top of page

Nípa og Kollafjarðarárgljúfur í Esju

Æfing nr. 788 þriðjudaginn 23. janúar 2024.



Dagsbirtan mætti á þriðjudagsæfingu... sem og 27 manns... enda var blíðskaparveður... logn og tungbjart... og ferskur snjór yfir öllu...


Gengin var slóðaða leiðin upp með Kollafjarðarárljúfri og alla leið upp á brúnina neðan við Gunnlaugsskarðið þar sem síðasta brekkan tekur við upp á félaga Geithóls...


Heilmikill snjór á leiðinni og gott að vera í keðjubroddum en mest um vert var að fá alla nýliðana í göngu sem voru nokkrir og stóðu sig öll með prýði...


Á niðurleiðinni var komið við á Nípu þangað sem við renndum okkur niður brekkuna ofan við hana en hún var eins og vel skreytt jólatré í miðjum hlíðum Esjunnar með allan hópinn að klöngrast þarna upp... mjög skemmtilegur klettur sem er vel þess virði að brölta á... og mun skemmtilegri leið og fallegri en hin hefðbundna upp að Steini Esjunnar...


Alveg hreint dásamlegt kvöld... fegurðin með tunglið í smá skýjaslæðu... algert lognið... og ferskan snjóinn í fjallinu... borgina í fjarska... allt var þetta með ólíkindum fallegt og heilandi í myrkrinu sem nú víkur hratt fyrir dagsbirtunni á þriðjudögum...


Alls 4,7 km á 2:11 klst. upp í 391 m hæð efst með alls um 356 m hækkun úr 60 m upphafshæð...





Mættir voru alls 27 manns:


Efri: Birgir, Siggi, Jaana, Andrea Dofra, Rakel Dofra, Magga Páls., Valla, Jón St., Þórkatla, Þorleifur, Kristjana, Brynjar, Þóra, Björg., Kjartan Long og Gylfi.


Neðri: Matthildur, Sigríður Páls., Sigurbjörg, Sigrún Bjarna., Sjöfn Kr., Dagmar Lóa, Aníta, Gerða Fr., Soffía Helga og Örn en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn ?



Ljósmyndir úr göngunni hér fyrir neðan:



















Takk fyrir töfrandi fallega og friðsæla göngu... þær einfaldlega gerast ekki betri en þetta í janúar... hvílík dásemd !

7 views0 comments

Comments


bottom of page