top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Mógilsárgljúfur í Esju frá sjó að upptökum við Geithól #Esjanöðruvísi

Æfing nr. 850 þriðjudaginn 6. maí 2025


ree

Bára þjálfari er með Esjuna sem vinafjallið sitt í fyrsta skipti eftir nokkur ár á Úlfarsfelli... og það hefur þýtt að hún er að prófa alls kyns nýjar leiðir á þessu fallega fjalli...


ree

Ein af þeim var að rekja sig meðfram Mógilsá frá því við bílastæðið undir Esjunni þar sem áin fellur í sjó fram... og alla leið upp að Geithóls þar sem vatnið kemur undan berginu og byrjar að renna niður hlíðar Esjunnar...


ree

Við gátum ekki beðið með að hafa þessa leið á dagskrá og settum hana í stað Bolakletts í Borgarfirði sem víkur í enn eitt skiptið af dagskránni...


ree

Ása hér í stíl við bergið á leiðinni... í nýjum buxum og skó og peysu og höfuðfat allt í stíl ! Ekkert smá flott !


ree

Gljúfur Mógilsár í Esju... steinsnar frá fjölförnum slóðanum... er alveg magnað að upplifa...


ree

Heilmikið klöngur en fegurðin slík að allir vildu leggja þetta á sig... enda varla hægt að tala um fjallamennsku þegar menn ganga á breiðum, sléttum slóðum allar göngur...


ree

Við megum ekki hætta að klöngrast og brölta um ókunnar og ótroðnar slóðir... því annars hættum við að geta gengið á fjöll...


ree

Hvílík dýrðarinnar leið ! Það er ekki hægt annað en mæla með þessari leið við alla sem vilja meira en slétta stíga á fjalli !


ree

Mættir voru alls 13 manns... grátlega fáir í raun þar sem þetta var Esjan og svo falleg, ný leið... Smári, Sigrún Bjarna., Hjörtur, Sighvatur, Karen, Sjöfn Kr., Örn, Linda, Inga, Siggi, Ása og Silla og perluvinirnir, Batman og Myrra léku sér með og Bára tók myndina...


ree

Komin að brúnni... hér verður leiðin léttari og greiðfærari upp efri hlutann... en áfram heilandi og nærandi...


ree

Ofar tók þokan við... og svo smá rigningarsúld á Geithólsleiðinni niður Rauðurðina...


ree

En aftur kom skyggnið þegar neðar var komið og við tókum grassléttuna síðasta kaflann og lentum ofan við Esjustofu síðasta hlutann... alveg frábær leið sem er komin til að vera reglulegan á þriðjudögum... !


Alls 6,1 km á 3:01 klst. upp í 484 m hæð með alls 468 m hækkun úr 16 m upphafshæð...


Takk öll elskur fyrir að mæta, þessi æfing var í hæsta gæðaflokki og enn ein nýjan leiðin á #Esjanöðruvísi að hætti Hjölla

Comments


bottom of page