Mávahlíðar tíu árum seinna...
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- 20 hours ago
- 1 min read
Æfing nr. 863 þriðjudaginn 26. ágúst 2025

Í annað sinn í sögunni gengum við á Mávahlíðar á Reykjanesi... hvílíkt nafn... og nú voru Gylfi og Lilja Sesselja aftur með í för... en Lilja gekk með lítinn dreng í maganum í fyrri ferðinni... sem nú er 10 ára... hann Þorsteinn Ingi... og aftur eru þau mætt... og eru þau tvö ásamt Halldóru Þórarins þau einu sem enn eru eftir af fyrsta hópnum sem gekk með okkur upphafsárið 2007 - 2008...
Spáð var mjög hvössum vindi og það gekk eftir... en það var einhvern veginn svo hlýtt og fallegt veður að við tókum varla eftir vindinum... sólin skein... smá rigning... regnbogi... sólsetur... hvílík fegurð á þessari leið... við megum vera þakklát fyrir svona kvöld...
Alls 7,0 km á 3:01 klst. upp í 245 m hæð með alls 213 m hækkun úr 216 m upphafshæð...
Ljósmyndir göngunnar hér neðar og nafnalisti undir hópmyndinni.



Ása í nýju riddarapeysunni... en þessi er kennd við vorið... hún ætlar að prjóna fyrir allar fjórar árstíðirnar... virkilega falleg peysa og alveg í stíl við landslagið ! ... hún er eiginlega með flottari riddarapeysum sem við höfum séð !










Mættir voru alls 12 manns: Brynjar, Helgi, Örn, Björg, Smári, Þorleidur, Lilja Sesselja, Gylfi, Birgir, Oddný T., og Ása en Bára tók mynd og eðalvinirnir þau Batman og Myrra léku á als oddi allt kvöldið...

Ótrúlega falleg og gefandi ganga og lygilega vel sloppið í þessari veðurspá... gefum ekki eftir... takk elskur fyrir að mæta !
Comments