top of page

Sandfellsklofi, Hellutindar og Vigdísartindur Sveifluhálsi

Æfing nr. 804 þriðjudaginn 14. maí 2024.


Fyrsta þriðjudagsgangan af þremur í 17 fjalla á 17 dögum áskoruninni var á þrjá tinda á norðurtagli Sveifluhálss þar sem farið var upp á fallega móbergskletta sem skreyta mikið þetta svæði.


Veðrið var yndislegt, milt og hlýtt og sólin sást minna en við væntum en það kom ekki að sök í þessu dásamlega sumarveðri.


Gangan hljóðaði upp á 7,9 km (mælt upp í 9,5 km) á 3:12 klst. upp í 402 m hæð með alls 465 m hækkun úr 172 m upphafshæð.


Við tókum riddarapeysumynd og er virkilega gaman að sjá hvernig sumir nýliðar mæta hreinlega strax í riddarapeysu eins og Skarphéðinn ofl. en að sjálfsögðu er þetta prjónastúss í kringum riddarapeysurnar bara til gamans gert :-)


Ljósmyndir göngunnar hér fyrir neðan og nafnalisti á hópmyndinni á Vigdísartindi:


Mættir voru alls 19 manns:


Sighvatur, Sjöfn Kr., Birgir, Þorleifur, Aníta, Örn, Kolbeinn, Linda, Soffía Helga, Skarphéðinn, Inga, Sigríður Arna, Dina, Áslaug Birgis., Katrín Kj., Berta, Guðmundur Jón og Gunnar Viðar en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn :-)Takk fyrir yndislegt kvöld elskurnar ! Sumarið er sannarlega komið með allri sinni friðsæld og mildi :-)

Bình luận


bottom of page