top of page

Páskafimman 2023... var út að hreyfa sig fimm sinnum yfir páskana !

Áskorun dagana 6. - 10. apríl 2023. #páskafimma #PáskafimmaToppfara2023 #Vinafjöllinokkarx52


Alls tóku fjórir þátt í páskaáskoruninni í ár og þrjár náðu að ljúka henni eins og lagt var upp með og létu sig hafa það að fara út að hreyfa sig alla páskadagana þrátt fyrir slagveður þrjá daga en tvo af þessum fimm var blíðskaparveður sem bætti sannarlega upp fyrir hina dagana.


Bára þjálfari:


Páskafimman okkar Batmans milli vakta, fjölskylduboða og körfuboltaleikja um páskana.

Þemað okkar var að hafa heilsu og tíma til að fara á fjall og helst á fimm mismunandi vinafjöll af tólf og það tókst. Slagveður þrjá daga en yndislegt veður á skírdag og öðrum í páskum. Erfiðast var að fara þegar fleira en vinna var að flækjast fyrir sama daginn og svefnleysi kom næstum því í veg fyrir síðustu gönguna, hefði aldrei farið í hana nema út af þessu páskaþema og var hún samt sú dásamlegasta.

Ganga á vinafjallið núllstillir mann, að ganga á það milli næturvakta er líklega það sama og þegar verið er að "kalíbera tækin" í vinnunni... hrein núllstilling af náttúrunnar hendi #takk vinafjöllin mín.

Leiðin um Esjuna klárlega lang fallegust og kom virkilega á óvart þar sem ég var að fara hana í fyrsta sinn þar sem ég missti af Toppfaraæfingunni þarna í vetur en ég fann nokkra stíga á svæðinu sem eru greinilega vel nýttir af hjólafólki fyrst og fremst. Búin að setja þessa leið á þriðjudagsfjallgönguáætlun Toppfara frá þessu nýja bílastæði sem við höfum ekki nýtt okkur áður:


1. Mosfell á skírdag 3,7 km. 2. Úlfarsfell á föstudaginn langa 3,2 km. 3. Hafrahlíð og Lali á laugardeginum 4,2 km. 4. Helgafell í Mosó á páskadag 2,0 km. 5. Esjan á Sandhryggina og Nípu á öðrum degi páska 3,1 km.

Alls 16,2 km sem nær ekki einu sinni einni laugardagshlaupaæfingu í magni, en ekkert væl hér, er óendanlega þakklát að hafa náð þessu með batnandi hné og með Batman ofurhundi sem sagði þetta sko ekki sína síðustu páskafimmu



--------------------


Katrín Kjartans:

"#páskafimmatoppfara2023 #vinafjöllinokkarx52 Með því að taka þátt í þessarri áskorun, dreif maður sig út…sama hvað. Veðrið nú um páskana réð því nokkuð hvert var haldið, láglendisgöngur í slagviðrinu þegar þannig háttaði og svo fjallgöngur í góð

a veðrinu. Svo urðu að vera brýr á gönguleiðunum. Já…þessar brýr. Maður veltir því nú ekki mikið fyrir sér hvernig þessar brýr eru, erum bara verulega þakklát fyrir að komast yfir ár og læki. Enn gaman er að pæla í þessum brúm, og satt best að segja mega nú sumar hverjar muna sinn fífil feguri.

Takk Fjallgöngur.is & Toppfarar.is fyrir að gera þessa skemmtulegu viðburði. Takk fyrir mig. Toppfarar


Skírdagur Akrafjall 5.98 km …… Elliðaárdalur. 6.54 km. Vífilstaðavatn og heiðin 5.42 Heiðmörk. 9.67 Rauðhóll, Esju. 7.41 km.


Fallegasta leiðin var á Rauðhol á Esju og ekki var Akrafjallið síðra, enda blíðviðri þá daga. Besta skjólið gaf Heiðmörkin með öllum sinum gróðri… Brjálað rok í Elliðaárgöngunni, þar sem vindurinn náði …næstum að fella okkur bæði. Vífilstaðavatnið of heiðin fyrir ofan gaf okkur það sem við svo oft upplifum, að það rætist svo sannarlega úr veðrinu.


Ein mynd frá hverri göngu."


--------------------


Sjöfn Kristins:




"Ég var eitthvað svo andlaus þegar kom að því að finna þema, svo það varð ekkert. Stóð mig samt að því í öll skiptin að svipast um eftir "vormerkjum". Stundum var það lóusöngur, stundum glitti í nýjar grænar jurtir, það kom fyrir að maður sökk í leðju, ísinn var nýfarinn af vötnunum heima í Gíslholti, og svo framvegis. Ákvað að velja myndina af Vofuvatni á Geithóli, af því það er ekki til, heldur er það enn einn vorboðinn, bráðnandi snjór í lautu. Veðrið var mjög fjölbreytt, eins og allir vita. Veit ekki hvort mér fannst meira koma til blíðunnar á Geithól eða barningsins við Elliðavatn á föstudaginn langa. Alltaf næs að koma sér út í göngu

Hér er listinn minn: 1. Helgafell Hfj 8,9 km 2. Heiðmörk 12,9 km 3. Úlfarsfell 5,9 km 4. Gíslholtsfjall 5,4 km 5. Geithóll 8,3 km

Alls 41,4 km"


Sigríður Lísabet:


Vantar samantekt en Sigríður náði að fara út fjórum sinnum af fimm og náði því ekki aaaaalveg að ljúka við áskoruninni en hún meldaði skemmtilega inn sínar æfingar á fb-hóp klúbbsins og gaf þannig sína orku til hinna, bara gaman :-)


Frábærar samantektir og flott frammistaða, fámennasta þátttakan í páskafimmunni en við höldum þessu áfram á hverju ári og njótum... eitt það mikilvægast af öllu er að hreyfa sig daglega og halda þannig góðu andlegu og líkamlegu formi út lífið...

16 views0 comments

Comments


bottom of page