Rauðhamar í Esju #Esjanöðruvísi
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- Sep 9, 2025
- 1 min read
Æfing nr. 864 þriðjudaginn 2. september 2025

Mögnuð æfing var fyrsta þriðjudag í september þegar þjálfarar buðu upp á enn eina öðruvísi göngu á Esjunni... að þessu sinni upp á Rauðhamar... en nú bætum við smám saman við alls kyns nýjum leiðum á Esjunni þetta árið og á því næsta...
Rauðhamar er falinn fjársjóður í hlíðum Esjunnar... og reyndist 613 m hár þar sem við fórum undir klettinn sem er undir klettabeltinu... á 7 km göngu á 2:56 klst. með alls 601 m hækkun úr 15 m upphafshæð...
Sérlega ævintýraleg og falleg æfing þar sem veðrið og birtan léku við okkur.
Ljósmyndir göngunnar hér fyrir neðan og nafnalisti undir fyrri hópmyndinni:




Mættir voru alls 17 manns: Sjöfn Kr., Guðjón, Örn, Olli, Inga, Ragnheiður, Silla, Siggi, Linda, Maggi, Guðný Ester, Birgir, Gylfi, Lilja, Þórhildur, Þorleifur og Halldóra Þ. en Bára tók mynd og Batman var eini hundur kvöldsins...



















Þessi bíll... hennar Halldóru Þórarins... hefur fylgt Toppförum frá upphafi vega... árið 2007... og farið í alls kyns magnaðar ferðir með okkur... en Halldóra, Gylfi og Lilja voru aldursforsetar göngunnar og hafa gengið með okkur frá árdögum klúbbsins... sem er aðdáunarvert úthald... og vel þegin tryggð sem við þjálfarar metum óendanlega mikils...

Takk fyrir gönguna elskurnar... þriðjudagskvöldin gerast ekki fallegri... ný hnígur sólin sífellg fyrr til hliðar á kvöldin... nýtum haustið vel... áður en myrkrið skellur á...








Comments