top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Norðurpóllinn hvað ? Dagmálafell og Kjölur úr Kjós í ískulda, gullsól og stórkostlegri víðsýni

Tindferð nr. 323 laugardaginn 7. desember 2024


ree

Að vakna með fjöllunum...... að þessu sinni keyrandi upp Mosfellsheiði... á leið í kjósina... af því við lögðum ekki af stað úr bænum fyrr en klukkan tíu...


ree

Þetta var fjalllendi dagsins... jólatindferðin var á Kjöl um Dagmálafell úr Kjósinni... sem við höfðum lengi verið á leiðinni að bæta í safnið okkar...


ree

Það er tignarlegur tindur þarna upppi... við ætluðum að reyna að finna hann... en sáum hann aldrei þennan dag...


ree

Lagt var af stað kl. 10:50... eftir 35 mín akstur... með leyfi bóndans í Hækingsdal lögðum við bílunum við stóru keflin...


ree

Sandfell í Kjós svo tignarlegt og fagurmótað... ég man ennþá þegar ég tók fyrst eftir þessu fjalli... árið 2007 og við vorum að byrja að móta fjallgönguklúbbinn...


ree

Upp fórum við með þessu gili... Krúnudalur og Þverárdalur eru örnefnin á þessum stað...


ree

Frosinn lækurinn...


ree

Fínasta færi og saklaus leið en vel á fótinn... hér leið Ingunni ekki vel og á endanum ákvað hún að snúa við og kemur vonandi aftur sem fyrsta í göngu !


ree

Hækingsdalur og Sandfell þegar litið var niður Kjósina....


ree

Frosnir fossar og heiðbláir að lit... Sighvatur, Örn, Jóhanna Fríða og Gulla...


ree

Steinar, Brynjar og Birgir... það var jöfn kynjaskipting í þessari göngu... einmitt eins og við viljum hafa það... eins og það var í gamla daga...


ree

Hér fór sólin að skína og náði þarna inn...


ree

Sjá færið...


ree

Frábær hópur á ferð... þrír hundar... og sumir að koma í sína fyrstu tindferð eftir langt hlé...


ree

Birtan þennan dag var að byrja að mæta...


ree

... hún lék stórt hlutverk þennan dag...


ree

Jólaþemað... jólahúfur... jólahlaðborð... jólaskreytingar...


ree

Klettanös hér...


ree

Þessi gyllti litur...


ree

Hér er farið að sjást til Skarðsheiðar...


ree

Akrafjallið er þarna í fjarska... nær eru Skálafellsháls sem er kominn tími á að rifja upp á þriðjudagskveldi...


ree

Skálafellsháls... og Múli ásamt Höggunum og Trönu...


ree

Móskarðahnúkar farnir að kíkja upp fjær... sjá hrygginn á Múla hægra megin... allt fjöll sem við erum búin að ganga á...

ree

Það voru forréttindi að vera að bæta nýjum fjöllum í safnið... þau eru orðin fágæt í svona lítilli fjarlægð frá borginni...


ree

Eftir brekkuna á Dagmálafelli tók heiðinni við...


ree

Þessi frosni foss hefði verið geggjuð brekka þegar maður var lítill að leita að hröðum sleðabrekkum...


ree

Sighvatur með Móskörðin á bak við sig...


ree

ree

Uppi var stífur vindur og hann lamdi vel á okkur... það varð ískalt... og lítið hægt að spjalla þegar verst lét... en við létum okkur hafa það...og kvenþjálfari benti á að samkvæmt spánni átti að lægja með deginum... breytilegar átti fram yfir hádegið og svo lygnara... en það átti ekki að vera svona mikið rok samt takk fyrir :-)


ree

Sólin farin að gylla allt...


ree

Skyndilega tók hún að skína á okkur og allt varð svo fallegt og léttara...


ree

Framundan sást til tinds sem gat verið sá hæsti… en þjálfara grunaði að hann væri lengra í burtu og átti í raun að vera meira til hægri…


ree

Blákollur í við Hafnarfjall farinnn að sjást vel hér...


ree

Úfin skýin framundan í þessum stífa vindi sem lamdi á okkur... en við héldum ótrauð áfram...


ree

Það var eins gott að vera með allan búnað... ullina innst og skelina yfir... frostið beit hart... og líklega var vel yfir 10 stiga frost þegar kaldast var í vindkælingunni...


ree

Þjálfarar ákváðu að taka beinni línu yfir þetta gil.. ekki sneiða eins mikið ofan við það þar sem þeim sýndist leiðin fær... og hún var aldeilis saklaus þegar að var komið...


ree

Hér hefði samt ekki verið hægt að fara nema af því áin var frosin.... en þetta var eini sstaðurinn sem gaf skjól... og því fengum við okkur nesti hér...


ree

Litið niður eftir ánni og fram af... foss neðar... þetta var Þverá...


ree

Það var krefjandi að taka nestispásu.... svo kalt... en nauðsynlegt... og við héldum uppi jákvæðum anda... enda ekkert annað í stöðunni við svona aðstæður... kuldinn reyndi verulega á...


ree

Jólanestið.... jólastaur... jólaöl... mandaríma... piparkaka... jólakagkaka... jú, og svo venjuleg samloka :-)


ree

Þrjú koma í jólapeysum... við skelltum okkur í myndatöku þrátt fyrir kuldann...


ree

Birgir sagði að honum hlýnaði við að fara í peysuna yfir jakkann... og gekk það sem eftir var upp á tind í peysunni...


ree

Vestari tindurinn á Kili...


ree

Ein af nokkrum brekkum...


ree

Þessi stapi var norðar... þetta var varla tindurinn sem við sáum skaga up úr fjalllendinu í fjarska ? Það má spyrja sig samt...


ree

Snjórinn skafinn...


ree

Skálafell... Sauðafell... Móskarðahnúkar... Skálafellsháls... Múli, Höggin og Trana...


ree

Norðurpólsfílíngur...


ree

Þetta var svo fallegt...


ree

Lág vetrarsólin á þessum tíma... gefur kyngimagnað myndefni...


ree

Pant alltaf fara á fjall í þessum dimmasta mánuði ársins...


ree

Við þurftum að setja höfuðið fram og halda áfram í bítandi kuldanum og vindinum... og enginn gaf eftir...


ree

Sjá skafrenninginn... og vindinn...


ree

Takk fyrir okkur sól...


ree

Heilmikið landslag þarna á Kili...


ree

Önnur brekka...


ree

ree

Snjórinn mjúkur...


ree

Farin að sjá til fjalla í suðri... Bláfjalla, Reykjanesið og svo er Skálafellið þarna hægra megin...


ree

Til Esjunnar...


ree

Víðáttan... snjórinn... bláminn... kuldinn... þetta var yfirnáttúruleg uplifun eins og áður á þessum vetri...


ree

Litið til baka...


ree

Sólin var á himni tæpa fjóra klukkutíma... reis kl. 10:59 og settist kl. 15:37...


ree

Frosnu stráin...


ree

Friðurinn...


ree

Farið að sjást til Þingvalla... Hekla , Tindfjallajökull og Eyjafjallajökull fjærst vinstra megin...


ree

Dj. voru allir duglegir !


ree

Elsku Batman... æxlið stækkar og stækkar... og það blæðir úr því þegar hann rekur það í jörðina...


ree

Hef þessar myndir hér til að varðveita þennan harmleik... þyngra en tárum taki... einfaldlega hræðilegt...


ree

En Batman er sprækur... gefur ekkert eftir í göngunum... borðar, drekkur, sefur, fer í göngutúra og knúsar og gerir allt eins og vanalega... nema kannski svolítið minni orka... en hann er ennþá fremstur... og bíður ennþá eftir manni í göngunum... hverfur stundum þegar tindinum er náð... höfum haldið að hann væri að leita að drykkjarvatni... en það virðist ekki vera svo einföld skýring... hefur týnst nokkrum sinnum á fjalli á árinu en alltaf komið þegar flautað er á hann að lokum......


ree

Fremstu menn...


ree

Gjörnýting á dagsbirtunni... rökkur í bænum allan dagin á þessum árstíma... það er þess virði að fara á fjall og drekka í sig birtuna...


ree

Hjarnið...


ree

Stráið og við...


ree

Mjöllin skafin...


ree

Komin ansi langt frá Dagmálafelli...


ree

Bláminn...


ree

Brynjar og Tíra... góðir göngufélagar...


ree

Tindurinn í augsýn...


ree

Elsku Tíra... ljúfa og blíða... hrímuð í kuldanum... hún gætir Brynjar Orn Arnarson síns af kostgæfni... en gætti um leið hjarðarinnar þegar mest á reyndi í rökkrinu i lok göngunnar...

... beið róleg meðan við Birgir tókum síðustu brekkuna niður í lítilli birtu... án þess að missa sjónar af Brynjari sínum sem var framar... smalahundshjartað brást ekki...


ree

Elsku Baltasar... sem lærir hratt af eldri hundunum og gefur okkur geislandi gleði sama hvernig veðrið lætur og kuldinn bítur... ísbjarnarbangsinn okkar dásamlegi...


ree

Stutt eftir...


ree

Kjölur... hæsti tindur... í mældri 776 m hæð... magnaður staður !


ree

Sýnin til Þingvallavatns...


ree

Til suðvesturs...


ree

Fremstu menn... magnað myndband tekið hér... algert logn skollið á og við nutum þess í botn að koma hingað !


ree

Botnssúlurnar í allri sinni dýrð... sést til Norðursúlu, alls hryggjar Vestursúlu, Miðsúlu smávegis og svo Syðstu súlu... Hlöðufell á bak við hlgra megin og hornið á Ármannsfelli...


ree

Búrfell í Þingvallasveit... loksins... vorum við hérna megin... sjá Skriðu, Skriðutinda, Klukkutinda, Skefilsfjöll, Hrútafjöll, Kálfstinda og Reyðarbarmana... Ármannsfell nær vinstra megin á myndinni...


ree

Skarðsheiðin í allri sinni fegurð...


ree

Síðustub menn upp...


ree

Hér var kalt... en komið logn og við fögnuðum vel...


ree

Ef maður fór aðeins úr vettlingunum... þá var maður lengi að vinna sér upp hita aftur...


ree

Gulla, Brynjar, Sighvatur, Jóhanna Fríða, Steinar R., Sjöfn Kr., Örn, Fanney, Aníta, Skarphéðinn, Birgir og Bára tók mynd og Tíra, Batman og Baltasar sjást hér á myndinni líka :-)


ree

Um leið og hellt var úr þessari flösku í dallinn hans Batmans... þá fraus hún... og tappinn í stútnum lokaði alveg fyrir og var ekki brotinn upp aftur með handafli... slíkt var frostið þarna... vatnið fraus nánast strax...


ree

En við gáfum ekki eftir og slógum upp jólahlaðborðinu okkar… í þessi bítandi frosti…


ree

Gómsætar veitingar…


ree

Flestir treystu sér ekki einu sinni til að setjast við hlaðborðið… það var svo kalt… við vorum þrjár sem settust...


ree

Heimatilbúnar smákökur, konfekt, ostar, vínber, laufabrauð, sælgæti...


ree

Gullfalleg birta... litir þessa árstíma... blái, bleiki, hvíti og guli...


ree

Frábært að ná þessu... eftir allan ískalda vindinn í fangið á uppleið...


ree

Svo fór að koma gjóla... og okkur varð enn kaldara... og þá var ráð að pakka saman.. dúkurinn var frosinn fastur við jörðina... vatnið var frosið...


ree

Við strunsuðum af stað til að koma hita í kroppinn...


ree

Drukkum í okkur fegurðina allt í kring…


ree

Hlóðum okkur sólarorku…


ree

Nutum þess að vera hér… á þessari stundu…  


ree

Bláminn var ölvandi fagur...


ree

Náttúran skákar okkur margfalt…


ree

Litið til baka…


ree

Þéttum hópinn öðru hvoru…


ree

Tunglið mætt… sólin farin… samvinna himintunglanna beint fyrir framan okkur…


ree

Renndum okkur niður brekkurnar....


ree

Ótrúlega heilandi !


ree

Hundarnir til í þetta líka :-)


ree

Mikið spjallað...


ree

Það var farið að rökkva á tindinum... svo við vorum að gjörnýta birtuna...


ree

Heilmikið landslag á þessari leið...


ree

Móskörðin aftur komin nær okkur... svo falleg í ljósaskiptunum...


ree

Stutt eftir...


ree

Klakafossinn.... og tunglið...


ree

Magnaður staður... fyrir þá sem hafa þennan landslagssmekk...


ree

Tíra gætti síðustub manna vel...


ree

Jóhanna Fríða með jólaljós á bakpokanum eins og Kolbeinn... alger snilld !


ree

Eftur renndum við okkur…


ree

Þetta var svo gaman !


ree

Og örugglega mjög hollt fyrir sál og líkama 😊 


ree

Kjósin mætt aftur…


ree

Hamarinn í brekkunni… ef við bara hefðum vitað hversu mikill kuldi og vindur beið okkar um morguninn...


ree

Ein buna í viðbót… hvað annað 😊 


ree

Fljót hér niður í fínasta færi…


ree

Myrkrið læddist inn en við sluppum við að  ná í höfuðljósin…


ree

Við þurfum að taka þriðjudagsgöngur í þessum hlíðum og skoða gljúfrin… búin að vera lengi á leiðinni að ganga meira hér…


ree

Litið til baka…


ree

Frosni lækurinn…


ree

Tunglið fylgdi okkur alla leið niður eins og tryggur stuðningsmaður…


ree

Máni...


ree

Bílarnir...


ree

Tíra að passa síðustu menn en um leið ekki missa sjónar á Brynjari sínum…


ree

Takk fyrir okkur Dagmálafell og Kjölur…


ree

ree

Komin fyrir myrkur...


ree

Alls 14,9 km á 6:11 - 6:15 klst. upp í 494 m á Dagmálafelli og 776 m á Kili með alls 922 m hækkun úr 98 m upphafshæð…


ree

Þetta var sannarlega jólaleg jólatindferð sem stóð undir nafni…


ree

Við þökkum Helga bónda í Hækingsdal kærlega fyrir góðfúslegt leyfi til að fá að leggja bílunum við keflin…


ree

Batman leyfði Tíru að vera hjá sér í skottinu á heimleið… vinir á fjöllum frá fyrstu stundu…


ree

JOg óhanna Fríða tók bakpokana fyrir þjálfarabílinn þar sem þeir fengu óvænt ntvo í bílinn sinn til baka þar sem Ingunn sneri við í byrjun dags... og Batman þarf sitt pláss ís kottinu...




Hjartansþakkir fyrir þessa óskaplega fallegu og um leiðn krefjandi göngu sem reyndi vel á hvað varðar kuldann á uppleið... en það var hvers skrefs virði...

Comments


bottom of page