Reykjaborg og Hafrahlíð á klúbbgöngu
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- Aug 13
- 1 min read
Æfing nr. 860 þriðjudaginn 22. júlí 2025

Frá Sigga af fb:
"Ekki voru margir sem mættu í Toppfara göngu kvöldsins, Þorleifur, Linda og ég og svo auðvitað hann Brúnó, hann vill alltaf fara með. Til stóð að fara á Vörðuskeggja sem Þorleifur ætlaði að leiða, en þegar við komum á Nesjavelli var skyggnið ekkert og rigning. Við breyttum áætlum og drógum karlinn frekar hring um Mosó alpana. Fínn göngutúr."

Frá Lindu:
"Þorleifur ætlaði nýja leið á Vörðuskeggja, en við Siggi neituðu að fara vegna lélegs skyggnis og úrkomu. Þvinguðum kallinn til baka og tókum góðan hring í meira skyggni. Allir sáttir" :-)
Sjöfn sendi þessa vísu þar sem hún og Fanney lögðu ekki á Hengilinn í þessu veðri:
Ég þráði ekki á Hengli að villast í þoku
þó með Þorleifi væri og góðri samloku
Frekar með Fanney á Helgafell gekk
fegin að hún var með samskonar smekk
Takk fyrir að hafa ætlað að vera með göngu elsku Þorleifur og flott hjá ykkur að breyta áætlun í þessum sudda :-)
Comments