top of page

Páskafimman 2022

Förum á fjall eða út að hreyfa okkur fimm sinnum um páskana #páskafimmaToppfara


Alls tóku sextán manns þátt í ár páskaáskoruninni árið 2022 og fóru á ýmis fjöll eða gönguleiðir eða í aðra hreyfingu yfir páskadagana fimm. Gengið var á fjöll, farnar flottar gönguleiðir, í fallega göngutúra, út að skokka, skíða eða synda og það jafnvel í sjó og voru fleiri landshlutar undir en eingöngu höfuðborgarsvæðið sem er alltaf svo gaman að sjá.


Sumir voru með flott þema sem menn voru hvattir til að hafa þar sem mörg okkar taka þátt í þessari áskorun á hverju ári og í ár voru þemu eins og grjót, kirkjur, "Náttúran nýtt til gagns og gamans" ofl. sem var mjög gaman að sjá.


Virkilega vel gert í ár, þátttakan var með eindæmum góð og sífellt fleiri orðnir reglulegir þátttakendur í þessari páskafimmu... höfum hana alltaf í hávegum um hverja páska... eða allavega bak við eyrað... útivera í hálftíma er eiginlega alltaf hægt að koma við... og er góð leið til að viðhalda hreysti og gleði í sál og líkama... #Toppfaraáskorun


Hér kemur listi þátttakenda í stafrófsröð en það vantar lista frá þó nokkrum, ég bæti þeim við ef þeir melda hann á lokaða fb-hópinn með einni ljósmynd sem þeir vilja að lýsi þeirra páskafimmu í ár:


Ása: Mín páskafimma í einni færslu.

Skírdagur, rúmir 8km rölt með vinkonu um Holmsheiðina, föstudagurinn langi, Búrfellsgjá með Jóni, rúmir 5km, laugardagurinn á milli,, labbaði með Jóni fyrstu km af leggjarbrjór frá Hvalfirði,,varð nú styttra en til stóð vegna vatnavaxta 3.5 km. Páskadagur, hringur frá golfvelli Grindvíkinga, um Prestastíg að Eldvörpum, Tyrkjabyrgin og Árnastígur til baka, um 12 km með Jóni og Jóa, 2 í paskum,,leggur 3 með Toppförum, um 23 km.

Myrra kom með í allar göngurnar sem voru margbreytilegar og dásamlegar,,reyndu mismikið á brotnu konuna en komst þetta allt.

-------

Bára þjálfari:

14.4: Hlaup 10,2 km.

15.4: Hlaup 10,1 km.

16.4: Ganga 3,2 km.

17.4: Ganga 3,2 km.

18/4: Keilir í kaldársel með Toppförum, geggjað flottur dagur í sumar og sól og svo fallegu landslagi 22,8 km.


-------

Fanney:


-------

Gerður:


1. Úlfarsfell, 60 mín

2. Úlfarsárdalur og Grafarholt, hjólað, gengið, skokkað, synt 85 mín

3. Úlfarsfell, 68 mín

4. Úlfarsfell, Úlfarsárdalur og Grafarholt gengið, hjólað 90 mín

5. Úlfarsárdalur og Grafarholt, Hjólað, gengið, skokkað, synt 75 mín

Þemað mitt var grjót

-------

Inga Guðrún:


Eyddi páskunum fyrir vestan. Fór tvo daga á skíði en hina dagana í mismunandi könnunarleiðangra.


14. apr: Gönguskíði á Ísafirði

15. apr: Ganga að Stað í næsta dal

16. apr: Svigskíði í Tungudal

17. apr: Strandganga í Holtsfjöru

18. apr: Suðureyri og nágrenni

-------

Jóhanna Fríða:


-------

Katrín Kjartans:


Hér er mín páskafimma. Þema mitt var, kirkjur á gönguleiðum.

-------

Sjöfn Kr:


Páskafimman mín:

1. Úlfarsfell 5,8 2. Helgafell 6,3 3. Gíslholtsfjall 4,3 4. Sandfell - Eyrarfjall 12,0 5. Keilir - Kaldársel 23,0

Samtals : 51, 4 km


Hugsaði ekki fyrir neinu þema, bara hitt og þetta; tígrisfeldur, einangrunarplast,appelsínur, draugur, kleinuhringur - og svo uppáhaldið: mosi og hraun.


-------

Þórkatla:


Samantekt á páskafimmunni minni

Vantar lista og eina ljósmynd frá Ágústu Þ., Ástu Sig., Bjarnþóru, Hafrúnu, Ólafi Vigni, Sigrúnu Bjarna, Siggu Lár ofl. ?


Takk öll fyrir frábæra þátttöku. Vinningshafinn í ár fær kr. 4.000 kr upp í tindferð að eigin vali í ár og hann Ása fyrir að hugsa í lausnum og ná þessari fimmu þrátt fyrir nýlegt brot á úlnlið sem flækti hennar för að verulegu leyti en gaf henni ekki tilefni til að gefast upp, það var virkilega aðdáunarvert.

38 views0 comments

Comments


bottom of page