafa byrjað á þessu 2007 og þó náð öllum þeim fjöllum sem eru að baki... en meðan þessi örfáu sem eru til í þetta fjallabrölt... þá munum við halda áfram... enda hefur þessi hópur sem heldur tindferðunum gangandi síðustu ár beðið um að endurtaka göngu á allar Botnssúlurnar fimm frá árinu 2012 og við því ætlar Örn að verða einhverja helgina í maí á næsta ári á vinnuhelgi Báru... ef veður og þátttaka leyfir...


Magnaður dagur með frábæru fólki upp á alls 17,8 km á 7:45 klst. upp í 1.113 m hæð með alls 1.306 m hækkun úr 180 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr ferðinni hér og nafnalisti undir hópmyndinni:




































Fjögur fóru upp hrygginn á Miðsúlu og alla leið á tindinn... Þorleifur, Aníta og Sjöfn og svo Örn þjálfari sem tók myndina. Batman var heima í þessari ferð þar sem brattinn hentaði honum ekki.


Hin fjögur biðu niðri en allir fóru svo upp á Syðstu súlu.







































Mættir voru alls 8 manns:


Birgir, Þorleifur, Aníta, Sjöfn Kr., Berta, Sighvatur og Áslaug Birgis en Örn tók mynd og Batman fékk ekki í fyrsta sinn að koma með í tindferð sökum brattans en hann hefur þurft að sitja heima þegar farið er að á jöklana og í lengri ferðirnar út á land svo hann virtist sætta sig við að þetta væri "óó fyrir Batman" :-)


























Geggjuð ferð ! Besti félagsskapur í heimi ! Takk elskurnar !


Gps-slóð ferðar hér:

22 views0 comments

Comments


bottom of page