Sólheimajökull í ísklifri, tryggingum og broddatækni með #AsgardBeyond
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- Apr 11
- 2 min read
Námskeið laugardaginn 29. mars 2025

Frá Smára af fb.
"Á laugardaginn fórum við sjö saman úr Toppförum í jöklafærninámskeið á Sólheimajökli með Asgard Beyond.
Við fengum á okkur smá rok og talsverða snjókomu en okkur tókst að finna skjól í djúpri ísholu þar sem við æfðum okkur að síga, tryggja og að klifra lóðrétta ísveggi. Veðrið gerði upplifunina bara skemmtilegri! Og ekki skemmdi heldur fyrir að verða vitni að deildarmyrkva.
Námskeiðið hófst með þjálfun í broddagöngu og lærðum við réttu tæknina til að ferðast um ísilagt landslag á broddum.
Áður en við hófum sjálft klifrið kenndi Robbi hjá Asgard Beyond okkur hvernig á að setja upp og festa línur, síga niður og tryggja klifurfélaga á öruggan hátt. Heilt yfir mjög góð og gagnleg yfirferð á grunnatriðum í jöklafærni.
Við stóðum okkur öll með prýði og stemningin var létt og skemmtileg þrátt fyrir að um væri að ræða fyrstu tilraun okkar flestra í ísklifri. Þetta er bara spurning um að ríða veggnum.
Þetta var ógleymanleg reynsla og mig langar að fara aftur - helst í gær. Mæli með!

Frá Jóni Odds á fb:
Ég fór á ísklifurnámskeið á vegum Asgard Beyond á Sólheimajökli um helgina.
Leiðbeinandinn á námskeiðinu var ekki af verri endanum, Róbert Halldórsson en hann er þrautreyndur klifurmeistari með alþjóðleg réttindi í fjallamennsku.
Það er skemmst frá því að segja að þetta reyndist hin mesta skemmtun og örugglega á topp 5 yfir mögnuðustu hlutum sem ég hef tekið þátt í um ævina

Frá Gullu á fb:
Þessi föngulegur hópur þreytti ísklifur, sig og tryggingar ásamt örnámskeiði í broddatækni á Sólheimajökli. Allir stóðust námskeiðið með láði og eru tilbúnir í framhaldsnámskeið og svo mátti sjá deildarmyrkva sólu svona rétt áður en brást á með snjókomu og sýnishorni af íslenskri marsveðráttu

Frá Dinu á fb:
Hér koma nokkrar myndir frá mér. Takk fyrir geggjað námskeið, þetta var ótrúlega gaman














Ljósmyndir fengnar af fb hjá Dinu, Gullu, Jóni Odds. og Smára - takk kærlega fyrir elskurnar.
Kærar þakkir Róbert hjá Asgard Beyond fyrir enn eina snilldina í Toppfaralífið í gegnum öll þessi ár. Þetta námskeið verður aftur í boði eftir 2 - 3 ár fyrir áhugasama. Við mælum eindregið með, ógleymanlega gaman og einstaklega lærdómsríkt :-)
Sjá heimasíðu þeirra hér: www.asgardbeyond.is
Comments