top of page

Reykjaborg, Lali og Hafrahlíð í haustlitum og roki.

Æfing nr. 772 þriðjudaginn 26. september 2023.


Við ákváðum að fresta þriðjudagsæfingu á Ármannsfellið frá Sandkluftavatni um eina viku vegna roks og rigningar og veikinda hjá Erni þjálfara... og fórum í staðinn haustlitaferð á Reykjaborg og Hafrahlíð... sem var svona falleg...


Við reyndum að fanga hífandi rokið á Reykjaborg á þessari mynd...


Frábær mæting í þessu roki... engin rigning samt... hlýtt, dagsbirta og sumarfæri... svo álagsstuðullinn var 1 af 5... þar af var Björg að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum og fleiri nýliðar mættir...


Aníta, Elsa, Kristjana, Ása, Björg, Brynjar, Gerður Jens., Kolbeinn, Inga, Ingunn, Örn og Karen og hundarnir voru fjórir; Batman, Dimma, Hetja og Týra... og Bára tók mynd...


Því miður glötuðust allar myndir úr síma þjálfara þegar þessi ferðasaga er skrifuð svo einu myndirnar eru þær sem settar voru á samfélagsmiðla... og því er engin af göngunni milli tinda... hér komin á Hafrahlíð í sama rokinu... himininn svo villtur í þessu roki...


Oft leikur hann stórt hlutverk á vindasömum dögum eins og þessum...


Það fer ekki á milli mála að Kolbeinn er mikils metinn af ferfætlingum hópsins... alltaf gaukandi að þeim góðgæti... þarna er haukur í horni þeirra sem og okkar...


Fjórir hundar og þeir náðust loksins saman á mynd... Týra, Dimma, Hetja og Batman... uppi á Hafrahlíð með Úlfarsfellið þarna i vestri...


Haustlitirnir skreyttu svo niðurleiðina beinustu leið niður Hafrahlíðina þar sem kominn er mjög góður stígur síðustu ár... mjög flott leið og skemmtilegri hringleið en öfug sem við fórum í maí á þessu ári... líka í brjáluðu veðri...


Alls 5,8 km á 1:46 klst. upp í 294 m hæð með alls 298 m hækkun úr 85 m upphafshæð.

Ármannsfellið verður gengið í næstu viku ef veður er ekki þeim mun verra á þriðjudaginn...

30 views0 comments

Comments


bottom of page