top of page

Molddalahnúkar og Ölkelduhnúkur kringum Reykjadal í dásamlegri lognstillu.

Þriðjudagsæfing nr. 701 þann 26. apríl 2022.


Enn einn yndisdagurinn í apríl var síðasta þriðjudagskvöldið í mánuðinum þegar við fórum gamalkunnar slóðir frá árinu 2008 á Molddalahnúka og svo nýjan hring yfir á Ölkelduhnúk sem við vorum að ganga á í fyrsta sinn... áður en við sneiddum svo inn mjög flotta leið um Ölkelduskarðið inn í Reykjadal aftur...


Mjög vel mætt eða 25 manns sem var frábært því þetta var eðalkvöld með meiru og dýrmætt að margir upplifi svona dásemdarkvöld eins og þetta...


Gengið var hefðbundna leið inn Reykjadal til að byrja með...


Með Molddalahnúkana alla hér vinstra megin við gönguleiðina...


En þegar komið var yfir ána... sem nú er brúuð... ótrúleg breyting á þessu svæði á þessum árum frá því við gengum hér fyrst... þá var lagt í hann upp á Molddahnúka í stað þess að ganga inn með dalnum eins og allir gera til að komast í heita lækinn og að hverunum innar...


Grýttar skriður en vel færar og við fórum þetta á glimrandi spjallinu...


Skaflar enn í landslaginu um allt svo myndirnar eru kuldalegar að sjá... en okkur fannst við vera í þvílíku sumarveðri... það var algert logn og svo mikil kyrrð...


Molddalahnúkar eru margtindóttir eða klettóttir og forma hið sérkennilega landslag þess svo sést í mílufjarlægð...


Við stöldruðum oft við og lengi þetta kvöld... lognið var þess lags að það var erfitt að halda áfram... svo gaman að bara sitja og spjalla...


Örn þræddi með okkur eftir hnúkunum á góðri hringleið... en það er kominn slóði þar sem ekki var og ljóst að fleiri fara þennan hring sem við fórum hér fyrst um árið 2008...



Hæsti tindur hér framundan... og góður slóðinn...

Hér uppi stöldruðum við lengi og nutum útiverunnar og landslagsins... yndislegt alveg...


Hinn tindur dagsins framundan handan við gljúfrið... Ölkelduhnúkur... en enn fjær glittir í Tjarnarhnúk og Lakahnúk... og svo Þingvallasvæðið allt saman...


Mjög skemmtileg leið á mjúkum mosa eða grjóti og mold...


Klettagatið á leiðinni... þessir Molddalahnúkar eru virkilega skemmtilegir...


Við gengum niður og ofan við gljúfrið góða þar sem allir ganga upp eða niður í Reykjadalinn...


Skaflar í giljum en þetta hér var fullt af snjó... sem gaf svo eftir þegar menn stigu í gegn...


Sjá gatið sem Guðmundur steig niður um... ansi djúpt... undir rann lækurinn... varasamt landslag og vert að gæta sín...


Litríkur lækur... rjúkandi op... bullandi hverir... allt að gerast um allt á þessu svæði...


Sumarið er komið...


Ölkelduhnúkur var léttur uppgöngu... hér er enginn stígur en gönguleiðirnar liggja í kring niðri á láglendinu framhjá hverum og tjörnum...


Molddalahnúkarnir í baksýn...


Innri hluti Reykjadals og Molddalahnúkarnir allir... bæði vinstra megin þar sem við komum upp úr dalnum... og svo hægra megin þar sem við fórum upp og borðuðum nesti...


Það var svo gott veður að við þurftum reglulega að minna okkur á að halda áfram að ganga...


Upp á hæsta tind Ölkelduhnúks...


Hann mældist 449 m hár og er hærri en Molddalahnúkarnir... ofan af honum er kyngimagnað útsýni eins og af Molddalahnúkum en niður á annað landslag...


Leirvötn... fagurbláar tjarnir... hverir... gufustrókar...


Niður var svo ferðinni heitið á stíginn sem liggur þarna niðri og leiðir mann niður í Reykjadal aftur un Ölkelduhálsinn...


Greiðfært að mestu...


Sólsetrið farið að lita kvöldið svo fallegt...


Rífandi góð stemning í hópnum og mjög gefandi samvera...


Komin innst í gilið ofan við Reykjadal... hér var aftur varasamur skafl yfir gili þar sem lækur rann undir... og gaf hann sig á einum stað...


Sjá hvar var farið í gegn... strákarnir reyndu að búa til fleiri göt en tókst ekki...


Þessi kafli hér er mjög fallegur... stígur utan í hlíðinni... keðja á einum stað... en fært öllum sem eru á annað borð að brölta eitthvað...


Hópmynd í stígnum... sést reyndar lítið í andlitin en skemmtilegt :-)


Stígurinn inn í Reykjadalinn svo aftur...


Stóri hverinn undir Dalaskarðshnúk... mjög fallegir litir hér...


Reynsluboltarnir... Björgólfur, Birgir og Örn...


Niður í Reykjadalinn aftur... með fagurmótaða Molddalahnúkana fyrir framan okkur... þeir eru svo fallegir...


Ótrúleg uppbygging hér frá því við fórum fyrst í lækinn með nákvæmlega ekkert hér nema smá stíg beggja vegna lækjarins og grasbala til að skipta um föt... ferðamannastraumurinn og samskiptamiðlarnir breytt svona stöðum mikið á örfáum árum...


Ferðamenn í læknum að baða sig... frekar ofarlega... hitastigið stjórnar því hversu ofarlega maður fer í hvert sinn...


Við eltum bara stígana hér með eins og hverjir aðrir ferðamenn...


Mikil smíði þessi trépallur með tröppum hér og þar... þetta fær greinilega frið fyrir snjósöfnun og leysingum sem eru ekki lengi að fjarlægja svona smíði í öðrum lækjum þar sem veðrið er harðneskjulegra...


Sumir að koma hér í fyrsta sinn en aðrir verið hér oft áður...


Stígurinn nær líka austan megin við lækinn til að byrja með en kemur svo inn á vestari stíginn sunnar... þegar þjálfarar fóru hér könnunarleiðangur árið 2008 þá lentu þeir í mikilli mýri í austurbökkum lækjarins og fóru með hópinn vestan megin þar sem aðalstígurinn er núna...


Brúin yfir lækinn... mikil uppbygging hér og allt í fínasta að greiða fyrir hana og aðstöðuna við upphafsstað í formi bílastæðagjalds...


Sólsetrið litaði nú himininn smám saman...


Og síðasti hlutinn var virkilega fallegur...


... í eldrauðum bjarma í vestri...


Fossinn með sólsetrinu... svo fallegt...


Um leið og sólin settist tók að rökkva...


Það húmaði snöggt að þegar við komum að bílastæðinu í lok göngunnar... og við keyrðum heim í myrkri... enn einu sinni úr töfraheimum náttúrunnar... inn í harðneskjulegt malbikaða borgarumverfið... förum sem oftast út fyrir borgina... og náum okkur í náttúruorku á heimsmælikvarða sem er um allt kringum borgina... í boði fyrir alla þá sem bara reima á sig skóna og leggja af stað...


Alls 12,7 km á 4:02 - 4:07 klst. upp í 435 m á Molddalahnúkum og 449 m á Ölkelduhnúk með alls 717 m hækkun úr 86 m upphafshæð.


Fullkomið kvöld eins og þau gerast best á vorin... mikil náttúra, fegurð, útsýni, landslag og krefjandi útivera í senn... yndislegt... takk öll fyrir samveruna og fyrir að mæta og njóta...

153 views0 comments

Comments


bottom of page