top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Reykjaborg, Lali og Hafrahlíð með sól í heiði og birtu alla leið

Æfing nr. 841 þriðjudaginn 4. mars 2025


Ætlunin var að fara nýja og óhefðbunda og frekar úfna og mjög langa leið á Búrfell og Hulduhól austan Hafravatns... en þar sem veðurspá var ekki góð ákváðu þjálfarar að færa æfinguna yfir á slóðaða og fjölfarna leið um Reykjaborg og Hafrahlíð... og auðvitað héldum við að yfir okkur gengju éljagangur og hvassviðri eins og ríkt hafði allan daginn... en þess í stað keyrðum við út úr snjóhríðinni á leiðinni á æfingu... og keyrðum inn í aðra slíka á heimleið... en fengum sól og friðsælt veður meðan á göngunni stóð.... með ólíkindum alveg...


Alls 5,6 km á 1:56 klst. upp í 297 m með alls 339 m hækkun úr 87 m upphafshæð...


Ljósmyndir göngunnar hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:















Sorglega fáir mættir... eingöngu 10 manns... við skildum ekkert í þessu !


Linda, Aníta, Sjöfn Kr., Silla, Kolbeinn, Birgir, Örn, Siggi og Þorleifur en Bára tók mynd og Baltasar og Batman voru hundar kvöldsins...







Tók enda mynd síðasta spölinn gegnum skóginn í ljósaskiptunum en þessi leið var alveg yndisleg í alla staði... sjá Búrfellið sem átti að vera á dagskrá þarna handan trjánna... við náum þeirri leið síðar í mars !

Comments


bottom of page