top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Níu tindar í Mosó á 31 km hringleið á 8 klst. á fallegum sumardegi

Updated: Aug 26, 2025

Tindferð nr. 336 laugardaginn 28. júní 2025


ree

Fimmta Ofurgangan sem í ár var um Strútsstíg frá Hólaskjóli í Hvanngil var frestað í síðustu viku júní mánaðar vegna veðurs en laugardaginn eftir þessa virku daga þri 24. - fös 27. júní þar sem var spáð rigningu alla dagana á hálendinu og hvergi veðurglugga að fá... var sól og blíða... en þá komust ekki allir sem ætluðu Strútsstíg og því urðum við að freesta henni fram til 6. - 10. ágúst...


ree

Í svekkelsi yfir þessari frestun... eftir allan undirbúninginn... símtölin... yfirleguna yfir veðurspám... vangaveltum um leiðina.. osfrv... ákvað þjálfari að bjóða upp á mjög langa göngu á fellin öll í Mosó... en enginn sýndi því áhuga nema Sjöfn Kristins... og úr varð að Bára ákvað að fara þó enginn mætti... af því þetta var gamall draumur og veðrið var of gott til að sleppa því...


ree

Úr varð mögnuð ferð á níu tinda í blíðskaparveðri þar sem hundurinn Batman var sprækur sem lækur og er þessi leið komin á kortið hér með og verður boðið upp á hana á næsta ári... sem tilvalda æfingu fyrir Ofurgöngurnar... og fyrir nördana sem elska fellin í Mosó... og finnst ekkert hallærislegt við það að ganga á þau öll saman í einni langri göngu...


ree

Ég lagði af stað kl. 8:42 á laugardagsmorgninum... Úlfarsfellið var fyrsti tindur af níu...


ree

Af Litla hnúk...


ree

Fjöllin framundan... Hafrahlíð, Reykjaborg, Þverfell, Torfdalshryggur og Grímmannsfell... smá sést í Reykjafellið...


ree

Helgafellið, Æsustaðafjallið og Reykjafellið... Fjær er Mosfell en ég sleppti því því það er ekki spennandi að þurfa að þvera þjóðveginn... og ég lét mig dreyma að þetta yrði svo létt að ég myndi "skella mér á Mosfellið" í leiðinni... en það fór ekki svo... þetta var nógu drulluerfitt... :-)


ree

Komin niður Sólbakkaleiðina af Úlfarsfellinu og hér þarf að ganga veginn að Hafravatnsvegi og þaðan upp á Hafrahlíð...


ree

Vegurinn...


ree

Tók myndir á hverjum tindi en var ekki farin að hugsa að gera það á Úlfarsfelli... svo þetta er fyrsta mynd af tímanum og vegalengdinni... á miðjum malbiksveginum milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar...


ree

Hafrahlíð framundan... ég fór stíginn beint upp í miðri hlíðinni...


ree

Alls staðar lækir til að drekka... fyrir hundinn og mig...


ree

En misgóðir...


ree

Dísarhóll... farið um slóðann hér og gerðið og inn á göngustíg...


ree
ree

Upp Hafrahlíðina...


ree
ree

Úlfarsfellið úr hlíðum Hafrahlíðar...


ree

Tindur tvö... Hafrahlíð...


ree

ree

Reykjaborgin næst...


ree

ree

Tindur þrjú, Reykjaborg...


ree

Búin með 7,7 km á 1:49 klst...


ree

Sýnin til baka á fyrstu tvö fellin...


ree

Mosfellsbær... klárlega svalasti og ljúfasti bærinn á höfuðborgarsvæðinu... og sá seini sem hefur haft vit á því að hempa náttúrunni og dýralífinu... Hafnarfjörður kemst kannski næst þessu líka... en alls ekki Reykjavík þar sem allt snýst um að hampa steinsteypunni og malbikinu og miðbænum... grátlegt... en þökk sé Mosó er enn hægt að njóta í byggð þar...


ree

Framundan... Þverfell, Torfdalshryggur og Grímmannsfell...


ree

Þverfellið og Bæjarfellið með Bjarnavatni og Borgavatni...


ree
ree

Allir lækir nýttir :-)


ree

Litið til baka á Reykjaborg...


ree

Borgarvatn...


ree
ree

Þverfellið...


ree
ree
ree
ree
ree

Þverfell... fjórði tindurinn af níu...


ree
ree
ree

Búin með rúma 9 km á rúmum 2 klst...


ree

Bjarnarvatn...


ree
ree
ree

Hér áðum við í steikjandi hita og logni... svo mýið mætti strax... og ég færði migyfir í goluna norðan megin við stífluna...


ree
ree
ree
ree
ree
ree

Hér komu erlend hjón með íslenskan fjárhund.. þeim fannst gaman að heyra á hvaða leið ég væri og könnuðust við sjö tinda hringn Mosfellinga...


ree
ree

Hér var kona í fuglaskoðun... ég ræddi ekki við hana, hún var upptekin...


ree

Útsýnið yfir Þverfell og Bjarnarvatn frá hlíðum Torfdalshryggjar...


ree
ree
ree
ree

Torfdalshryggur... tindur fimm af níu...


ree

Grímmannsfellið séð frá tindi Torfdalshryggjar...


ree

Esjan...


ree

Eini kaflinn nánast þar sem enginn stígur var... hér lét ég landslagið ráða með stefnuna á efsta tind Grímmannsfell og enginn stígur var sjáanlegur fyrr en efst við tind þess...


ree

Bláfjöll og félagar... mjög áhugavert að sjá landslagið neðan við Grímmannsfellið hér nær á mynd... dalverpið eða dældina þarna grænu sem dæmi...



ree
ree

Hengillinn...


ree
ree
ree
ree

Tindurinn á Grímmannsfelli í augsýn... þessi kafli var mjög langur og sá eini þar sem ég fann til óþreyju...


ree
ree

Komin á stíg efst í Grí´mmannsfelli... þessi stígur liggur svo niður um syðri öxl fellsins...


ree

Þennan stíg hefði ég átt að fara svo aftur til baka af tindi Grímmannsfells... frekar en að fara norðuröxlina... enda l eiðrétti ég mig stuttu eftir að ég var komin áleiðis niður hann..


ree
ree
ree
ree

Tindur sex... Grímmannsfell... hæsti punktur dagsins... í 496 m hæð...


ree
ree

Komin "út í enda" á hringleiðinni.... og nú var að snúa við og koma sér "til baka" um Reykjafell, Æsustaðafjall og Helgafell í Mosó...


ree
ree

Geldingatjörn (varasamt að fara hringleið þar um og Leirvogsvatn sem við hringum reglulega á þriðjudagsæfingu...


ree
ree
ree
ree

Niður af tindi Grímmannsfells fer ég svo um slóðann á norðuröxlinni þar sem við höfum farið hana nokkrum sinnum áður… en átta mig fljótleg á því að auðvitað lá mun beinna við að fara niður suðuröxlina þar sem hún lág svo í beinni línu að Reykjafellinu sem var hæsta fjall á leiðinni…


ree

Ég sneri því til suðurs af stígnum og stefndi á stíginn sem ég sá að lá um suðuröxlina… og var ekki lengi að leiðrétta þessa vitleysu í mér… ef einhver eltir gps-slóðina mína, þá sem sé þarf að passa þetta, að fara niður af Grímmannsfelli á stígnum sem er sunnar…


ree
ree

Komin á stíginn í suðurhluta Grímmannsfells...


ree

Litið til baka... tindur Grímmannsfells vinstra megin...


ree
ree

Bjarnarvatn úr suðurhliðum Grímmannsfells...


ree
ree
ree

Ofan af Grímmannsfelli var þessi fíni stígur niður frekar brattan kafla… ég var að sjá þennan stíg í fyrsta sinn og gladdist mjög yfir að uppgötva nýja og mjög skemmtilega leið á Grímmannsfell…


ree

Litið til baka...


ree
ree

Komin niður og framundan var stígur... alla leið á Reykjafellið... ótrúlegt... þetta kom mér mjög á óvart... Mosfellæingar standa sannarlega fyrir sínu...


ree

Á þessum kafla er mýrlent og það reyndi vel á skóna og útsjónarsemi við að sniðganga verstu bleytuna… hér er betra að vera vel skóaður… allir utanvegaskór blotna strax á þessum kafla en ökklaháir fjallgönguskór geta vel haldið… en svo ræður veðurtíðin auðvitað öllu hvern dag…


ree
ree
ree

Hér áðum við Batman í annað sinn á göngunni... við friðsælan læk... ómetanleg stund...


ree
ree
ree

Komnir tæpir 19 km á tæpum 5 klst....


ree

Litið til baka upp brekkuna góðu á Grímmannsfelli...


ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree

Reykjafellið framundan...


ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree

Reykjafellið... sjöundi tindurinn af níu... 22 km á 5,5 klst....


ree
ree

Æsustaðafjall framundan... ég eltist við stíginn eins og hægt var en ekki alveg þar seem ég stytti aðeins á milli...


ree
ree

Hér verður síminn rafmagnslaug því miður... og engar myndir voru teknar af leiðinni yfir á Æsustaðafjall sem var áttunda fjallið... né yfir á Helgafellið í Mosó sem var níunda og síðasta fjallið á þessari hringleið en þar fann ég fínstu leið í gegnum hverfið og Varmá… en þó ber að vara við kaflanum utan í Helgafellinu þar sem þræða þarf ofan við hestagerðin í suðurhlíðunum og gæta að friðnum þar…

 

Mögnuð hringleið sem koma virkilega á óvart og var miklu meira á stíg en ég átti von á og án allra hindrana að ráði fyrir utan kannski hestagerðin í lokin og svo hverfið en það gekk samt mun betur fyrir sig en ég átti von á.


Var örþreytt eftir þennan túr en hann lifði sterkt í minningunni allt sumarið og leiðin kallaði stöðugt á mann… þetta var eitthvað sem ég vildi upplifa með Toppfarahópnum… svo við munum setja þessa leið á dagskrá við tækifæri á næsta ári 2026…


Þessi leið er áskorun fyrir þá sem vilja sjá hvernig þeir þola yfir 30 km gönguleið… og hún er stórkostlegur sigur fyrir alla sem klára… hún hentar vel þeim sem vilja eyða tímanum í göngu en ekki akstur… og hún hentar mjög vel þeim sem vilja geta hætt við á miðri leið og hringja og láta sækja sig sem er auðvelt að gera á milli fjalla á þessari leið…


Einstakur dagur sem stendur upp úr flestu sumarið 2025…



Comments


bottom of page